Alþýðublaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.05.1968, Blaðsíða 5
Eggert G. Þorsteinssen í sjémsnnadsgsræðunni: TILKYNNINGARSKYLD EYKUR ORYGGI SJÓMANNA Eggert G. Þorsteinsson sjávarútvegsmálaráðherra flutti ræðu við hátíð Sjómannadagsins á sunnudag. Ræddi hann margvíslegt löggjafarstarf fyrir sjávar útveginn, en fjallaði sérstaklega um tilkynningar- skyldu fiskiskipa. Um það mál sagði ráðherrann: í endurteknum samþykktum Slysavarnarfélags íslands, Far- manna og fiskimannasambands ins og margra fleiri aðilja er láta sig öryggi sjófarenda skipta, hefur verið skorað á hlutaðeig- andi yfirvöld, að setja lög' og reglugerð um tilkynningar- skyldu fiskiskipa. Sú hugsun hef ur 'legið að baki þessum sam- þykktum, að betur mætti fylgj- ast með ferðum skipa og auð veldara yrði um, að veita aðstoð, ef þörf krefði. Eftir ítarlegar umræður og at huganir, sem staðið hafa yfir á annað ár voru hinn 17. maí sl. sett bráðabirgðalög um heimild; til setningarreglugerðar um til- kynningarskyldu fiskiskipa til sérstakar miðstöðvar í landi.og í kjölfar umræddrar lagasetning ar, var í fyrradag staðfest og út- gefin reglugerð samkvæmt heimildum fyrrgreindra bráða- birgðarlaga. Ríkisstjórnin hefur nú ákveð ið að taka upp samninga við Slysavarnarfélag íslands um rekstur miðstöðvar til fram- kvæmdar á reglugerð þessari. Þessar aðgerðir til aukins örygg is, eru tvímælalust skref fram á við til að draga úr nagandi ó- vissu og kvíða um sjófarendur. Framangreind lög og reglugerð má sín þó lítils, nema til komi öflugur vilji til að hlíta ákvæð um þeirra. — Þess er að yænta að svo verði og þótt það kunni að taka nokkurn tíma að allir skipstjórnarmenn líti á' það sem sjálfsagða skyldu sina að full- nægja þeim skyldum, er ákvæði laga og reglna Ieggja þeim á herðar, þá má það aldrei fæla okkur af réttri braut. Endurbætur og endurskoðanir á þessum reglum þurfa í ljósi reynslunnar, að sjálfsögðu að eiga sér stað og mun með því fylgzt. — Þeim aðiljum sem kann að finnast til of mikils ætl azt af sér með reglugerð þessari mætti gjarnan verða hugsað til aðstandenda skipshafna í landi og alls þess ótta og kvíða er um- lykur þá, þegar engar fréttir berast af skipi um óeðlilega lang an tíma. Hver þarf næst á aðstoð að halda á hafinu? Þar um getur engin spáð nú fremur en áður fyrr, þrátt fyrir stórlega bættan. skipakost og aukinn öryggisút- búnað um borð. Með hliðsjón af framan- greindum atriðum er ástæða til þess nú og hér, að skora á alla skipsstjórnarmenn fis,kiskipa um hverfis landið að fylgja af fremsta megni, settum reglum, og gera tillögur til úrbóta jafn- óðum og reynsla fæst af fram- kvæmd þeirra. Reynsla okkar í áratugi af veðraham og óbætanlegum mann sköðum, knýr okkur til að leita enn meira öryggis íslenzkra sjómanna, við störfin á hafinu. í lo,k ræðu sinnar fjallaði Egg ert um framtíðarviðhorfin og sagði: „Það væri blekking á slíkum erfiðleikatímum þjóðarinnar sem frá hefur greint, ef mála ætti nú upp sérstaklega glæsilega fram þróun í allra nánustu framtíð í sjávarútvegsmálum. í þeim efn- um verðum við og munum enn verða háðir verðlagi afurða okk ar erlendis, fiskigengd og veðr- áttu. Ekki er þó á'stæða til að leggja árar í bát, þótt í móti blási um sinn, enda væri það, að taka und ir málfiutning undansláttar- manna, sem vilja flytja úr landi og telja hér ekki búandi, allt sé mun betra erlendis. „Þá skal marka manninn, er mest liggur á,“ segir gamalt ís- lenzkt orðtak. Vart verða fyrr- greind ummæli talin stórmann- Eggert G. Þorsteinsson. leg, þótt þau geti talizt mannleg í augnabliks erfiðleikum eftir góðæri. Um ófyrirsjáanlegan tíma mun matvælaframleiðsla úr sjó, verða höfuðverkefni okkar ís- lendinga, þótt sjálfsagt sé og nauðsynlegt að leita allra ráða til / GÆR HÓFST í REYKJAVÍK 50 KR. ÁSKORENDAVELTA -- 1 .....i.i" i .. ■ Á VEGUM STUÐNINGSFÓLKS GUNNARS THORODDSENS Tökum höndum saman SKRIFSTOFAN ER í tryggjum glæsilegan sigur Gunnars Thoroddsens PÓSTHÚSSTRÆTI 13 SÍMI: 84-500 28. maí 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.