Alþýðublaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 3
a Dagur Akureyrar á sjávarsýningunni í dag- ei* dagur Akureyrar á sýningunni íslendingar og hafið, í sýningarhöllinni í Laugardal. í tilefni dags'ins efna Akureyringar til skemmtunar í höllinni í kvöld og hefst hún kl. 8.30. 15 manna hópur kemur í dag frá Akureyri til að skemmta gestum sýningar. innar. Þessir skemmtikraftar koma fram: Eiríkur Stefánsson syng. ur einsöng og dóttir hans, Þorgerður, 14 ára leikur undir á píanó. S’igrún Harðardóttir syngur nokkur lög. Hljómsveit Ingimars Eydal, ásamt Þorvaid'i Ilalldórssyni og Helenu Eyjólfsdóttur. Hvítasunnuhelgin fór mjög vel fram um allt land og urðu mjög fá óhöpp í umferðinni. Menn virtu hraðaákvæðin og óku gætiiega. Vegir voru fremur slæm'ir, en umferð hins vegar mikil, einkum í grennd við þéttbýli. Sýningardeild sína byggja Akureyringar upp að mestu út frá höíninni. Allmargir að. iljar sýna þar framleiðslu sína. Má þar nefna Slippstöðina h.f., sem stofnsett var árið 1952 og er orðin stærsta atvinnufyrir- tæki á Akureyri, ef KEA eitt er undanskilið. Slippstöðin hefur frá upphafi smíðað 29 báta og skip allt að 550 lest- um. í þeim tilgangi hefur hún rekið tvær dráttarbrautir, aðra fyrir báta allt að 150 tonnum auk hliðarfærslu. Sú stærri er komin talsvert tíl ára sinna og hefur verið rifin, en í hennar stað stendur nú yfir smíði nýrrar drátlarbrautar fyrir allt að 2000 lesla skip og verður hún tekin í notkun um mánaðamótin júlí ágúst. Kristján Jónsson og Co. sýn ir fiskafurðir, bæði til innan- landsneyzlu og til útfiutnings. Fyrirtækið hefur starfað frá árinu 1947. Verksmiðjan hef- ur framleitt gaffalbita úr allt að 500 tunnum af síld á ári, sem skilar útflutt 25.5 milljóij um króna. Kaupfélag Eyfirðinga sýnir frá skipasmíðastöð, útgerðar. Framhald a* 11. síðu. Teflir skák og skrifar um íþróttir SKÖMMU fyrir helgina hitti fréttamaður Predrag Ostojic skákmann frá Júgóslavíu, og varð hann góðfúslega við þeirri ósk að rabba nokkur orð um sjálfan sig og skákmótið, sem hann tekur þátt í hér á' landi um þessar mundir. Hafið þér tekið þátt í mörg um mótum erlendis áður? Já, ég hef íeflt á nokkrum mótum utan heimalands míns. Til dæmis hef ég tekið þátt í tveimur Hastings-mótum, fjór- um sinnum^ief ég teflt á mót um í Ilollandi og tvisvar i Monte Carlo. En þér hafið tekið virkan þátt í skáklífinu í heimalandi yðar, og sigruðuð á skákþingi Júgóslavíu síðast, er það var haldið? Jú, það er rétt, að ég hef teflt talsvert heima. Hins veg- ar var ég ekki einn um hituna að sigra á síðasta Skákþingi Júgóslavíu, þar sem við vorum tveir, sem skiptum með okkur fyrsta og öðru sætinu á mót- inu. Skákþing Júgóslavíu fór síðast fram í Slóvaníu, sem er eitt af sex lýðveldum Júgóslav íu. Hvaða atvinnu stundið þér i heimalandi yðar? Ég er íþróttafréttaritari og sé um allt það, sem varðar skák í blaði mínu, Politica. Þess vegna verð ég að nota þær'fáu frístundir, sem gefast á meðan mótið stendur yfir, til að skrifa um mótið og senda heim. Mér sýnist, að mér gefist þrisvar sinnum tóm til að vinna að þessu á meðan mótið stendur. Þér eruð ekki eini blaðamað urinn, sem eruð þekktur fyrir skák, því að ef ég man rétt, þá er Gligoric einnig blaðamaður? Nei, það er ekki alveg rétt. Reyndar er Gligoric ekki leng ur blaðamaður. Hann starfar nú við útvarp og sjónvarp, en hann starfaði áður við biaða- mennsku. Hafið þér hitt og teflt við Friðrik Ólafsson, áður? Ég hef einu sinni séð Frið- rik, en það var, þegar hann tók þátt í svæðamótinu í Belgrad árið 1958. Hins vegar hefur mér aldrei gefizt tækifæri til að tefla við hann. Hvað viljið þér segja um mótið, sem þér takið nú þátt í hér í Reykjavík. Ég tel þetta mót muni verða mjög strangt, enda taka sex stórmeistarar þátt í því. Ég hef aldrei áður mætt þeim stór- meisturum, sem hér tefla, þó að ég hafi teflt við ýmsa aðra ' stórmeistara, svo sem Stein, Predrag Ostjoic Suetin, Cholmov, Gligoric, Matanovich, Matulovich og Par ma. Þér eruð alþjóðlegur meist ari, en teljið þér, að vður tak ist að vinna yður hálfan stór- meistaratitil ó þessu móti? Það er engan veginn auðvelt að svara þessari spurningu. Þetta mót verður strangt og erfitt að segja nokkuð fyrir- fram um hugsanlegan ál'angur. Ég tel Addison hafa meiri möguleika á því en mig. r Skákmótiö hafið Skákmótið til minningar um Daniel Willard Fiske hófst í Tjarn- arbúð á hvítasunnudag með hátíðlegri athöfn. Fluttu ávörp við setn’ingu mótsins Hólmsteinn Steingrímsson, formaður Taflfélags Reykjavíkur, Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra og Carl Rölvaag, sendiherra Bandaríkjanna, en Geir Hallgrímsson borgar- sjóri lék fyrsta líiknum fyrir Laszló Szabo í skák hans Mð Evgeníj Vasjúkov. Urslit í fyrstu umferð urðu þau, að Bragi vann Inga R. Jó- hannsson, Mark Tajmanov vann Andrés Fjeldsted, W illiam Addi Nauþgungrtilrgun / Keflayík Klukkan 7.20 að morgni hvítasunnudags var lögregl- unni í Keflavík tilkynnt um það, að ung stúlka hefði þá litlu fyrr orðið fyrir árás manns þar í bænum. Maður þessi var handtekinn um það bil hálfri klukkustund síðar og fluttur í fangageymslu Iög- reglunnar. Við yfirheyrslur kom í ljós, að maðurinn hafði farið inn í um- rætt hús um nóitina án leyfis húsráðanda. Húsið var mann- laust, er maðurinn fór þangað inn. Maðurinn bauð nokkrum gest um til samkvæmis í húsinu og var þar svallað fram eftir nóttu. Síðla nætur voru ekki eftir í húsinu nema ,,gestgjafinn“, ann ar karlmaður til og tvær ungar stúlkur. Önnur stúlkan fór út úr húsinu til að sækja leigubíl, er þarna var komið sögu. Er stúlk an var farin, kastaði „géstgjaf- inn“ hinum karlmanninum á dyr, en réðist síðan á stúlkuna, sem ein var eftir í húsinu með hon um. Samkvæmt frásögn stúlkunn- ar sóíti maðurinn allfast að beldi. Stúlkunni tókst þó að verj henni og beitti hana jafnvel of- ast atlotum hans að mestu. Tel ur hún, að liðið hafi a. m. k. ein klukkustund frá því maðurinn hóf ásóknina þangað til henni tókst að komast út úr húsinu. Stúlkan, sem var með nokkra áverka eftir viðureignina, hefur nú kært manninn fyrir tilraun til nauðgunar. Einnig hefur hús ráðandi kært hann fyrir óheim- ila för inn í húsið og misnotkun á því. Maðurinn, sem hér á hlut að máli, hefur áður komið við sögu lögreglunnar í Keflavík. Hefur líkamsárás. hann m. a. verið kærður fyrir son vann Jón Kristinsson og Ro bert Byrne vann Jóhann Örn Sig urjónsson, en Szabo og Vosjúkov gerðu jafntefli, og skák Wolf- gans Uhlmanns og Predrags Ost ojics fór í bið. Skákum Frey- steins Þorbergssonar og Guð- mundar Sigurjónssonar og Frið- riks Ólafssonar og Benónýs<$> Benediktssonar var frestað. Önnur úmferð var tefld annan hvítasunnudag, og urðu úrslit þessi: Vasjúkov vann Benóný, Tajmanov vann Braga, Byrne vann Guðmund og Ostjic vann Freystein, en Ingi R. og Szabo og Addison og Uhlmann gerðu jafntefli, og skák Jóhanns og Andrésar fór í bið. Skák Jóns og Friðriks var ekki tefld vegna fjarveru Friðriks. Friðrik var löglega forfallaður og hefur verið ákveðið, að hann tefli skákina við Jón síðar. Verð ur hún að líkindum téfld næst- komandi laugardag og sömuleið is mun Friðrik tefla við Benóný sama dag, en skák þeirra var frestað á sunnudag. í þriðju umferð í gærkvöldi tefldu saman: Uhlmann og Jón, Freysteinn og Addison, Byrne og Ostojic, Andrés og Guðmundur Bragi og Jóhann, Szabo og Tei- manov, Benóný og Ingi R. og Friðrik og Vasjúkov. í fjórðu umferð í kvöld tefla saman: Jón og Vasjúkov, Ingi R. og Friðrik, Taimanov og Benóný, Jóhann og Szabo, Guðmundur og Bragi, Ostojic og Andrés, Addi- son og Uhlmann og Freysteinn. Ok lögregluh bíl af sér Um klukkan hálf ellefu á sunnudag'skvöldið urðu tveir lögreglumenn, sem voru á eftirlitsferð um Keflavík í Volkswagenbifreið, varir við grunsamlegan akstur leigubif- reiðar nokkurrar. - Veittu lögreglumennirnir leigu bifreiðinni eftirför, en ökumað- ur hennar jók þá mjög hraðann Framhald a" 11. síðu. 5. júní 1968 - AIÞÝÐUBLA0IÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.