Alþýðublaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 10.05.1968, Blaðsíða 15
FramVialdssaga efftir RGU JONSDÓTTUR Tefkningar eftir RAGNAR LAR. Mig dreymdi fyrst risastóra .köngurló og hún átti vef. Þræðir hans lágu inn í hverja einustu íbúð í húsinu og líka inn til okkar Gvendar. Köngurlóin var stór og feit. Hún sat efst í vefnum. Það var andlit á lienni en ekki venju- legur köngurlóarhaus. Ég sá samt ekki andiitið, því að haus- inn á köngurlónni hékk út á hlið. Það var fluga á enda hvers þráðar og ég sá andlitin á sum- um án þess að þekkja þau í svefninum. En ég þekkti eina fluguna. Hún var með andlit Frið- rikku. Flugan virtist bíða eftir því, að köngurlóin sygi úr henni blóðið. Ég hef áreiðanlega sunn- lenzkt blóð í æðum. Svona Keðjur Spyrnur Framhjól Botnrúílur Topprúlíur Drifhjól Boltar og Rær jafnan fyrirliggjandi BERCO er úrvals gæðavara á hagsfæðu verði EINKAUMBOÐ ALMENNA VERZLUNARFÉLAGIÐf SKIPHOLT 15 —SÍMI 10199 dreymir engan sannan Vestfirð- ing, afkomanda galdramanna og guð má vita hvað. Ég hrökk upp, þegar ég sá köngurlóna nálgast Friðrikku og mikið var ég fegin að vakna. Það var einhver að hringja dyrabjöllunni. Gvendur fór til dyra. Þetta var hún Friðrikka, flug- an, sem mig hafði dreymt. Skelf- ing var ég fegin að sjá, að það var ekkert að henni. Sumir draumar eru svo raunverulegir, að það tekur langan tíma að jafna sig eftir þá. Þessi draum- ur var svo raunverulegur og stóð mér svo lifandi fyrir hug- skotssjónum, að mér fannst, að Friðrikka væri lítil, vesæl fluga, sem biði þess, að stór og feit köngurló sygi úr henni blóðið. Gvendur bauð Friðrikku inn í stofu og ég hljóp inn á bað til að þvo stírurnar úr augun- um á mér. Það vita allir hérna í húsinu, að hann Bjössi, maðurinn henn- ar Friðrikku drekkur. Gvendur hélt víst, að eitthvað hefði kom- ið fyrir og að Friðrikka hefði leitað til hans í von um aðstoð. Gvendur er nú einu sinni í rannsóknarlögreglunni og allir bera traust til hans, enda vita allir, hvað rannsóknarlögreglan íslenzka er góð. Það er ekki til það mál, sem þeim hefur ekki tekizt að upplýsa. Allir hljóta að treysta mönn- um, sem eru í íslenzku rannsókn- arlögreglunni, svo ekki sé meira sagt. Svo fór ég inn í stofu. Það var engu líkara en Friðrikka hefði verið að bíða eftir mér, því að nú opnuðust allar flóð- gáttir himinsins. — Ég er hrædd um hana Magdalenu á efstu hæðinni, sagði Friðrikka. — Hún ætlaði að spá fyrir Jóhönnu í morgun, en þrátt fyrir upphringingar og annað slíkt, hefur hún ekkj svarað. Þetta er afar óvenjulegt. Venju- lega stendur allt sem Magda- lena segir eins og stafur á bók. Hún er óvenjulega formföst kona. — Ja-há. Er það svo? sagði Gvendur og nú fyrst skildi ég, hvernig Irannsóknlarlögreglu'- menn fá fólk til að játa á sig ajlt mögulegt og jafnvel meira en það sem það þarf að játa af því að það er saklaust, Það er með því að tala lítið og bíða eins og sálfræðingarnir gera. Þá gefst fólk upp og' segir allan skollann og svo er hægt að hanka það á einhverju. — Krakkarnir, sem fóru út fyrir allar aldir í morgun sáu hana ekki fara út, hélt Frið- rikka áfram. — Strákarnir, syn ir hennar neita að gera nokkuð. Þeir sögðu mér að ég gæti svo sem hringt í lögregluna, en kerl ingin hún mamma þeirra færi ekki að drenast fyrirvaralaust. Samt veit ég. að hún var og er slæm fyrir hiarta. Það veit enginn, hv/ð ffpfur komið fyrir þett.a gamla fólk ... Hún hoWW á Gvend og ég horfði á ^iálfsaat, hef- ur Gvondi ftindizt timi til kom inn, að ég sæi aftur rannsókn arlögreglumpnn við starf sitt eins og hérna forðum meðan ég horfði á hmn með stjömuglit í augum. Hann fór inn f barnaherberg ið, sem é» innréttaði sem skrif stofu handa honum Gvendur utnmir nefnilega oft hcima og eitthvort athvarf verð ur hann að hafa. Ég hef aldrei neitt að gera. Þó að ég cnvmf hnvnr og frakka og svoieiðir í hann Gvend og kjóia og kénnr á mig, bá er eldhúsjð fniinott handa mér. Ég hef eWnrf af5 eera aijan daginn og engínn ónáðar mig. Nú svo hrin«di hann heim til fulltrúans, sem hann vann hjá og fulltrúinn sagði, að það væri kannski rétt að athuga þetta mál, ef synir konunnar leyfðu það. Svo spurði Gvendur, hvort hann ætti að hringja í þá, því að hann hafði fengið símanúm erin hjá Friðrikku, en full- trúinn vildi fá númerin sjálfur. Hann ætlaði að hringja og láta Gvend vita. Gvendur var svolítið spæld- ur, því að hann langaði t.il að gera þetta sjálfan, en ég róaði hann strax með því að segja honum að það væri miklu betra að láta fulltrúann gera bað. Það er ólíkt fínna að vera fulltrúi hjá rannsóknarlögregl- unni en lítill rannsóknarlög- reglumaður. Það sagði ég hins vegar ekki við Gvend. Eg sagði við hamn, að senni- lega væri þetta allt hreinasta vitleysa og að það væri betra að láta fulltrúann gera sig að fífli, heldur en Gvend minn. Fulltrúinn myndi hvort eð er ekki hætta að vera fulltrúi, ef brotizt væri inn til Magdalenu og hún kæmi svo heim að niður brotinni hurð og yrði reið Hins vegar myndi Gvendur aldrei bera sitt barr eftir önn ur eins mistök og sennilega aldrei verða fulltrúi. Gvendur beið við símann. Við Friðdrikka vorum f stof^ unni og biðum líka. Ég hitaði nýtt kaffi ,0g gaf i>eim í bolla og við biðum á- fram. Loks hringdi fulltrúinn. Hann sagði Gvendi, að hann hefði tal að við syni Magdalenu. Þeim fyndist báðum, að sjálfsagt væri að athuga þetta. Yngri sonurinn ætlaði að koma og vera viðstaddur. Þegar Gvendur sagði okkur Friðrikku þetta, hneykslaðist Friðrikka. — Ekki fannst þeim það, þeg ar ég talaði við þá, sagði hún og fussaði. Ég nennti ekki að segja henni að svona væri allt. Það er ó- líkt fínna að vera fulltrúi hjá rannsóknarlögreglunni heldur en móðursjúk kerling úti í bæ. Friðrikka skrapp rétt inn til að líta á börnin. Magga, elzta dót.tir hennar var að passa. Biössi var ekki heima. Hann var víst, að vinna eftirvinnu. Við Gvendur biðum eftir Frið rikku og svo biðum við öll þrjú ef+ir stráknum hennar Magda lenu. Þetta var raunar enginn strákur. þegar hann kom, held ur fullvaxta maður. 4 Við fórum öll upp í lyftunni og það eins og mér leiðast lyft ur. Ég hugsa, að ég venjist þeim aldrei. Gvendur og sonur Mag dalenu fóru fyrstir út úr lyft unni. Þeir hringdu fyrst góða stund, vitanlega Var það til einskis, fremur en símahringingarnar. Svo fóru þeir að skrúfa hún inn af. Það er erfitt að skrúfa húna af, en samt ekki sérlega erfitt f.vrir rannsóknariögreglumenn Þeir læra hitt oe betta á nám- skeiðum. sem b°ir fara á bæði hérlendis og erlendis. Svo vttu þeir á liurSina. Það var erfitt. — Ætli hað sé af bví að hún hefur ekki verið smurð svona l°ngi? spurði sonur spákonunn ar. — Ée bpf pkki hugmynd um h-s. sncr«i Gvpridur og leit S okkur Friðrikku. — Var erfítt að opna dyrnar í gær? Við Fríðrikka hristum báðar höfuðin. Það hafði ails ekki verið erfitt fvrir snákonuna að onna dvrnar. hpear við heim- sóttum hana datdnn áður. —■ Þá hlvtur ei+thvað bungt að vera fvrir hurðinni, sagði Gvendur — Hjálnaöu mér að ýta' á hurðina. Svo vttu þeir báðir af öllum kröftum. Um leið og hnrðín onnaðist sá ég =kína í hvítan náttkiól. Veslings snákonan. Hún hafði víst feneið hiartaáfnH um nótt ina og revnt að sækja hjálp. Hvers vovna hafði hún ekki not að símann? — Þetta er mamma, sagði sonur sDákonunnar og svo ýttu þeir meira á hurðina, svo að hann kæmi«t inn. EIRRÖR Kranar, fittings, einangrun o. fl. til hita- og vatnslagna. Burstafell byggingavöruverzlun Réttarholtsvegi S, Sími 38840. Sólþurrkaður saltfiskur Bæjarútgerð Reykjavíkur við Grandaveg. Sími 24345. 10. maí 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ |,5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.