Alþýðublaðið - 07.06.1968, Síða 5
Njörður P. NjarSvíks
Þegar ég hitti Kennedy
í fréttaauka í Kíkísútvarpinu í gær flutti Njörður P. Njarðvík lekt-
or stutt ávarp, þar sem skýrði frá viðtalj er hann átti við Róbert
F. Kennedy öldungadeildarþingmann fyrir þremur árum. Frásögn
Njarðar var á þessa leið:
Ég hitti Robert Kennedy á
skrifstofu hans í New York 17.
marz 1965 eða réttum þremur
árum áður en hann lýsti yfir
framboði sínu í vetur. Ég átti
við hann 45 mínútna einkaviðtal
er síðar birtist í vikublaðinu
Fálkanum. Það vakti undrun
mína að enginn skyldi vera við-
staddur meðan ég ræddi við
Kennedy, heldur sátum við tveir
einir allan tímann, og virtist
hann ekkj tortrygginn eða ótt-
ast um öryggi sitt. Ég man að
ég spurði hann af þessu lilefni
hvort hann hefði engan lífvörð,
og svaraði hann því neitandi. Þá
spurði ég hann hvort hann ótt-
aðist ekki að honum yrði gert
mein af ofstækisfullum andstæð-
ingum. Hann brosti við og svar-
aði að það væri sannfæring sín
að atburður á' borð við morðið á
bróður hans kæmi aldrei fyrir
aftur.
Annars snerist samtal okkar.
fyrst og fremst um stjórnmál.
Dró hann þá enga dul á að sér
væri það mikið hjartans mál að
vinna áfram að baráttumálum
þeirra bræðra, og gat hann þá'
sérstaklega um fátækt, kyn-
þáttamisrétti, afbrot og friðar-
viðleitni, enda hafa þetta ein-
mitt verið þau mál sem hann
hefur lagt mesta áherzlu á í
kosningabaráttu sinni að undan-
förnu. Rétt er að geta þess, að
Kennedy hafi þá þegar þungar
á'hyggjur af áliti Bandaríkjanna
erlendis og virtist hann gramur
yfir því að hið góða álit Banda-
ríkjanna á valdatímum Kenn-
edys forseta hefði beðið hnekki,
þótt hann segði það ekki berum
orðum.
Ég minnist þess sérstaklega
sakir þess hve það kom mér á
óvart að Robert Kennedy var
í upphafi feimnislegur í fram-
komu og brosti afsakandi við
fyrstu spurningum mínum. Hann
hafði vatnsblá augu og var mjög
opinskár og hreinskilnislegur á'
svip. Virtist mér í fyrstu sem
allt tal um hörku hans og misk-
unnarlausan baráttuvilja hlýti að
vera þvaður eitt, en þetta breytt-
ist er á leið viðíalið og ég fór
að leggja fyrir hann nokkrar
óþægilegar spurningar. Og þeg-
ar hann ræddi helztu áhugamál
sín, einkum fátæktina og kyn-
þáttamisréttið, þá skutu augu
hans gneistum.
Að viðtalinu loknu gengum
við saman út úr skrifstofunni
og upp á Fifth Avenue. Fyrir
Verð 136.800,- krónur
Vib höfum aldrei fyrr getað bobib jafn
góban Volkswagen fyrir jafn hagsfætf verð
VOLKSWAGEN
árgerð 1968
Hann er ódýrastur allra gerða af Volks-
wagen — en jafnframt einhver só bezti,
sem hefur verið framleiddur.
Hnnn er búinn hinni viðurkenndu, marg-
reyndu og næstum „ódrepandi" 1,2 litra,
41.5 h.a. vél. i VW 1200 er: EndurbætfUr
afturós, seoi er með meiri sporvídd — Al-
samhraðastilltur fjögurra hraða girkassi —
Vökva-bremsur.
Hartn er búinn stillanlegum framsætum og
bökum — Sætin eru klædd þvottekta leð-
urlíki — Plastklæðning í lofti — Gúmmí-
motíur ó gólfum — Klæðning ó hliðum fót-
rýmis að framap — Rúðusprauta — Hita-
blóstur ó framrúðu ó þrem stöðum — Tvær
hitalokur í fótarými að framan og tvær
aftur í — Festingar fyrir öryggisbelti.
Hann er með krómlista ó hliðum — Króm-
aða hjólkoppa, stuðara og dyrahandföng.
Með öllum þessum búnaði kostar hann að-
eins kr. 136.800,—.
Eins og við tókum fram
í upphafi, þó höfum við
aldrei fyrr getað boðið
jafn góðan Volkswagen,
fyrir jafn hagstætt verð.
KOM0Ð, SKOÐIÐ OG RiYNSLUAKIÐ
Sími
2)240
utan húsið beið okkar blaða-
fulltrúi hans, Mancevie og urð-
um við þrír samferða spölkorn
eftir hinni miklu breiðgötu New
York borgar, unz við skildum á
götuhorni og hann hvarf mér í
mannþröngina. Mér kom þá' í
hug að ef til vill færi þar næsti
forseti Bandaríkjanna. Nú hefur
hins vegar sá hörmulegi atburð-
ur gerzt að Robert Kennedy héf-
ur verið myrtur og þar með
hefur enn einn helzti leiðtogi
frjálslyndra afla í Bandaríkjun-
um orðið kúlu morðingja að
bráð.
Njörður P Njarðvík.
Ú VERDUR
(AVID
Edward Kennedy öldunga-
deildarþingmaður er nú einn
el'tir l'^indi af þeim fjórum
Kennedy-bræðrum, sonum Jos-
eps Kcnnedy fyrrum sendiherra
Bandaríkjanna í London. Öll-
um er kunnugt um það, að hinn
aldni faðir hefur ætlað sonum
sínum stórt hlutskipi í banda-
rískum sjórnmálum, og hefur
honum orðið að ósk sinni. Þó
hafa hryllilegir atburðir orðið
þess valdandi, að bandariska
þjóðin hefur ekki lengi fengið
notið hæfile'ika þeirra.
Nú hefur þegar borið 'á góma,
að Edward Kennedy muni lík
legur sem frambjóðandi til em-
bættis varaforseta í kosningun
um í októbermánuði næstkom-
andi.
Þegar Robert Kennedy hefur
fallið af sjónarsviðinu fyrir
morðvopni ódæðismanns, kemur
það í hlut Edwards, sem einnig
er þekktur undir nafninu Ted,
að halda uppi merki Kennedy-
ættarinnar.
Fyrir fjórum árum síðan
komst Edward naumlega af úr
flugslysi, hryggbrotnaði hann
og virtist um tírtia, að hann
myndi ekki ná sér eftir slysið
og verða örkumla til dauða-
dags. Þetta fór hins vegar á
aðra leið og komst hann hjá
örkumlun.
Öldungardeildarþingmaðurinn
var í Massaehusetts, kjördæmi
sínu, er bróðir hans var skotinn
í höfuðið af tilræðismanni í
Los Angeles aðfaranótt fimmtu
dagsins. Flaug hann í skyndi til
Los Angeles til að fylgjast með
líðan bróður síns, er liann frétti
um hinn hryllilega atburð.
,Fólk í Bandaríkjunum minntist
nú orða Johns F. Kennedys
forseta í ræðu, sem hann hélt
skömmu áður en hann féll fvr
ir byssukúlum ódæðismannrms,
Sem myrti liann í borginni D >1
as í Texas 22. nóvember I9f'3.
í ræðu þessari rakti Kemedy
forseti slysasögu ættar sinnar í
Framhald á 14. siðu.
7- júní 1968
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5
■