Alþýðublaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 16
AÐ gefnu tilefni vil ég undirrit- aður taka fram, að þau ljóð, sem birzt hafa í Þjóðviljanum að undnförnu, eru ekki eftir mig, heldur nafna'minn. Guðmundur Hallvarðsson. MOGGI. Ef það er satt að eins dauði sé annars brauð, þá hlýtur eins brauð að verá annars dauði. Það er aldeilis ekkert smávegis sem bakararnir hafa á samvizkunni. LOF'fÞETTAR L'MBLOIB- VINSÆLASTA PÍPUTÓBAK í AMERÍKU. , REYKTÓBAK. Kórar í helmsókn Karlakór ísafjarðar og Sunnu kórinn á ísafirði koma í heim- sókn til Reykjavíkur í byrjun júní. Á þessu vori eru liðin 20 ár frá því að Ragnar H. Ragnar varð söngstjóri kóranna, en hann flutti til ísafjarðar árið 1948 og hefur verið tónlistar- skólastjóri, söngkennari og söng- stjóri þar síðan og unnið að því með fádæma krafti og dugnaði. í tilefni þessa afmælis ferðast kórarnir til Reykjavíkur, þar sem Ríkisútvarpið mun hljóðrita söng þeirra, en í leiðinni verða haldnar tvær söngskemmtanir, í Keflavík fimmtudaginn 6. júní og Gamla Bíói í Reykjavík 7. júní ki. 9. Á söngskemwtuninni koma fr mundir stjórn Ragnars karla kór, kvennakór og 65 manna blandaður kór og auk þess syng ur frú Herdís Jónsdóttir nokk- ur lög einsöng við undirleik söngstjórans, en auk hennar eru 4 einsöngvarar með kórunum. Undirleikari með kórunum er Hjálmar Helgi Ragnarsson. Á söngskránni eru 20 lög eftir erlenda og innlenda höfunda. Af lögum Karlakórsins má nefna Sverri konung eftir Sv. Svein- björnsson í raddsetningu söng- stjórans. Einnig er flutt kvenna kórs útsetning a£ Ave Maria eft ir Schubert með einsöng frú Mar grétar Finnbjörnsdóttur, en blandaði kórinn syngur m. a. Dónárvalsa eftir Joh. Strauss og lokalagið úr Strengleikum Jónas ar Tómassonar. Kórarnir hafa í vor, og eins um tíma í fyrravetur notið kennslu Sig, Demetz Franzsonar, söngkennara, en hann hefur starfað á ísafirði á vegum Tón listarskóla ísafjarðar. Söngskemmtunin í Reykjavík er, eins og áður segir, í Gamla Bíói föstudaginn 7. júní kl. 21. daglegi IIAKstur Lexía í H-speki Kæru börn! Ég hef nú verið beðinn að koma hingað til ykkar og segja ykkur ofurlítið, eða eins og ég hefði nú eiginlega heldur viljað orða það, veita ykkur ofurlitlar leið- beiningar varðandi hægri umferð og þess vegna er ég nú kominn hingað. Eins og þið vitið vafalaust ÖU, að minnsta kosti öll ykkar sem fylgizt með, já þá hefur hægri umflerð verið hér á landinu okkar allar götur síðan í maí þamn 26. Eins og vitri maðurinn sagði einu sinni að það væri of seint að byrgja brunninn þegar barnið væri búið að detta ofaní hann, álít ég persónulega að betra sé fyrir ykkur, börnin góð, að læra umferðarreglurnar í h umferð áður en þið hafið farið ykkur að voða í henni. Ég ætla að byrja að sýna ykkur mynd, sem tekin var af frænda minum af bíl og eins og við sjáum er hann á hvolfi. Það sem gerzt hefur er að bílnum hefur velt, þannig, að hann er ekki lengur á hjólunum heldur snúa þau upp í loftið og liggur bíllinn því á toppnum, eins og kallað er. Þessi maður er ekki ánægður núna, jafnvel þó hann hafi fengið bílinn í happdrætti, því bíllinn hans er ónýtur og hann á ekki aura til þess að ráðast í það að kaupa sér nýjan bíl, jafnvel þótt sum umboð láni í bílunum einhverja upphæð. Svo við byrjum nú, þá er það sem alltaf ber að hafa í huga, að hættan er til hægri, en ekki til vinstri. Þið megið ekki halda, kæru börn, að ég ætli að fara að spóla í ykkur i sambandi við pólitík, ég er nú bara að tala um umferðina. Já, hættan ler nú til hægri, en ekki til vinstri eins og í gamla daga. Þið verðið alltaf að varast hættuna frá hægri og þess vegna held ég persónulega að þið verðið að byrja að læra að þekkja á ykkur hægri höndina. Það er nú höndin sem þið skrifið með, nema að þið séuð örfhent eða þá að þið kunnið ekki að skrifa. Þá er gott ráð að þekkja á sér hægri höndina á því að með henni brúkar maður hnífinn þegar maður sker kjötið á diskinum hjá sér, mema maður noti til þess vinstri höndina. Þið skuluð nú, strax og þið komið heim til pabba ykkar og mömmu spyrja þau hvort þið séuð örfhent og allt það og efa ég ekki að foreldrar ykkar leysa úr þessu litla vandamáli ykkar. Nú, ef það gengur illa að þekkja sundur á sér hendurnar getið þið beðið pabba og mömmu að hnýta rauðan klút við aðra hverja höndina á ykkur. Látið þau samt ekki binda hann of fast, því það gæti auðveldlega stöðvað blóðrásiaa. Þetta mætti hæglega vera silkiklútur eða þá bara léreft off ekki væri gas verra. T.d. utan af kjötskrokk. Nú verðið þið að muna, að ef pabbi og mamma hengja klútinn á vinstri höndina, þá er hin höndin, sem klúturlmt er ekki á, hægri höndin, og hættan er til haegri. Ef hhte vegar pabbi og mamma hengja klútinn á hægri höndína, me höndin sem enginn klútur er á, vinstri höndin og þar af leiðir að hin er sú hægri, nema auðvitað að þið séuð mmS þrjár hendur eða fleiri. Ef þið nú skylduð ruglast í þessu, þá skuluð þið b?ra hlaupa inn til pabba og mömmu og biðja þau að leysa úr þessu litla vandamáli ykkar. í þessu sambandi vil ég benda ykkur á að taka, ég endurtek, taka með sér strætisvagnamið*. til að vera fljótari heim til að spyrja pabba og mömntn, ef þið skilduð lenda í vandræðum langt í burtu að heiman, Strætisvagnamiðar eru nefnilega ódýrari en beinharðir p#». ingar, eins og sagt er. Þar sem ég held að þið séuð öll skynsöm börn, nema þeasi burstaklippti í öftustu röð, sem braut peruna í útidyra- ljósinu mínu í fyrravetur, held ég að ykkur sé þetta alveg ljóst. Hættan er til hægri börnin góð. HÁKARL.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.