Alþýðublaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 15
HðnGURlÓll Framhaldssaga eftir ÍNG8BJÖRGU JONSBGTTU'R Teikningar eftir RAONAR LAR. eflir miðanum.... þessum' litla miða, sem hafði legið und '■ ir dúknum, sem ekki var horn réttur á borði hennar Magda- lenu og ég velti því fyrir mér, hvort ég hefði geymt það ein- hvers staðar í undirmeðvitund inni, sem staðið hafði á mið- anum. Eða réttara sagt, sem senni lega hafði verið rifið af hon. um. Klukkan rúmlega sex var dyrabjöllunni hringt. Það var Ófeigur. Ég var í stofunni að lesa glæpareyfarann minn, þegar hann hringdi og hann sá það strax og hann kom inn. Hann tók bókina upp af borð inu og sagði: — Svo það er frk. Maple og smáþorpsleyndardómurinn. Hefur þér tekizt að upplýsa CRCO BELTIog BELTAHLUTIR áBELTAVÉLAR BERCO Keðjur Spyrnur Framhjól Botnrúllur Topprúllur Drifhjól Boltar og Rær jafnan fyrirliggjandt BERCO er úrvals gæðavara á hagstæðu verði EINKAUMBOÐ VERZLUNARFÉLAGIÐ" SKIPHOLT 15 -SlMI 10199 morðið með þessari lesningu? Ég hristi höfuðið. — Nei, en Magga litla, dótt- ir Friðrikku og Bjössa faldi sig í íbúð Magdalenu. Þú hef- ur kannski frétt af því, að börnin eru fundin? — Nei, það er enn lýst eftir þeim í útvarpinu. — Hún sá morðingjann, sagði ég. — Hún sagði mér það, þegar ég fann þau uppi í íbúð inni í dag. —Jæja, sagði Öfeigur og teygði sig eftir kaffikönnunni. Ég hafði tekið til bolla fyr- ir hann. Ég bjóst jú alltaf við því að hann kæmi fyrir klukk an sjö. Einhvern veginn varð hann að ljúka verkinu, sem hann hafði hafið. — Sagði hún þér, hver morð inginn væri? — Nei, en hún sagði mér, hver hefði verið að flækjast um í íbúðinni að nóttu til og Ieita þar, svaraði ég og hellti í bollann minn. — Og hver var það? — Þú, Ófeigur, sagði ég. Hann hrökk við. Einmitt begar ég spurði hann að þessu hafði hann horft beint á mig. Ég sá, hvað hann varð undr- andi og ég vissi á sömu stundu, að hann var morðinginn. Ég sá augnaráð hans og svipinn á andliti hans og ég vissi, að þessi maður léti ekkert standa í vegi sínum. Sennilega hefði ég látið þetta eins og vind um eyrun þióta, ef hann hefði snúið baki við mér og ég hefði aðeins séð baksvip hans. Þá liefði ég neyðzt til að líta á þetta allt eins og drauma. rugl Mösgu litlu, en nú vissi ég. að hún hafði sagt satt. Ófeigur hafði myrt Magda- lenu og verið fús til að láta dæma Biössa í fangelsi fyrir glæo, sem hann hafði drýgt Hann var morðinginn og hann mvndi myrða mig, ef ég drægi ekkí t-'mann á langinn. Gvendur kæmi heim í síð- asta lagi klukkan átta, en það vissi Ófeigur ekki. Hann hélt, að hann kæmi : ekki heim fyrr en klukkan i - tíu. ' Hann hefúr víst séð það á svipbrigðum mínum, að ég vissi, hvað hann var. Hann andvarpaði og sagði rólega: — Og ég sem var að vona, að ég þyrfti ekki að myrða fleiri. Sittu kyrr, vinan. Hann gekk til dyranna ög aðgætti, hvort þær væru vel læstar, svo kom hann aftur. Hann vissi, hvort eð er, að ég hafði ekki aðra undankomu leið en út um dyrnar. Ég liefði varla farið að henda mér út af svölunum til að losna við hann. Ég gerði það heldur ekki. Mér kom það ekki til hugar. Ég var mállaus af undrun. Ég bjóst nefnilega aldrei við öðru, en þetta væri draumaþrugl Möggu og það þrátt fyrir mið ann, sem hafði staðið út und- an dúknum með harðangurs- og — klausturssaumnum á borðinu. — Ég þarf að tala við þig, sagði Ófeigur, þegar hann kom aftur. — Sittu kyrr, vinan. Drekktu úr bollanum. Ég sat kyrr, en ég drakk ekki úr bollanuro. Mér var al. veg sama um bollann. Ef ég drekk eitthvað rétt áður en ég dey, verður það ekki hálf volgt rjómakaffi. Loksins fékk ég málið aft- ur. — Þú getur ekki drepið mig, sagði ég. — Gvendur kemur fljótlega heim. — Ekki fyrr en klukkan tíu, sagði Ófeigur og leit á klukk una á barskápnum. — Og þá verður þú löngu dauð. Ég sat kyrr og Ófeigur sett- ist handan við borðið. Ég horfði á hendurnar á honum, ég hafði ekki tekið eftir því fyrr, hvað þær voru sterk- legar. Ég gat ekki barizt við hann og sigrað. Ég gat aðeins von- að, að Gvendur kæmi nægi. lega snemma. — Veit einhver annar um þetta? spurði Ófeisur. Ég hristi höfuðið. — Það held ég ekki. Nema Magga litla og svo kannski amma hennar. Hann brosti. — Hver heldurðu að trúi barni, sagði hann. — Nei, ég er öruggur. Ég er að vinna í matartímanum. Ég drep þig og fer aftur niður eftir og á stimpilklukkunni sést. að ég hef verið að vinna í kvöld. Ég fór ekki fyrr en bau hin voru farin í mat. Ég verð þar. þ»g- ar þau koma aftur. És hef unn ið allan matartímann. Það grunar engan mig. — En Gvendur.... sagði ég. — Hann kemur ekki í bráð, sagði Ófeigur. — Hefurðu sagt fleirum betta? Manninum þín um kannski? Ég kinnkaði kollí, en ég sá‘ það á svin hans. pð hann vissi, að ég hafði ekkí minnzt á þetta við Gvend. — Já, ég sagði honum það, sagði ég, en Ófeigur hristi bara höfuð'ð. — Þú sagði honum það aldrei. Þú hringdir í mig í kvöld og sagðir mér, að hann yrði að vinna til tíu. Ég hringdi sjálfur um leið og þú lagðir símann á og reyndi að ná í hann, en til einskis. — En bréfmiðinn hjá henni iniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiia 21 ifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin ii ■■iiiiiiimiiuiiiii 1111111111111111111 Magdalenu.... stamaði ég. Því miður skildi ég það löngu seinna, að ég hefði átt að segja, að ég hefði náð í Gvend, af því að ég var konan hans. Það er auðveldara fyrir eig- inkonur að ná í önnum kafna menn en aðra, það er að segja, ef eiginmennirnir vilja tala við konurnar. — Hvaða bréfmiði? spurði Ófeigur fyrirlitlega. — Ég sá það að vísu, þegar ég var að brenna bréfið á salerninu, að fjórðung þess vantaði. En ég veit, að ég hef glatað því annars staðar en í. íbúðinni. Eins og rannsóknarlögreglan hefði ekki fundið það fyrir löngu ef það hefði verið þar. Ég leitaði um allt. Bæði kvöld ið, sem ég dran hana — já, ég get játað það núna, þvíþað kemst aldrei upp. — Og svo þeear Magga lilla sá mig. Ég vissi, að lögreglan hefði sótt mig, ef þeir hefðu fundið skjalið. — Hvaða skjal? spurði ég. — Nema, hann hikaði ögn. Þú varst í íbúðinni rétt eftir að Magdalena fannst. Kannski þú hafir fundið hornið af mið anum. Já, það væri hugsanlegt, jafnvel þó að ég hafi ekki fund ið það og þó rótaði ég öllu um. Ef það er rétt. • • • Stattu upp. Ég reis á fætur. Það fór hrollur um mig meðan hann virti mig fyrir sér. Eftir langa mæðu, sagði hann: — Hvar er miðinn? — Hvaða miði? spurði ég. — Láttu ekki eins og þú vit- ir ekki, hvað ég er að tala um. Hvar hefurðu falið hann? — Ég hef ekki falið eitt eða neitt, sagði ég og settist aftur niður. — Ég veit, að þú myrt ir hana, Ófeigur. Ég geri ráð KAUPUM HREINAR LÉREFTSTUSKUR PRENTSMIÐJA ALÞÝÐUBLAÐSINS SPORTVEIÐAR FÆ RI Veiðistengur, 10 gerðir. Veiðihjól, 7 gerðir. Laxaflugur og silungaflugur, margar stærðir og gerðir. Línur, gildleiki 0,15 til 0,55. Spónar og maðkabox. LÁRUS INGÍMARSSON, HEILDV. Vitastíg 8 A. Sími 16205. —4 5. júní 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.