Alþýðublaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 2
fUtstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Grðndal. Simar: 14900 — 14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. - Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Askriftargjald kr. 120,00. — í lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið bf. Á þriðja degi Hægri umferð er hafin á ís- landi. Fyrsta daginn gekk allt vel, þrátt fyrir gífurlega þátttöku öku manna í æfingum á götum bæj- anna og jafnvel þjóðvegum. Ljóst er, að öll þjóðin hefur tek ið þátt í breytingunni með heil- um hug, staðráðin í að brosa að mistökum og láta allt ganga vel. Það er jafnan ánægjulegt, þegar landsfólkið getur sameinazt um mál og einbeitt sér að einu og sama verkefni. Þá sést máttur samtakanna bezt, sá máttur, sem þjóðin getur beitt, þegar þess er þörf, ef hún ber gæfu til. Ljóst er einnig að undirbúning ur undir breytinguna hefur verið mjög góður og eiga þeir þakkir skildar, sem þar hafa verið að verki, stjórnendur jafnt sem ó- breyttir umferðaverðir. Öll fjöl- miðlunar- og áróðurstæki nútím- ans voru tekin í þjónustu hægri umferðari'nnar og árangurinn varð mikill. Er raunar hrolivekj- ■andi að hugsa til þess, hve mikl um áróðri er hægt að koma við með nútíma tækni á þvx sviði, þegar henni er allri beint að einu marki. Fólk í einræðisríkjum upp lifir, að þessi tækni sé notuð allan ársins hring í þágu einræðisherr anna og stjórnmálastefnu þeirra. Ýmislegt kann að vera umdeil anlegt í hinni nýju hægriumferð. Til dæmis greinir Reykvíkinga mjög á um, hvort rétt hafi verið farið með Hverfisgötu og Lauga- veg. Reynslan mun skera úr því, en þar til hún fæst, gildir regla H-dagsins um að brosa að mis- tökum sjálfna sín og annarra. Ekki verður því neitað, að gífur legir umferðahnútar hafa verið í hægriumferðinni í Reykjavík. Þeir stafa að einhverju leyti af þeirri ástæðu, að sjálf umferðin var á sunnudag meiri en nokkur dæmi eru um áður. Ef þeir ekki lagast til muna á næstu dögum, verður að telja þá alvarlega mis- smíð á hægriakstri, sem erfitt getur reynzt og dýrt að lagfæra. Hin gífurlega umferð á sunnu- dag er að sjálfsögðu einstök. Hins vegar er rétt að gera sér grein fyrir, >að umferðin vex statt og stöðugt. Eftir nokkur ár verður hún alla daga eins mikil að bíla- fjölda og hún var á sunnudag. Svo stórbrotið er vandamálið sem leysa verður á einn eða ann an hátt á komandi árum. Miklar deilur voru um umferð arbreytinguna, áður en hún var gerð. Telja má líklegt, að enn séu margir, sem telja hægriumferð dýrustu vitleysu, sem íslending- ar hafi gert. En þetta fólk hefur lotið vilja meirihlutans og tekið heiðarlegan þátt í breytingunni. Það er mikils virði. Þeir eru án efa fleiri, sem telja breytinguna mikla framför og minna á, að það hefði kostað mörg um sinnum meira að breyta eftir nokkur ár. Ekki verður vefengt, að grundvöllur hefur skapazt fyr ir meiri og betri umferðamenn ingu en hér hefur verið , og er það mik'ð fagnaðaref-ni. 1 Punktar HEIMSÓKN HERSKIPANNA Oístækisfullir kommúnistar sáu til þess, að heimsókn fimm herskipa frá jafnmörgum mis- munandi þátttökuríkjum Atlants hafsbandalagsins vaktj mikla athygli. Skrílslætin við höfnina og rauða málningin voru engum til sóma eða gagns, sízt af öllu Æskulýðsfylkingunni. Virtist þetta jafnvægislausa fólk ekki gera sér ljóst, hverju það ætlar að mótmæla við l’.vern. Það bar spjöid um Vietnam og Che Gue- vara, sem ekki koma Atlantshafs bandalaginu við. Mótmælin voru gerð, þar sem brezkt, holl- enzkt og norskt skip lágu. Eng in þessara þjóða tekur þátt í Vi etnam ófriðnum, og kommúnist um hefur þótt afstaða hollenzka þingsins og norsku stjórnarinn- ar til þess máls ágæt. Þessi skammarlegu ólæti á bryggjunni í Reykjavík voru því út í hött og gátu engum gert gagn. Virð- ast ungkommúnistar þjást af innibyrgðri þörf til að láta illa, enda hafa þeir yfir fáu að gleðj ast nú á dögum. Mikið hcfur verið um varnar- bandalög ríkja á milli í sögunni. Hafa þjóðir þá gert með sér, samninga um, að þær skuli styðja hver aðra, ef á þær er ráð izt eða ef einhverjar aðrar þjóðir gerast áleitnar. Atlantshafsbandalagið er að einu mikilvægu leyti með öðru sniði. Það lét ekki nægja að semja um gagnkvæma aðstoð, ef á eitthvert bandalagsríkjanna yrði ráðizt, heldur var sett upp sr.meiginleg herstjórn, sem bjó sig á friðartímum undir að fram kvæma hina gagnkvæmu aðstoð. Þetta er megin einkenni At- lantshafsbandalagsins. Það hef- ur nú þegar komið á því hernað arlega samstarfi, sem áður hef- ur ekki komið til skjalanna fyrr en eftir ófriðarbyrjun. Stafar þetta að sjálfsögðu af hraða nú- tímans. Það mundi ekki gefast tóm til að koma upp slíku skipu- lagi, ef beðið væri með það þar til ófriður hefur brotizt út. Flotadeildin, sem hér kom í heimsókn, var eitt dæmið um þetta nána samstarf, sem At- lantshafsbandalagsríkin hafa með sér. Herskip fimm þjóða sigla saman undir sameiginlegri stjórn og æfa sig undir að gegna sam- eiginlegu hlutverki. Það er þetta nána hernaðar- lega samstarf í NATO. sem Frakkar hafa sagt sig úr. Hins vegar hafa þeir ekkj sagt sig úr bandalaginu sjálfu og telja, að þeir mundu eiga að koma til hjálpar upp á gamla mátann, ef ófriður brytist út. íslendingar taka engan þátt í hern.samstarfi Atlantshafsbanda lagsins, nema hvað þeir hafa leyft -dvöl varnarliðs í landi sínu, en það er hlekkur í varn- arkeðju frá Tyrklandi til Noregs, Kanada og Bandaríkjanna. Hins vegar hefur þátttaka íslendinga einskorðazt við Atlantshafsráð- ið, sem hér mun lialda fund sinn í næsta mánuði. Það er ekki hernaðarstofnun, heldur sam- koma stjórnmálamanna, fyrst og fremst utanríkisráðherra við- komandi þjóða. íslendingar hafa haft margvíslegt gagn af setu sinni í þessu ráði, til dæmis í landhelgismálinu. En meginþýð- ing ráðsins er að móta starf og stefnu bandalagsins í heild, enda er þetta æðsta stofnun þess. Vegna legu íslands í Norður- Atlantshafj eru herskipakomur hingað tíðar. Yfirleitt eru við- komandi skip á æfingasiglingu. Mörg koma til hafnar í nokkra daga til að taka vatn og hleypa áhöfninni á fast land. Önnur sigla með ströndum fram einS og rússnesku skipin. Sumir ís- lendingar láta sér fátt um finn- ast þessar siglingar. En það er mikil hræsni að segja ekkert, þegar frönsk skip koma hér, en halda uppi óspektum, þegar skip- in eru brezk, amerísk, hollenzk, þýzk og norsk. Bréfa— KASSINN Eítir H-dag Nú er H-dagur um garð genginn og h-dagar teknir við: var gott til þess að vita, hve hinn fyrsti tókst vel, jafnt í Stór-Reykjavík sem annars staðar, og vonandi, að svo haldi áfram sem horfir: að slysum fækki og bílstjórar og fótgangendur temji sér meiri varúð og aukna tillitssemi í hinni ört vaxandi umferð hér á landi. Má þá með sanni segja, að milljónunum, sem varið var til umferðarbreyt- ingarinnar, hafi ekki verið eytt til ónýtis. - O - Það var óneitanleg tölu- vert nýjabragð að því að ferð- ast um borgina í fyrradag; það var eins og maður væri staddur í erlendri borg eða á öðrum hnetti: allt var öfugt við hið gamalgróna og venju- lega. En hægðin og rólegheit- in gerðu það að verkum, að menn héldu sönsum og fóru sér og öðrum ekki að voða. Það var skynsamlegt ráð að lækka hámarkshraðann svo mjög — því að ella hefði áreiðanlega margur staðið ver að vígi eftir daginn en raun varð á. - O - Við skulum nú vona, að í önn og amstri hversdagsins gleymist okkur ekki að halda áfram að'fara varíega og líta vel í kringum okkur, hvort sem við erum í bíl eða utan. Við megum ekki gleyma því; að vaninn sljóvgar eftirtekt- ina og viðbragðsflýtinn — enda guldum við þess óspart í vinistri umférðinnii; allt v.^r orðið svo ofboð venjulegt og hefðbundið, að sumum virtist vart þörf á að sýna varúð til vinstri. Látum það ekki henda okkur í H-umferð. Vegfarandi. 2 28. maí 1988 ALÞÝÐU8LAÐÍÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.