Alþýðublaðið - 07.06.1968, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 07.06.1968, Qupperneq 16
J aKQfflD SÍOaH Þarna voru staddir 4 lögreglu- þjónar. Húsið tekur í mesta lagi 150 manns í sæti. En lögreglan lætur það afskiptalaust að það er það vítavert kæruleysi lög- reglunnar að láta slíkt við gangast. MOGGI Ef ég réði þarna í útlandinu væri ég nú ekki lengi að hemja þessi stúdentagrey. Ég myndj tíreinlega senda þá til sjós. Robert Poth heitir maðurinn á myndinni. Ekki vitum við hvað 'l hann er gamall, en úrið sem hann heldur á er hins vegar um það (bil 240 ára gamalt. Er úrið úr forngripasafni mannsins, sem er að 'öðlast nokkra frægð. Kallinn var um daginn að tala - um að fiffa sér á hestamóí. Kell- ingin vildi fara með, en kallinn var ekki lehgi að redda sér, rok spældi kellinguna og sagði: Ég hef nú aldrei vitað til að beljur færu á hestamót. LOFTÞÉTTAR UMBLÐIR VINSÆLASTA PÍPyTÓBAK í AMERÍKU. Prince Albert REYKTÓBAK. Robert Poth er starfsmaður bæjarfélagsins sem hann býr í. Fyrir um það bil fimm árum hóf hann að safna forngripum og sank aði að sér ýmsum munum frá ólíklegustu stöðum. Eitt sinn fann hann í rusli, biblíu frá árinu 1763. Verðmæti safns hans hafa laðað að ýmsa fjáða kaupendur, en Iþrátt fyrir há tilboð hefur Poth ákveðið að halda fast í reglu þá er hann setti sér í upphafi safnarferils síns: Ekkert til sölu. J. dagíegi IIAlístur Nætur og geislabaugar Einhvers staðar las ég það í blaði í gær, að leiðangur hefði verið gerður út til að rannsaka síldarnætur. Ekki var laust við að ég yrði örlítið Mssa á þessu, vegna þess að égt álít að til að hægt sé að rannsaka síldarnætur, eða hreinlega til þess að um síldarnætur geti veríð að ræða, þurfi að hafa síld. Það er nefnilega t. d. ekkí hægt að tala um vökunætur hjá einhverjum, sem steinsefur svefni hinna réttlátu, rigningar nætur í þurrki, stjömunæturnar í skýjuðu veðri og svo má lengi áfram telja, lengi lengi. Kannski að hér sé um að ræða rannsókn, ef til vill byggða á viðtölum, á síldarnóttunum hér í eina tíð, þegar Iandlegumar voru sem tíðastar vegna þess að verksmiðjur og plön höfðu ekki undan að afgreiða bátana. Þá stigu síldarsjómenn trylltan dans við söltunarstúlkurnar fram eftír nóttum og síðla um nætur mátti heyra dúett sjómanns og söltunarstúlku hljóma úti í næturkyrrðinni. Þetta vom síldarnætur sem ennþá ylja mörgum uppgjafa sjómanni og uppgjafasíldarsöltunarstúlkunni um hjartaræturnar ef þær ber á góma. Nú eru þessar trylltu síldarnætur alveg úr sögunni, en hins vegar hefur borið svo t'il á haustin undanfarin ár, að síldini liefur aðallega veiðzt á nóttum, svo það getur náttúrulega verið um þessa tegund af síldarnóttum að ræða, sem fara á að rann saka, Annars er makalaust hverju menn geta fundið upp á að rannsaka, það era raunverulega engin takmörlt fyrir því. Ég las einnig í blaði í gær að nú ætti að fara að rannsaka geymsluþol fisks, eftir að hann hefur verið geislaður með ein- hverju voðaverkfæri frá Bandaríkjunum Norður-Ameríku, sem jafnast á við nokkrar kjarnorkusprengjur. Mennirnir ætla að rannsaka og rannsaka í heilt ár og í blað inu stóð að eftir þá ættu að lSggja heil fimm tonn af fiski.j Þennan fisk má ekki borða, því óttazt er að þeir er snæði hann fái geislabaug yfir höfuð sér og valdi uppþotum vegna óupp- dreginna sem gætu álitið þá heilaga menn eður dýrlinga. f blaðinu stóð einnig að sannað væri að með geislun entist fiskurinn betur og því er það mín uppástunga að skylda fólk sem giftir sig til að láta geisla slg, þannig að hjónabönd þess endist lengur og betur. Vegna hættunnar á að eta það sem geislað hefur verið gæti þessi aðferð einnig leitt af sér, og það til góðs, að liér mynduðust samtök mannæta. — HÁKARL. Ég er á móti sól. Heiðarlegu kvenfólki eins og mér er ekki fært úí á götu fyrir dónalegu fólki sem liggur fáklætt undir húsveggjum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.