Alþýðublaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 14
Bíó Framhald af 5. síðu. ur aðstoðarmaður, enda hefur hann aldrei komizt í hálfkvisti „við Orson Welles. Sound of Music er dæmigerð peningamynd, enda hefur hún með réttu verið kölluð „Sound of Money“. Öll er myndin hin hugljúfasta, mátulega væmin, með mátulega hugnæmum söngvum, ásamt léttvægri kímni, yfirþyrmandi tilfinn- ingasemi og alhliða rómantík. Að sjálfsögðu þarf myndin að vera á 70 mm. breiðljaldi, sem er þó engan veginn nýtt til fullnustu, en hvað gerir það til. Allt er þetta gert til að menn verði sem ánægðastir í skapi, er þeir gangg út að lok inni sýningu, og hugsi einung is um það, hvað lífið sé nú annars dásamlegt og undur- samlegt í fábreytni sinni og einfaldleik. Ef þetta hefur ekki tekizt, þá er myndin misheppn uð. Vert er að geta ágæts ieiks hjá þeim Julie Andrew’3 og Christopher Plummer, og sömuleiðis barnanna sjö, sem standa sig flest með prýði. Sigurður Jón Ólafsson. Bréf að austan Framhald af 7. síðu. verð að játa að ég trúði ekki þessu kreppuhjali lengi vel. Það var ekki fyrr en undir eldhús- dagsumræðunum að ég fór að ranka við mér. Ekki svo að skilja að ræðubrögð þingmanna væru svosem neitt kx-eppulegri en verið hefur þau hartnær þrjá- tíu ár, sem ég hef hlustað á út- varpsumræður. Við erum orðin því svo vön, að stjórnarandstað- an hverju sinni segi okkur, að allt sé að fara til fjandans. að við erum löngu hætt að heyra það. En það var annað sem sló mig dálítið illa að þessu sinni. Ég hef aldrei heyrt þingmenn- ina okkar blessaða fara með jafn mikið af kvæðum í eldhúsdags- umræðunum og nú. Þarna iásu þeir ljóð góðskáldanna hver um annan þveran af þvílíkri innlif- un, að við lá að maður færi að skæla. Undir þessum lestri var það sem ég fór að trúa á krepp- una, minnugur þess, að þjóðin 1 hefur ætíð sótt sér þrek og þor í verk skálda sinna þegar verst hefur árað. Líklega væri ís- lenzk menning löngu dauð, ef ekki hefðu gengið harðindakafl- ar yfir landið öðru hvei'ju svo lengi sem sögur herma. 28. apríl. Og nú er hann kominn á norðan, búinn að reka niður hnédjúpt nýsnævi og ísinn hefur rekið inn á fjörðinn á nýjan leik. íslenzkri menningu virð- ist því vel borgið enn um sinn. S. Ó. P. Söngflokkur Framhald af 4. síðu. tónskáld. Þeirra tíma Christy Minstr- els voru yfirleitt veðurbarðir harðjaxlar, en hinir nýju Christy Minstrels eru ungt fólk, sem fetar í fótspor fyrir rennara sinna, en í stað þess að skælast um nærliggjandi héruð á hörðum bekkjum hest vagnanna, hafa THE NEW CHRISTY MINSTRELS tekið tækni nútímans í sína þágu, og þeytast nú lands- og heims- hornanna á milli í hraðfleygari farartækjum en Edwin ,,Pops“ Christy hefði nokkurn tíma dreymt um. í þetta skipti erum við svo lánsöm að leið THE NEW CHRISTY MINSTRELS skuli liggja um ísland á leið þeirra heim til Bandaríkjanna eftir fimm vikna hljómleikaferð til Evrópu. Reyndar eru þau hér deginum seinna en þau í fyrstu ætluðu, en ástæðan fyrir því er sú, að þau voru skyndilega beðin um að taka þátt í sér- stakri hátíðasýningu fyrir Elísabetu Bretlandsdrottningu og Filipus mann hennar í London Palladium iþann 13. maí. Við það tækifæri gefst þeim kostur á að bera saman við- brögð þessara þjóðhöfðingja og þau, sem þau gátu fundið í janúar 1964, þegar Johnson Bandaríkjaforseti fékk þau sérslaklega til þess að korna fram í Hvíta húsinu í Washing ton, þá er hann þurfti að hafa ofan af fyrir ítalska forsetan- um. Johnson vildi sýna hinum ítalska kollega sínum hvernig þjóðlagasöngurinn hefði þró- azt með þjóðinni, og ekki minnkaði hróður THE NEW CHRISTY MINSTRELS þá kvöldstundina. Einn af talsmönnum hóps- ins sagði einu sinni: ,,Við er- um ný útgáfa gamalla sið- venja og vettvangur okkar er að vekja áhuga fyrir banda- rískum þjóðlögum", Þessi 9 ungmenni, sem í dag skipa THE NEW CHRISTY MINSTRELS söngflokkinn eru eins og áður var getið, á heim leið úr langri söngför, og hafa í henni sungið í mörgum stærstu borgum Evrópu, til dæmis Hannover, Frankfurt, Amsterdam, Stokkhólmi, Osló og Kaupmannahöfn við geysi vinsældir áhorfenda. í hópn- um eru tvær stúlkur og 7 karl menn og þótt hópurinn hafi að hálfu leyti á sinni söng- skrá lög, sem THE NEW CHRISTY MINSTRELS hafa gert fræg á ferli sínum, eru skiptingar innan hópsins nokk uð tíðar, og má til dæmis geta þess, að sá, sem lengst hefur verið í hópnum, sem hingað kemur, er Joe Travis, en hann hefur sungið með hópnum í tæp tvö ár. Margir af meðlimum THE NEW CHRISTY MINSTREL hafa lagt út á brautina sem einstakl- ingar eftir að hafa forframazt með hópnum, og má þar nefna Barry McGuire, Jackie & Gail og Larry Ramos. Banda- ríska „beat—hljómsveitin The First Edition samanstendur af fyrrverandi meðlimum MINS.TRELS. Síðan þessi víðförli söng- 14 10, maí 1968 — ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ hópur hóf feril sinn fyrir um það bil 8 árum síðan, hafa kom ið út með þeim ekki færri en 15 longplaying plötur frá Col- umbia og annað eins af fjög urra laga plötum, og hafa mörg af lögum þeirra hlotið miklar vinsældir, svo sem lagið Eve of Destruction, Stop in the name of love. Þau hafa og komið fram í sjónvarpi | víðsvegar í heiminum, og má geta þess til gamans, að strax og þau koma til baka úr Evr- ópuferðinni, bíður eftir þeim 12 vikna samningur í Las Veg as. Samningsupphæðin nemur um 10 milljónum íslenzkra króna. Fyrir tilstilli umboðsmanna MINSTRELS í Kaupmannahöfn og milligöngu Loftleiða, 'sem skipulögðu ferð hópsins um Evrópu, tókst Sjálfsbjörg, xé- lagi fatlaðra, að fá hópinn til þess að hafa hér viðdvöl í að- eins einn dag og halda hér eina hljómleika, sem verða í Austurbæjarbíó, miðvikudag- inn 15. maí kl. 11.15. Stærsta vandamálið virtist í fljótu bragði vera það að fá nógu stórt húsrými til þess að hægt væri á sem . hagkvæmastan hátt að gefa sem flestum tæki færi til þess að sjá og heyra þennan nafntogaða hóp syngj andi ungmenna, en vegna sýn inga á þeirri stórmerku mynd Sound of Music, reyndist ó- kl.eift að fá Háskólabíó, en í stað þess vonar Sjálfsbjöi’g, að ekki þurfi allt of margir frá að hverfa, þótt hljómleik arnir hafi verið fluttir í okk- ar ágæta sal í Austurbæjar- bíó, Viðstödd hljómleikana verða bandaríski ambassadorinn á íslandi, hr. Karl Raalvag og frú hans. Eins og flestum er kunnugt, hefur Sjálfsbjörg haldið uppi fjáröflunarstarfsemi fyrir vinnu- og dvalarheimili iheð- lima sinna við Hátún, og er óhætt að segja, að hér hafi ekki verið ráðizt á garðinn þar- sem hann er lægstur. Það er því óþarfi að geta þess, að allur væntanlegur hagnaður af þessum hljómleikum renn- ur til byggingaframkvæmda Sjálfsbjargar, og er því með góðri samvizku hægt að njóta ánægjulegrar kvöldstundar með THE NEW CHRISTY MINSTRELS, vitandi vits, að jafnframt er verið að styrkja fatlað fólk til þess að geta stundað vinnu við sitt hæfi, og búa sér í haginn eins vel og aðrir þjóðfélagsþegnar, sem hafa verið svo lánssamir að njóta allra sinna krafta án nokkurrar fötlunar. Forsala aðgöngumiða á hljóm leikana er hafin í Bókabúð KRON í Bankastræti og á skrif stofú Sjálfsbjargar að Bræðra borgarstíg 9, og er tekið á móti miðapöntunum í sírna 1-65.38. Ferdamál Framhald af 2. síðu sundlaugum fyrir gestina. Boð in er 12 daga dvöl í Lloret, og hefst fyrsta ferðin þangað 18. júní. en í júlí, ágúst og septem ber eru ferðir hálfsmánaðar- lega og eru sumar þeii-ra nærri fullskipaðar. Síðari hluta sept ember-mánaðar er veðráttan tryggari á Suður-Spáni og býð ur Útsýn þá 15 daga dvöl í Ben idorm á „hvítu ströndinni", sem svo er nefnd og 15 daga í Torr emolinos á „Sólarströnd Spán- ar“. Auk þess eru ferðir með 11 daga dvöl á Mallorca. Við allar ferðix-nar bætast svo 3-4 daga dvöl í London. Verður starfsmaður Útsvnar staðsettur þar yfir sumarmánuðina til að veita farþegum Útsýnar marg- víslega fyrirgreiðslu. í ferðunum til meginlands Spánar eiga menn þess völ að fara ýmsar kynnisferðir un\ ná- lægar borgir og frá Torremol- inos jafnvel yfir sundið til Af- ríku. Verð Soánarferðanna er nokkuð misjafnt eftir dvalar- lengd og verðmuni gistihúsa, sem tilgreindur er í bæklingn- um, en verðið er frá 10.900,00 með söluskatti. Þó kvað Ing- ólfur einungis dvalið á fvrsta flokks gistihúsum í öllum ferð um Útsýnar, enda væri reynsl an sú, að farþegarnir vildu allt af borga heldur meira og eiga tryggt að njóta ferðalagsins. ★ Ítalía. Útsýn býður tvenns konar ferðir til Ítalíu, — 11 daga dvöl í Alassio á ítölsku Ríver unni, skammt frá frönsku landa mærunum, mitt á milli Genua og Monaco, — og í öðru lagi 3 daga dvöl í Róm og 8 daga dvöl í Sorrento, skammt fyrir sunnan Napoli. Frægar bað- strendur eru bæði í Alassio og Sorrento, en auk þess er skammt til margra forvitnilegra staða t. d. gefst mönnum kost- ur á að fara kynnisferðir frá Sorrento til Pompei, Napoli og auðvitað út í eyna Capri. Við báðar ferðirnar bætist svo 4 daga dvöl í London. Verð Ítalíu ferðanna er frá 15.500,- og upp í 16.800,- krónur með fullu uppi haldi, en flugfarseðill í áætlun arflugi til Rómar kostar 18.342 krónur fram og til baka. ★ Grikkland. Grikklandsferðir Útsýnar mið ast ekki síður við það að leyfa fólki að velja að eigin geðþótta milli þess að liggja í sólbaði á strönd eða svala fi-óðleiks- fýsn og fegurðarþorsta. í þeim er dvalið 12 daga á baðstað, skammt fyrir utan Aþenu, farið í 3 daga siglingu með skemmti ferðaskipi um Adríahafið, auk 4 daga í London. Verð slíkrar ferðar er 18.900,- krónur. Þá efnir Útsýn eins og áður til margra kynnisferða um Norð urlönd, Skotland, til Kaup- mannahafnar og Mið-Evrópu og til London auk ýmissa annarra ferða, sem ferðaski-ifstofan skipuleggur fyrir einstaklinga og hópa. TAUSCHER Sokkabuxurnar Nýi tízku- liturinn. komnar » aftur. Banlsastræíi 3. VELJUM ÍSLENZKT- ÍSLENZKAN IÐNAÐ sckkar eru ísfenzk framfeiðsla Karlmannasokkar, margar gerðir. Drengjasokkar. — Telpnasokkar. Hvítar og mislitar hosur og sportsokkar. sokkar fást víða. Biðj’ið um TRICO sokka. Reynið TRICO sokka. Veljið íslenzkar framleiðsluvörur. Framleiddir hjá FATAGERÐINNI HF., Akranesi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.