Alþýðublaðið - 07.06.1968, Síða 4

Alþýðublaðið - 07.06.1968, Síða 4
BLÓM Þriðji hver bílstjóri ætti oð nota gleraugu Komið og sjáið blómgiírvalið, eða hringið. Við sendum. Franskir og frjálsir Myndin af þessum nashyrning um gæti hæglega hafa verið tek in í Afríku. Raunverulega var hún þó tekin í Frakklandi. La Panouse greifi og kona hans hafa komið upp dýragarði, eða öllu heldur friðunarsvæði fyrir villt dýr, á landareign sinni, sem er 200 hektarar að stærð. 400 dýr lifa þarna frjálsu lífi innan girð ingarinnar, sem er fjórir metrar á hæð. Ef einhver ætti leið um Frakkland og langaði til að líta við, þá er staðurinn í Thoiry-en Yvelines. GRÓÐRARSTÖÐIN v/MIKLATORG SÍMAR 22-822 og 1-97-7R t Ein milljón Svía, eða þriðji hver bíleigandi í Svi- þjóð sjá ekki hvað þeir gera, þegar þeir aka bíl» Liðlega tíundi hver bílstjóri mundi ekki fullnægja lágmarkskröfum til að öðlast ökuskírteini sökum sjóndepru. Nærsýnn hílstjóri með fullkomin gler- augu er stórhættulegur í umferðinni að næturlagi. Fjórði hver bílstjóri hefur gleraugun í vasanum meðan hann er í akstri. Helmingur þeirra, sem hafa slæma sjón, hefur enga hugmynd um það. Fjórir af hverjum tíu nota gleraugu, en sjö af tíu ættu að gera það. Hinn beizki sannleikur er semsé sá að sænskir bílstjórar og þá væntanlega bílstjórar annarra þjóða, aka blindir um strætin. Enginn getur sagt til um, hversu mörg slys og dauðs föll þetta hefur haft í för með sér. Þessar athyglisverðu upp- lýsingar hefur Robert von Sand or, rektor sænska augnlækna- skólans, látið frá sér fara, en Sandor hefur stjórnað fyrstu al- mennu rannsóknunum, sem gerð ar hafa verið á umferðarsjón manna, ef svo má að orði kom- ast. Rannsóknirnar hófust árið 1958, og var þeim lokið nú í vor. Er nú verið að vinna úr nið urstöðum þeirra. Til rannsókn- anna voru valdir 15 bílstjórar, sem allir höfðu það góða sjón, að þeir þurftu ekki gleraugna við í akstri, samkvæmt þeim reglum, sem um það gilda. Síðan voru þeir látnir aka í 30 stundir sam tals, en þannig, að aldrei var ek ið lengur en í 5 tíma samfleytt. Stundum liðu vikur á milli til- rauna. Bílstjórarnir fengu skipun um að hemla eins fljótt og þeir fram ast gátu, jafnskjótt og þeir komu auga á 1) hættumerki, 2) hraðamerki og 3) bíl, sem numið hafði staðar á veginum framund an. Með hverjum bílstjóra var prófdómari, sem var með gler- augu, ef þess var talin þörf. í fyrri hluta prófsins höfðu bíl- stjórarnir gleraugu, en í síðari hlutanum voru þeir án þeirra. í fyrstu mældist viðbragðsflýtir- inn 1,25 sek., en eftir 2 og hálfan tíma akstur fór hann niður í 2,5 sek., ef bílstjórinn notaðist ekki við gleraugu. Eftir jafnlangan akstur með gleraugum mældist viðbragsflýtirinn hins vegar 1,75 sek. Mönnum kann að finnast þetta smáræði, en staðreyndin er sú, að bíll, sem ekið er á 100 km. hraða fer 28 metra á sek. ýmislegt fleira kom í ljós við þessar tilraunir. Nærsýnn bíl-u stjóri, sem ekur með gleraugu, sér illa að næturlagi. Þetta gildir aftur á móti ekki um hinn fjar sýna, og stundum var sjón hans jafnvel betri að næturlagi, ef hann tók niður gleraugun. Rann sóknirnar leiddu líka ýmislegt fleira í Ijós varðandj akstur í myrkri. Bílstjóri, sem ekur á 70 km. hraða í myrkri, getur alls ekki stöðvað bílinn nægilega snemma ef óvænt hindrun ber fyrir augu hans. Þessi staðreynd á jafnt við, þó að ljós bifreiðar innar séu í fullkomnu lagi og bíl stjórinn sé með viðeigandi gler augu. Niðurstaða rannsóknanna er þessi: Þriðji hver bílstjóri þarfn ast gleraugna til að sjá betur. 80 prósent bílstjóra geta fengið sjónina lagfærða með gleraug- umi. Þriðjungur þeirra 30 pró- senta, sem sjá illa, hefur svo slæma sjón, að hún fullnægir ekki lágmarkskröfum þeim, sem gerðar eru til verðandi ökuþóra, segir Robert von Sandor, rektor. FRÁBÆR ENDING Svona verða bíldekk til Myndin er frá Askim, gúmmíverksmiðjunni, sem fyrir skömmu tók í notkun nýja vélasamstæðu til framleiðslu á dekkjum undir bila. Stúlkan á myndinni er að skera sund- ur þræði og notar til þess sjálfstýrða vél. Bíldekk byggist upp af röð af þráðum, sem skornir eru á' ákveðinn hátt. Einnig er í uppskriftinni náttúrlegt gúmmí og tilbúið gúmmíj sót og olía. Sótið er fengið frá olíuhreinsistöðvunum og skapar meira slitþol, að sögn sérfræðinga. Þegar dekkið er tilbúið undir presssun, lítur það út líkt og lítil tunna. Því er komið fyrir á eins konar kjarna og þenst út með aðstoð gufu. Því næst fer það í pressun og tekur á sig mynd bíldekks, eins og við bíinotendur þekkjum það. Með þessari aðferð tekur um eina klukkustund að framleiða hvert degg - og hitinn sem notaður er 180 gráður á Cel- síus. HEYRTg’ SÉÐ 4 7- júní 1968 — ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.