Alþýðublaðið - 25.05.1968, Síða 6

Alþýðublaðið - 25.05.1968, Síða 6
H-DAGUR AÐ MORGN MEÐ ÞÆTTI ÞEIM, sem hér birtist, er lokið að ræða þau atriði varðandi akstur í hægri umferð, sem upplýsingadeild sænsku ríkislögreglunnar lét athuga. Hefur hér í tveimur fyrri þáttum verið fjallað um þessi atriði, og vonandi hafa þau verið til fróðleiks fyrir ís- lenzka ökumenn. Þau atriði, sem einkum þykja varhugaverð fyrir ökumenn á fyrstu dögum hægri umferðar, og sem hér verður bent á, eru: 1. Beygjur í hægri umferð, 2. Vandinn að taka krappar vinstrir' beýgjur á mjóum vegi, og 3. Nokkur varnarorð vegna trufl- ana umhverfisins. ★ TAKIÐ VÍÐA VINSTRI BEYGJU í HÆGRI UM- FERÐ. E:t til vill geta skapazt erf- iðleikar fyrir ökumenn í beygj- um á fyrstu dögum hægri um- ferðar. Þó er til ein algild regla, sem gildir alltaf, þegar beygt er í hægri umferð. Þú tekur alltaf víða vinstri beygju, en krappa hægri beygju. At- hugaðu vel myndirnar nr. 11 A, 11 B og 13. Þær sýna, hvern- ig á að fara að, er vinstri og hægri beygjur eru teknar í hægri umferð. Dökku örvarnar sýna aftur á móti, hvernig ekki á að fara að. ★ UMHVERFIÐ GETUR RUGLAÐ YKKUR í RÍMINU. Vegna óvanans í hægri um- ferð verður ökumaðurinn fyrstu dagana að einbeita sér að því að staðsetja bifreiðina rétt í hægri umferð. Vegna þeirrar einbeitingar má' gera ráð fyrir, að smávegis truflun af völdum umhverfisins geti orsakað það, að ökumaðurinn missi vald á ökutækinu, hann verði gripinn hræðslu, sem^Jeiði til þess, að hann bregðist við samkvæmt vinstri umferðarreglum. Eina ráðið til að freista þess, að slíkt sálarástand skapist ekki, er að aka yfirvegað, reyna að halda sálarró í akstrinum, og umfram allt, halda ökuhraðan- um niðri. ★ GÆTIÐ VEL AÐ í KRÖPP- UM VINSTRl BEYGJUM. Eins og sýnt er með dökku örinnj á mynd nr. 21 hættir ökumönnum að minnsta kosti til að byrja með, til að taka vinstri beygju of þrönga, eins og gert er í vinstri umferðinni. Þetta getur leitt til þess, sé vegurinn mjór, að eftir að beygjutökunni sé lokið, haldi ökumaðurinn á'fram akstrinum á vinstri vegarhelmingi. Munið því ávallt: Víð vinstri beygja, kröpp hægri beygja í hægri umferð. Og svo að lokum örstutt á- bending til ökumanna: Flestar bifreiðar hér á landi hafa stýrið vinstra megin. Þetta gerir það að verkum, að þegar ökumenn ætla að yfirgefa far- artækið, og opna hurðina og ætla út, þurfa þeir að sýna um- ferðinni, sem nú kemur fram með bifreiðinni, sérstaka at- hygli. Þetta er unnt að gera, með því að þjálfa sig í því, að opna hurðina alltaf með hægri hendi. Um leið öðlast ökumað- urinn útsýn aftur á akbrautina. Á MORGUN, H-dag, hefst víðtæk dreifing, á vegum Fram- kvæmdanefndar H-umferðar, til allra bifreiðaeigenda á' landinu á áminningarmerkjum um hægri umferð. Verða merkin til staðar á benzínafgreiðslu- stöðvum um land allt, hjá um- ferðaröryggisnefndum, svo og á lögreglustöðvum. Þá liggja merkin og frammi á fræðslu- miðstöð um umferðarmál, sem er í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík á vegum Fræðslu- og upplýsingaskrifstofu Um- ferðarnefndar Reykjavíkur og lögreglunnar. Þar verður og Umferðarkortabókin af Reykja- vík. Fræðslumiðstöðin er opin í dag kl. 09.00—22.00. Er mjög nauðsynlegt, að ökumenn afli sér, á einhverjum fyrrgreindra staða, tveggja slíkra merkja, og komi þeim fyrir í bifreið sinni, helzt strax á H-dag. — Merkin eru sexhyrnd, með dökkbláum fleti, en utan um flötinn er gul rönd, og á miðj- um fletinum gult H. Öryggislegt gildi áminning- armerkjanna er mikið og því mjög nauðsynlegt, að ökumenn dragi ekki úr hömlu að afla sér þeirra. Merkin á að setja upp á tveimur stöðum í bifreiðinni. Annað á að vera á þeim stað, þar sem bifreiðarstjórinn sér það, um leið og hann stígur inn í bifreiðina, á hliðarrúðu framhurðar bifreiðarstjóra megin. Hitt merkið á að vera á þeim stað, þar sem merkið er bifreiðarstjóranum stöðug á- minning meðan á akstri stend- ur. Kemur þá mælaborð bif- reiðarinnar helzt til greina og er æskilegasti staðurinn. Nauð- synlegt er, að merkin séu færð til öðru hvoru. Þau merki, sem nú fara til dreifingar, eru yfir 300 þús. talsins. Síðar í sumar verður síðan dreift áminningarmerkj- um af sömu gerð, en litasam- setning í því vcrður á annan veg en í þessu merki. Á um 1500 stöðum við þjóð- vegi landsins verður komið fyr- ir áminningarmerkjum af sömu gerð og lögun og sett verða í bifreiðar, nema mun stærri. Eru merkin aðallega við beygjur, á hæðarbrúnum og á þeim stöð- um. sem þeirra er mest nauð- syn. UMFERÐARNEFND REYKJAViKUR LDGREGLAN i REYKJAViK LANDSPRÓF 'I NÁTTÚRUFRÆÐI ÁRIÐ 1968 Náttmufræöi I. í spurningum 1.. 20. eru tiltekin svör, ýinist 8 eða 5 við hverri. A3- eins eitt þeirra er rétt. Auðkennið rétta svarið með krossi í viðeig andi reit. Svar er ógilt, ef krossað er £ fleiri en einn reit. 1..6. Svarið þessum spumingum um eftirtalda fiska: >Er fiskurinn a) harð uggaður, b) eyruggalaus, c) kviðuggalaus, d) tannlaus, e) sund magalaus; hefur hann f) skásporð, g) fleiri en fjóra staka ugga, h) veiði ugga.' Flyðra, Síld, Karfi, Steinbítur, Loðna, Þorskur. 7.-10. Hvað er rétt í eftirfarandi staðh æfingum? Svartsnígill a) ber kuðimg á bakl sér, b) hefur tvö augu, c) andar með lofteðum, d) er einkynja, e) lifra hans lifir í vatni. Frtimdýr eru a) smæst allra líf. vera, b) frumbjarga, c) geta ekki hreyft sig úr stað; d) sum frumdýr hafa um sig kalkskel, e) sum hafa sogfætur. Túnfíll a) ber mörg og smá blóm, b) fá og stór blóm; c) frævist af vindi; d) hefur græn bikarblöð, e) digran láréttan jarðstöngul. Hjartarfi er af a) hjartagrasaætt, b) arfaætt; c) hefur hjartalaga blöð; í blómi hans eru d) fjögur krónu blöð, e) fjórir frævlar. \ 11-12. Hvað er (undantekningalítið) sam eiginlegt með sóleyjaætt og rósa- ætt?^ a) stólparót, b) handstrengjótt blöð, e) fleiri blöð í bikar en krónu, d) margir frævlar, e) aldinið hýðisald in. Hvað greinir á miili sóleyjaættar og rósaættar? a) sætni blómanna, b) , blómskipun in, c) gerð stöngulsins, d) blaðlögun in, e) fjórdeild blóm í annarri, fimm- deild í hinni. 13..16. Trjáplanta nokkur ber ein- kynja blóm, sem sitja í þéttum blóm skipunum og frævast af skordýrum. í hverju aldini eru mörg loðin fræ. Nokkrar tegundir sömu ættar vaxa hér á landi, en þessi er þeirra smá vöxnust. Er aldin þessarar tegundar a) steinaldin, b) ber, c) hneta, d) hýðisaldin, e) köngull? Er hún a) rósaættar, b) víðiætt- ar, c) birkiættar, d) lyngættar, e) berfrævingur? Heitir hún a) sortulyng, b) einir, c) fjalldrapi, d) smjörlauf, e) kræki lyng? Vex hún £ a) skógum, b) móum, e) flóum, d) blómlendi, e) görðum. 17. Hvaðan eða hvernig fær grasið kolefni? a) við öndun, b) úr jarð_ vegi, c) úr áburði, d) úr vatni, e) úr lofti. 18. Hvert er hlutverk hvitu háranna á kolli fífunnar? - Að a) dreifa fræj. um, b) annast vindfrævun, c) taka á móti frjókornum, d) vekja athygli skordýra, e) hindra útgufun. ( 19. A hvaða plöntum myndast gróin í leggjuðum hlrzlum á stöngulendan um? _ a) burknum, b) elftmgum, c) mosum, d) hattsveppum, e) myglu sveppum. 20. Hvernig má forðast eða lækna skyrbjúg? - Með því að a) taka lýsi, b) borða grænmeU, c) borða egg, d) neyta kalkauðaugrar fæðu„ e) stunda sólböð. Náttúrufræði II. 21.. 25. Lýsið gerð mannseyra, gjama með teikningu og skýringum við. Skrifið ekki um hljóð og heyrn. 26.-30. Gerið grein fyrir sogæðum og eitlum. 31.. 38. Nefnið fjögur af steinefnum mannslíkamanss, og tilgreinið um hvert þeirra einhverja fæðutegund, er sé auðug af því. 39.-42. Hvaðan og hvaða leið fá fóst ur flestra spendýra annars vegar og fugla hins vegar næringu? 43..50. Nefnið sjö tegundir hryggleys ingja, sem menn veiða úr sjó og hagnýta. Takið fram um hvei-ja teg und, af hvaða dýraflokki hún er, og getið um, til hvers aflinn er notaður ef hann er ekki fyrst og fremst hafður lil manneldis. 51.-55 Skýrið sem nánast, hvernig jurt ir af ertublómaætt bæta jarðveginn, sem þær vaxa i. _ Nefnið til dæmis tvær innlendar tegundir þeinar ætt ar. 56.-60. Lýsið í fáum orðum ofanjarð arstöngli og blaðum grasa. Að hvaða leyti er stöngull staranna frábrugð lnn? SMURT BRAUÐ SNITTUR-ÖL - GOS Opið frá 9 til 23.30. - Pantíð tímanlega í veizlur. BRAUÐSTOFAN Vesttircötu 25. Sími 1-00-12- 5 25- maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.