Alþýðublaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 5
SMYRLABJARGAÁ í Austur-Skafta- fellssýslu verður virkjuð á þessu ári Arið 1938 kom fyrst til umræffu á þingmálafundi a Hornafirði virkjun Smyrlabjargár í Suffursveit, þremur árum síffar voru á yfirreiff um Hornafjörff, Jakob Gislason, raforkumálastjóri og "Halldór Einarsson, eftirlitsmaður, og athuguffu affstæffur, varff þaff tll þess aff Höskuldur Baldvinsson var sendur austur ári síffar til aff hefja mælingar og hafa þær staffiff yfir öffru hvoru síffan. Áffur hafði Halldór Guffmiuidsson gert mælingar I Laxá í Nesjum og gerffi Höskuldur þar einnig mælingar og hafa veriff gerffar síffar. S.I., fimmtudaginn 30. maí, boffaði Valgarff Thoroddsen, rafveitustjóri Rafveitna ríkisins, fréttaritara blaffa og útvarps á sinn fund aff Hótel Höfn, Hornafirði og skýrffi þeim frá tilgangi komu sinnar og þeim framkvæmdum sem nú ætu aff hefjast viff Smyrlabjargará. Fórust honum orff á þessa leið: „Raforkumálaráðherra Ing. ' ólfur Jónsson hefir lagt fyrir Rafmagnsveitur ríkisins að hefja virkjun Smyrlabjargaár nú á þessu sumri. Undirbún- ingi undir þær framkvæmdir er þegar lokið og byrjað verð ur nú eftir helgina að leggja háspennulínuna frá virkjun- inni til Hornafjarðar. Á sama tíma verður auglýst eftir til- boðum í byggingarframkvæmd ir við virkjunina og vegagerð upp að stíflugerð verður þá einnig hafin. Framkvæmdarað ilar um allt verkið verða verk takar, þ.e. við sjálf byggingar mannvirkin, stöðvarhús, þrýsti vatnspípur og stíflu, en Raf- magnsveitur ríkisins annast hinsvegar sjálfar niðursetningu allra véla, uppsetningu há. spennulínu og tengivirkjana. Vegagerð ríkisins annast vega lagningu. Ætlunin er að vinna allt verk ið í tveimur áföngum, þannig að sjálfri stíflugerðinni verði lokið næsta sumar, þó gerum við ráff fyrir að nokkur fram. leiðsla geti hafizt fyrrihluta næsta árs, án þess að stíflu- gerð sé að fullu lokið, en það verður þó takmarkað örku- magn, þar íil lokið er að fullu við stífluna. Stærð þessarar virkjunar verður 1200 kw og er það um tvöfalf. það magn, sem núver- andi dieselrafstöð á Höfn fram leiðir, en sú stöð verður látin standa, sem vararafstöð. Vegna þess aff Smyrlaþjargaá er fyrsta vatnsaflsstöðin, sem Rafmagnsveitur ríkisins þyggja, eftir að breyting varð á skipu. lagi þeirra með samþykkt Orkulaga, þykir mér rétt að rekja hér nokkur atriði í raf- .væðingarmálum. Rafmagnsveitur ríkisins hafa á undanförnum árum verið reknar með fjárhagslegum halla, sem stafar af rafvæðingu og rekstri í strjálbýli án sam- hliða sölu í þéttbýli, og fjár- hagslega óæskilegum virkjun. um, þ,e. dieselrafstöðvum sem Rafmagnsveitur ríkisins hafa verið látnar byggja víðsvegar um landið. Afleiðing þessa hef ir veriff hátt rafmagnsverð í strjálþýlinu og auk þess hafa rafmagnsveiturnar orðið fjár- hagslegur baggi á ríkissjóði. Til þess að gera hér nokkra bót á voru samþykkt' lög á Alþingi, í þrem liðum: 1. ) Um niðurfellingu tiltek- inna skulda, 2. ) jöfnunargjald á rafmagni, 3. ) að Rafmagnsveitur ríkisins voru gerðar að sjálfstæðu rekstrarfyrirtæki og tekn- ar úr fiárhagslegum tengsl um við ýmsa -aðra þætti orkumálanna. Eftir samþykkt þessara laga var síðan til þess ætlazt að Rafmangsveitur ríkisins stæðu á eigin fótum fjárhagslega. Rafmagnsveiturnar byrjuðu þegar á ráðstöfunum til þess að geta fullnægt þessu og gerffu og eru að gera ýmsar ráðstafanir varðandi hag kvæmni í rekstri, sem of langt yrði hér upp að telja. Fyrsta skrefið í bættri hagkvæmni í virkjunarmálum er hér í Horna firði með virkjun Smyrlabjarg aár, sem jafnframt gerir okk. ur mögulegt að láta íbúum þessa héraðs í té raforku til alhliða notkunar, óháða trufl- unum af völdujn ísa. margskon ar aðflutningsörðugleika og verðlagsbreytinga á olíu. Með því að gera bændum almennt víða mögulegt að nota raf- orkuna einnig til hitunar, hag nýtum við einnig betur þær dýru flutningalínur rafork. unnar, sem þegar hafa verið byggðar og væntanlega verða lagðar að hverju byggðu bóli á landinu. Það sem nú er aff hefjast hér við Smyrabjargaár, þarf vissu- lega að gerast víða á landinu, leysa dieselstöðvarnar af hólmi og vinna raforkuna úr innlend um orkulindum, það er ekki metnaðarmál, heldur fjárhags- legt hagkvæmnismál. í mörg horn er að líta og víða er pott ur brolinn, að undanskildu Suðvesturlandi og Mið-norður- landi, þar sem Landsvirkjun og Laxárvirkjun annast þessi mál. í þessu sambandi er þó að- gætandi að eitl hérað stendur betur að vígi en annað um öfl un hagkvæmrar raforku og .reksturs almennt og koma þá fram aðskilnaðar hugmyndir. Það er eitt sjónarmið fyrir sig að greina þetta sundur, af. henda einstökum héruðum það sem getur borið sig, en láta ríkinu eftir það eitt sem enga möguleika hefir til að bera sig og ætla ríkissjóði síðan að borga allan brúsann, bæði stofnkostnað og árlegan rekst urskostnað. Þetta er sjónarmið sem nokkuð er áberandi, en að mínu áliti er þetta ekki æskilegt fyrir heildina og ekki líklegt til örfunar á almennri rafvæðingu í landinu. í öðrum löndum í hinum vestræna heimi er þetta á ýmsa vegu, í Noregi byggir ríkið stærstu orkuverin, en styrkir héraðsrafmagnsveitur til rafvæðingar síns strjálbýl- is, en þar eru nær óteljandi mismunandi raforkutaxtar. í Skollandi, Englandi, Frakk landi og á Ítalíu er aðeins ei'h rafveita í hverju landi fyrir sig, ríkisrekstur, þar er svo- til eitt verð hvar sem er í við- komandi landi og rafveiturn- ar kosta sjálfar rafvæðingu strjálbýlisins. í Svíþjóð er svipað fyrirkomulag, sem í Noregi, en þar virðist stefna í sömu átt og í hinum fjórum löndunum. Ég þekki ekkert land þar sem ríkinu er afhent það eitt í raforkumálum, sem enga möguleika hefir til að geta bor ið sig og vonandi verður það ekki hér. Ég vona að Rafmagnsveitur ríkisins geti haldið áfram á sömu braut sem hér er farin með virkiun Smyrabjargaár og geti þannig bætt fjárhags. afkomu sína til þess að hafa bolmagn til að hraða rafvæð- ingu landsins og til þess að gefa landsmönnum á sínu orku veitusvæði möguleika til al- hliða raforkunotkunar frá inn lendum orkulindum. Þess skal að lokum getið að við teljum nokkra möguleika á að síðar verði hægt að 'stækka þessa virkjun nokkuð og að tillit er tekið til þess við þá virkjun sem nú er að hefjast. Kr. Pést- og simamálastjórhin óskar eftir tilboðum í byggingu stöðvarhúss á Skálafelli í Mosfellssveit. Útboðslýsingar verða afhentar í skrifstofu tækríideildar á 4. hæð Landsímahússins eftir hádegi 5. maí 1968. Arður til hluthafa Á aðalfundi H.F. Eimskipafélags íslands, 24. maí 1968 var samlþykkt aö greiða 7% — sjö af hundraði — í arð til Iilut- hafa, fyrir árið 1967. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Sextugur: vegaverkstrc j” í BúSardal Síffastliffinn hvítasunnudag varð sextugur Magnús Rögn- valdsson vegaverkstjóri í Búð ardal. Hann er einn þeirra framkvæmdamanna, sem hvað mest mæðir á í hans byggðar. lagi, en jafnframt starfsamur og traustur í félagslífi og raun ar hverju velférðarmáli Dala- manna. Það gerist nú fátíðara en áð- ur, að menn vinni hin daglegu störf sín ekki aðeins af áhuga heldur og trú. Magnús er einn þeirra, sem þetta verður sagt um. Hann er eins og sál síns byggðarlags, ver ævi sinni til að bæta vegasamband um Dal ina og milli þeirra og annarra landshluta, en gerir hvern af- kima og hvern hól lifandi með sögum sínum og minningum. Hann á sér ekkert áhugamál meira en að skila ævistarfi sínu sem bezt af hendi, enda liggur þegar eftir hann mikið verk í vegamálum. Hefur hann bæði kunnað þá list að leggja góða vegi með verka- mönnum sínum og vélum þeirra, og að sannfæra ráða- menn um þörf fyrir þetta verk efni eða hitt og fá þá þannig til að afla fjár til framkvæmda. Fyrri kona Magnúsar var Elísabet Guðmundsdóttir, sem fórst í flugslysi við Búðardal 1947. Seinni kona hans er Krist jana Ágústsdótlir. mikil dugn aðarkona, og eru þau hjón sam hent í starfi fyrir mörgum ó. hugamálum og samrýmd með afbrigðum. Mjög er gestkvæmt á heimili þeirra í Búðardal og sífellt aðdánuarefni vinum þeirra, hve langt fölskvalaus gestrisni þeirra nær. Áhugamál Magnúsar eru mörg. Hann grúskar í göml- um fræðum og lætur sér ekk ert óviðkomandi, sem .liðnar kynslóðir hafa gert í því byggð arlagi, sem hann elskar og um- gengst. Hann slarfar fyíir skógrækt og fyrir félagsheim. ili og mörg önnur góð málefni, sem honum finnst, að muni auka veg eða fegurð byggðar- innar. Þeir eru margir, sem senda Magnúsi Rögnvaldssyni be»’ u afmælisóskir, þótt ha"n bafi kosið að sigla um úthafið á þessum merkisdegi. Benedikt Gröndal. 5. júní 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.