Alþýðublaðið - 07.06.1968, Síða 7

Alþýðublaðið - 07.06.1968, Síða 7
NORSK - RÖSSNESK KVIK- MYND UM FRIÐÞJÓF NANSEN NORÐMENN höfðu lengi haft áhuga á að gera stóra kvik. mynd, sem yrði veglegur varði til minnis um heimskautafar- ann og landkönnuðinn heims- fræga Friðþjóf Nansen, en um margra ára bil reyndist sú hugmynd óframkvæmanleg vegna fjárskorls og annarra örðugleika. Nú hefur sá draum ur þó rætzt — með nokkuð sér stökum hætti. Rússar buðu semsé fram aðstoð eins hins staersta kvikmyndafélags síns, LENINFILM, sem annaðist fjár hags- og tæknihliðina með því skilyrði, að Norðmenn legðu fram nógu marga hæfa leik- ara. Það var ekki tilviljun, að Rússar buðu svo stórmannlega fram aðstoð sína, því að sem kunnugt er, var það einmitt Friðþjóf Nansen, sem á tím. um hinna nýstofnuðu Sovét- ríkja um 1920 gekkst fyrir ,,her ferð gegn hungri“ hinnar þjáðu, örþreyttu rússnesku þjóðar. Rússar standa því í mikilli en.lengi ógoldinni þakk arskuld við velgjörðamanninn og mannvininn Friþjóf Nan- sen. Og nú er myndin loks kom- in á markað — ágætur árang- ur ánægjulegrar samvinnu. Var hún frumsýnd í Moskvu í maí-mánuði sl. og er brátt von til Noregs. Aðalhlutverkið, Nansen, er í höndum norska leikarans Knut Wigert. Af, öðr um leikendum má nefna Jack Fjeldsted, Knut Övrig og fleiri. Leikstjóri var Rússinn Mikaljan en um ljósmyndun sá einn af meisturum sovézkr- ar kvikmyndunar, Meskiev. Kvikmyndahandrit skrifuðu tveir rússneskir rithöfundar í samvinnu við tvo norska, þá Sigurd Evensmo og Odd Bang- Hansen. — Þó að norsk-rúss- reska kvikmyndin um Friðþjóf Nansen reki feril afreksmanns ins að vísu ekki lið fyrir lið, þykir myndin hafa tekizt vel og vera fylHlega samboðin minningu hins mikla afreks, og eljumanns. En auk þess sem Friðbjófur Nansen var merkur landkönn- uður og mannvinur, var hann einnig vandvirkur og stórvirk ur rithöfundur um heimskauta líf. Bækur hans hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og hvarvetna hlotið mikið lof á frummálinu nefnast þær: ,,Paa ski over Grönland“, ,,Eskimoliv“, ,,Fram over Pol- havet“ og ,,Friluftsliv“. Eru þær hollur lestur góðum drengjum. — Friðþjóf'Nansen lézt 13. maí 1930 og var jarð- settur 17. maí við þjóðarsorg. Hann er almennt talinn einn merkasti sonur Noregs — og Norðurlanda yfirleitt.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.