Alþýðublaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.06.1968, Blaðsíða 7
HVERT A AÐ FARA í SUMAR? GULLFOSS í HVÍTÁ í ÁRNESSÝSLU. — Gullfoss hefu árum saman lað'að til sín fjölda ferðamanna, enda sérstæi náttúruundur og kunnasti foss íslenzkur. Hann fellur a tveim stöllum, samtals 32 metra hár. Fossinn steypist niðu í um 70 metra djúpt gljúfur, sem alls er 2500 metrar lengd. í nánd viff Gullfoss er Geysir, frægasti goshve íslendinga, og geta ferffamenn því slegiff tvær flugur í eim höggi. V'íff Gullfoss er veitingaskáli. SUÐURLAND FRÁ ÞINGVÖLLUM. — Þingvellir munu nú langv'insælasti sumardvalarstaffur Reykvíkinga, enda liggja þeir vel viff borginni í undrafög u umhverfi. Þar er bæði gisting og greiffasala. \ Þingvöllum er þjóðgarffur sem kunnugt er; iijóffgarffsvörffur er sr. Eiríkur J. Eiríksson, cóknarprestur staðarins, og hefur hann meff þ n mál aff gera, er þjóffgarðinn snerta. Um sögu Þingvalla verður ekki fjölyrt hér, enda mun íiún öllum landsmönnum kunn. SKÓGAR UNDIR EYJAFJÖLLUM. — Skólasetur á vetrum, áningarstaður ferffamanna sumrum. Þar er einnig til húsa Byggðasafn ítangæinga og Vestur- Skaftfellinga, merkilegt Dg fjölbreytt safn frófflegt til skoffunar. Aff Skógum er fallegt og sérstætt umhverfi í skauti Eyjafjallanna, en Eyjafjallasveit er almennt á 'i'in ein fegursta sveit sunnanlands og þó aff víffar sé leitaff. Á Skógasandi er flugvöllur, en ekki er haldið uppi áætlunarflugi þangaff. Á S fcógasandi er einn'ig stærsta átak, sem hér hefur veriff gert til samfelldrar sandgræffslu og tún ræktar á sviffnum söndum. Fyrir vestan Skóga er Skógá; í henni er hinn kunni Skógafoss. Á SLÓÐUM ÞORSTEINS SKALDS ERLINGSSONAR VIÐ HLÍÐARENDAKOT í FLJÓTSHLÍÐ. — Fljótshlíffin er sögu- fræg og sérstaklega fögur sveit, sem heillaff hefur margan ferffamanninn, jafnt 'innlendan sem útlendan. Þarna bókstaf- lega úir og grúir af sögustöffum, enda á miffjum slóffum Njálu. Á Hlíðarenda bjó Gunnar Hámundarson, þar átti Bjarni skáld Thorarensen einnig heima um hríff, — í Nikulásarhúsum, eyðibýli hiff næsta, ólst Nína Sæmunds- son, myndhöggvari upp, — í Hlíffarendakoti voru æskuslóðir Þorsteins skálds Erlingssonar og þaffan er einmitt myndin af minnismerkinu hér fyrir ofan. en þarna fara fram vegleg tveggja daga útihátíffahöld á sextíu ára afmæli Búnaffar. sambands Suffurlands síffar í sumar. Þá er rétt aff geta þess, að í Múlakoti, bænum sem mæffginín Guðbjörg og Ólafur Túbals, gerffu nafnkunnan, er gisti- og greiffasala fyrir ferffa- fólk. Þaff verður áreiðanlega enginn fyrir vonbrigffum, sem sækir Fljótshlíðina og Fljótslilíffinga heim í sumar, fremur en endranær. , DÓMKIRKJAN í SKÁLHOLTI. — Skálholt í Biskupstungum er elnn sögulielgasti staffur jslenzkur, biskupssetur um langa hríð og jafn"raint eitt helzta fræðasetur á landi hér, Fyrir allmörgum árum var hafizt handa um endurreisn Skálholts, sem komiff var í nokkra ' niffur- níffslu, og er þar nú margt eftirminnilegt aff sjá og skoða. Staffurinn stendur liátt og útsýn fögur í góffu veffri. Smíffi nýju kirkjunnar I Sk ílholti hófst ár'iff 1956; er hún nú fullbyggð og listasmíð bæffi ytra og innra skreytt göml im og nýjum I'isíaverkum. Srníffi kirkjunnar frófst þá er níu aldir voru liðnar frá því að b'skupsdæmi var seít á íslandi. Kirkjuna teikn- affi Hörffur Bjarnason, húsameistarí ríkisins. í Skálholti liafa nú i allmörg sumur verið haldn. ar svoncfndar Skálholtshátiðir, kirkjulegar samfccmur með fjölbreytt" trúaríegu og sögulegu efni; verffur væntanlega ein slík nú í sumar og gefst þá tilvaiiff tækifæri aff sækja staðinn heim og kynnast töfrum hans og söguljóma. 5. júní 1968 — ALÞYÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.