Alþýðublaðið - 07.06.1968, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 07.06.1968, Qupperneq 1
 Lýst eftir ungri konu Lögreglan í Bandaríkjunum lýsir nú eftir ungri konu um öll Bandaríkin, en grunur leik- ur á-áð konan sé viðriðin morð ið á Robert Kennedy. Konan, sem klædd var í doppóttan kjól, sást með Sírhan Sirhan, morð'ingjanum, skömmu áður en morðið var framið. Konunni er lýst 23-27 ára, um 1.67 cm. á hæð. Mexíkönsk kona segist hafa séð konuna hlaupa út úr hótelinu þár sem morðið var framið, skömmu eftir ódæðið, og hrópa: Við skutum hann, við skutum lrann. Hún var spurð hvern hún ætti við, og lirópaði hún þá: Við skutum Kennedy öld- ungardeildarþingmann. Njörður P. Njarð- vík ritar um fund sinn með Robert |Cí»nmprlv, Sjá bls. 5 Hinn harmræni dauði Roberts Kennedys hefur !komið miklu róti á hugi manna um heim allan. Þjóð arleiðtogar hafa látið í ljós samúð sína með Kenn- edy fjölskyldunni og bandarísku þjóðinni. Johnson, B'andaríkjaforseti, hefur fyrirskipað, að fánar á op- inberum byggihgum skuli dregnir í hálfa stöng unz Kennedy hefur verið jarðaður og að þjóðarsorg skuli ríkja á sunnudaginn. ROBERT KENNEDY lézt í gær morgun kl. 8.44 að íslenzkum tíma eftir að hafa legið með vitundarlaus í sólarhring, en hann fékk taanaskot í heilann nálægt 'hægra eyra. Voru þá liðnar 22 klst. frá því að 6 læknar gerðu árangurslausa skurðaðgerð til þess að bjarga lífi Kennedys. Nánustu skyldmenni Kenne- dys voru við banabeðið að hin KVEÐJA FRA UTANRiKIS RAÐHERRA Senator Robert Kennedy hefir veri’ð myrtur. — Þegar svo váleg tíðindi berast eru menn furðu og harmi lostnir um allan heim, og menn spyrja, hvernig má þetta vera? Ungur maður úr forustu- sveit bandarískra ráðamanna, frjálslyndur og dáður af miklum hluta þjóðarinnar er skotinn til bana af erlendum ofstopama'nni, án þess að nokkrum vörnum verði við komið. Robert Kenn edy stóð í miðjum kosningabardaga og þótti lík- legur til að verða kosinn forustumaður þjóðar sinnar. Á þessum verknaði er engin skýring til. Allur heimurinn er harmi lostinn. Bandaríkin hafa misst einn af sínum beztu sonum, og fjöl- skylda hans hefir nú í annað sinn'á rúmum 4 ár- um misst góðan dreng á þennan hátt. íslenzka þjóðin samhryggist bandarísku þjóð- inni og sendir konu hans og börnum innilegar samúðark veð j ur. Emil ónsson. um öldruðu foreldrum hans þó undanskildum, er hann lézt. Hafði skurðlæknum tek- izt að fjarlægja skotin tvö, sem hæfðu Kennedy í heila og háls, en ekki hafði tekizt að fjarlægja málmflís úr heila Kennedys. Frank Mankiewicz, blaðafull trúi Kennedys var þreytulegur að sjá, þegar hann kom í blaðamannáherbergi Sjúkra- húss hins miskusama Sam- verja til þess að tilkynna lát Roberts Kennedys. Var blaðafulltrúinn sem lamaður í eina mínútu og kom ekki upp nokkru orði, en sagði síðan: „Ég hef tilkynn- ingu til birtingar. Robert Kennedy, öldungadeildarþing- maður er látinn.“ Hópur manna hafði safnazt saman fyrir utan Sjúkrahús hins miskunnsama Samverja, er fréttin pi lát Kennedys barst og grétu margir við- staddra, er þeim barst fréttin. Þeir, sem voru viðstaddir banasæng Kennedys voru auk Ethel Kennedy, eiginkonu Kennedys, systir hans, frú Lawford, yngsti og eini bræðranna 4, sem nú er á lífi öldungadeildarþingmaðurinn Edward Kennedy, Jaquline Kennedy, 16 ára sonur Roberts Kennedys og blaðafulltrúi Roberts heitins Kennedys, Frank Mankiewicz. Þjóðarsorg hefur verið fyrir skipuð í Bandaríkjunum og verður Kennedy jarðaður £ Ar lington, þar sem helztu leið- togar og fyrirmenn banda- rísku þjóðarinnar eru grafnir, þeirra á meðal John heitinn Kennedy. Kisan með líki Kennedys var í gær flutt með þotu bandarísku ríkisstjónarinnar frá Los Angeles lil New York. Auk Ethel Kennedy voru ekkjur tveggja annarra banda rískra framámanna um borð í þotunni, Jaquline Kennedy og Loretta King, ekkja Martin Luther Kings, sem lézt ná- kvæmlega 2 mánuðum á und Framhald á 10. síðu. Bjóst ræði Sá, sem ætlar sér að verða forseti Bandaríkjanna, verð ur að hafa Iánið með sér. Annað hvort hefur maður lánið með sér eða ekki. Ég veit, að mér verður sýnt banatilræði fyrr eða síðar. A Þetta sagði Robert Kenn- edy í viðtali við franskan rithöfund fyrir nokkru. & Rithöfundurinn, Romain Cary, skrifaði £ gær í franska blaðið Le Figaro, að hann hefði átt langt viðtal við Ro- bert Kennedy á heimili kvik myndastjórans John Franken heimers í Los Angeles fyrir nokkrum vikum. Auk þing- mannsins hafi ráðgjafar hans, þeir Dick Goodwin og Pierre Salinger verið viðstaddir, er viðtalið fór fram. Gary spurði Kennedy, hvernig hann tryggði öryggi sitt og hvemig hann tryggði !það, að óvinveittir aðilar svndu honum ekki tilræði. Öldungardeildarþingmaður- inn svaraði því til, að ekki væri hægt að vernda fram bjóðanda í kosningabaráttu. Frambjóðandi yrði að vera með fjöldanum og þar gæti allt átt sér stað. ÞJóðarsorg í Bandaríkjunum - Ötför hans verður gerð á laugardagínn

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.