Alþýðublaðið - 08.06.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.06.1968, Blaðsíða 5
íslendingar í Evrópuráðinu Á ráðgjafarþingi Evrópuráðs- ins, sem haldið var fyrr í þess- um mánuði í Strassburg, tóku þeir Þorvaldur Garðar Krist- jánsson og Eysteinn Jónsson þátt í umrœðum. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, sem kjörinn var einn af varaforsetum ráðgjafarþingsins, hélt ræðu 7. maí, þegar fram fór almenn umræða um sjórn- málaþróunina í Evrópu. í upp- hafi ræðu sinnar tók Þorvaldur Garðar undir ummæli brezka þingmannsins Edelmans, sem var framsögumaður sjórnmála- nefndar ráðgjafarþingsins, þess efnis, að æskilegt væri, að Ev- rópuráðið beitti sér fyrir aukn- um samskiptum ríkjanna í aust ur- og vesturhluta álfunnar. Taldi Þorvaldur Garðar, að að- ild ríkjanna í Austur-Evrópu að ráðinu væri hugsanleg, þegar tímar líða. Á næstunni væri þó líklegast til árangurs að beina athyglinni að tæknilegri sam- vinnu, og mætti ekki vænta tiema takmarkaðs árangurs af henni. Þessi samvinna við rík in í Austur-Evrópu gæti ekki verið aðalverkefni Evrópuráðs- ins. Það yrði hér eftir sem hing að til að vera að efla samstarf þeirra 18 ríkja, sem nú eru f ráðinu. Þorvaldur Garðar Kristjáns- som sagði, að oft væri bent á, að fremur hægt miðaði í átt til sameiningar Evrópu. Hann kvað líklegustu leiðina tll að flýta gangi mála vera stuðning almennSngsálitsins í ríkjum álf unnar. Almenmingsálitið myndi mjög mótas;t af því, hvaða sýni legur árangur næðist í Evrópu i-áðinu, og þess vegna skipti mestu, að það ynni að verkefn um, sem líklegt væri, að sam. komulag tækist um. Þorvaldur Garðar kvaðst telja, að oft væri of mikil áherzla lögð á vanda- mál, sem snerta Efnaliagsbanda Iag Evrópu, en of lítið rætt um málin á víðtækari grundvelli, þar á meðal um hagsmuni smá- ríkjanna í Evrópu, svo sem SMURT BRAUÐ SNITTUR-ÖL - GOS Opið frá 9 til 23.30. - Pantið tímanlega í veizlur BRAUÐSTOFAN Vesturgötu 25. Sími l-fiO-12 Islands. —• Síðan sagði Þorvald ur Garðar Kristjánsson: „Ég mun ekki ræða hin sér- stöku viðhorf og hagsmuini ætt- lands míns. Ég vil aðeins mega koma á framfæri þeirri skoðun minni, að það gæti átt mest að vinna eða mest að tapa, ef það á aðild að stjórnmála- og efnahagslega sameinaðri Evrópu Þessu veldur smæð þjóðarinnar. Ef það siniertir lífshagsmuni stærstu rikjanna í Evrópuráð- inu, að þau nái að taka höndum saman til að nýta í félagi auð lindir sínar og mannafla, má augljóst vera, hve miklu það skiptir fyrir smæstu ríkin Á sama hátt má segja: Ef stór- veldin í okkar hópi telja rétt að afsala sér eða takmarka full að afsala sér eða akmarka full- Teldi sitt vegna þess, að hags- muniir þjóðanna, sem þessi lönd hyggja, kunni að gleymast eða vera fyrir borð bornir í nýju stórríki, er augljóst, að hér er minnsta ríkið andspænis mikl-<5> um vanda. Mér virðist, að þetta sé sá vandi, sem öll aðild arríki Evrópuráðsins eiga við að glíma með einhverjum hætti, og hanai er sérstaklega ljós að því er mitt land varðar. Mestu skiptir að skapa trúnað artraust, ef leysa á þetta mál. Þeg, ar við höfum lært, að við getum treyst hvor öðrum, er fengin sú undirstaða, sem Evrópuráðið get ur byggt á við að gera hugsjón stofnskrár sinnar, eins og ég skil hana, að veruleika með.því að hjálpa smáþjóðum til að vera smáþjóðir, en njóta jafnframt þess, sem stórþjóðir einar hafa efni á'. Þetta er stefna, sem þjón ar hagsmunum okkar allra, sem. í Evrópuráðinu erum. Við skul um minnast þess, að allt er af- stætt, þegar mið er tekið af risa veldunum tveimur, erum við all ir frá smáríkjum. í lokakafla ræðu sinnar lýsti Þorvaldur Garðar Kristjánsson þeirri skoðun sinni, að heppileg ast væri að vinna að sameiningu Evrópu í áföngum. Hann kvaðst ekki sammála þeim, sem telja, að allt þurfi að fást strax og í einu lagi. Ef svo væri gæti undirstað an vart verið örugg. En svo væri vissulega og því væri ekki á'- stæða til að óttast. Á ráðgjafaþingiu fór fram um- ræða um Grikklandsmálið. Holl- enzki þingmaðurinn van der Stoel fór seint í apríl til Grikk- lands á vegum Evrópuráðsins til að kynna sér ástandið þar af eigin raun, og lagði hann skýrslu sína fram á þinginu. Eysteinn Jónsson tók þátt í umræðunni um skýrsluna. Lagði hann áherzlu á, að ráðgjafarþing Evrópuráðsins gæti ekki vikizt undan ábyrgð sinni í þessu máli, því að þingið hefði fyrst og fremst Það . hlutverk að treysta lýðræði og þingræði í sessi. Ey- steinn Jónsson sagði, að mikið væri rætt um málefni unga fólksins. Það væri erfitt og flók ið vandamál, og kvaðst hann aðeins vilja víkja að einu atriði sem það snerti: Unga fólkið myndi vart rata á braut lýð- ræðisins og feta hana í framtíð- inni, ef þeir, sem eldri eru, létu nú viðgangast, að stofnanir lýð- ræðis og þingræðis vesluðust upp.Eysteinn Jónsson sagði að lokum, að ráðgjafarþingið myndi mjög fagna því, ef í Grikklandi kæmist til valda stjórn, sem virti lýðræði og þingræði. í dag kl. 4.00 opnar Péur Friðrik, lismálarf, málverkasýningu í Iðnskóla Hafnarfjarðar. Verður sýningin opin daglega kl. 5-10 e. h. Pétur Friðrik hefur haldið inargar einkasýningar við mikla aðsókn og hefur tekið þátt í samsýningum erlendis. Alls verða sýnd 39| málverk og eru þau öll til sölu. Eru flestar myndirnar landslags- mynd’ir, blómamyndir og húsamyndir úr Hafnarfirði og Reykjavík. Myndin sýnir málverkið, Húsagarður í Reykjavík Sýningin verður til 16. júní. Sjálfvirk símstöb á Patreksfirði Nýlega var tekin í notkun sjálf virk símstöð á Patreksfirði. Ásberg Sigurðsson sýslumaður vígði stöðina, með því að tala við póst- og símamálaráðherra, Ingólf Jónsson kl. 4,30. Við. það tækifæri bauð póstur og sími mönnum til kaffisamsæt- is, og fluttu þar ræður yfir. verkfræðingur landsímans Þor varður Jónson, er lýsti stöð- inni, Ásberg Sjgurðsson sýslu maður, er þakkaði þetta fram tak fyrir hönd sýslubúa, Jó- hannes Árnason sveitarstjóri, er fagnaði þeasum merku tíma mótum í sögu Patrekshrepps, og Snæbjörn J. Thoroddsen oddviti í Rauðasandslireppi, er færði símanum ámaðaróskir sinna sveitunga. stjórn aði símstöðvarsíjórinn á Pat- reksfirði Eggert Haraldsson. Sjálfvirka símstöðin er í raun og veru tvær stöðvar lands- símastöð og innanbæjarstöð, framleiddar af fyrirtækinu L. M Ericson í Svíþjóð. Innan. bæjarstöðin er 300 númera stöð með númeraröðina 1100— 1399. Auðveldlega má stækka stöðina í 1000 númer. Nú þegar eru í notkun um 230 sjálfvirkir símar en nokkr ir bíða eftir að fá símsvæðis- númer stöðvarinnar er 94 og hún hefur 12 vallínur beint til R'eykjavíkur. Áfram verða 31 símnotandi í sveitum með handvirka afgreiðslu. Þetta er 38. sjálfvirka stöð- in á íslandi. Byrjað var á uppsetningu stöðvarinnar í nóvember 1967 og hefur verkið gengið eftir áætlun undir stjórn Þorvarðs Jónssonar yfirverkfræðings Landsímans. Stöðin var upp- sett af tæknimönnum Landsím ans innlendum og erlendum. Póstur- og sími hefur nýreist póst- og símahús á Bíldudal og er þar unnið að uppsetningu sjálfvirkrar stöðvar. Einnig eru nýbyggð Póst- og símahús á Flateyri og Súgandafirði og bygging fyrir sjálfvirka sím- stöð er í byggingu á ísafirði. Fyrsta landssímastöðin á Pat- reksfirði var opnuð 8. október 1908 og eru því rétt 60 ár frá komu símans til Patreksfjarð- ar. En frá árinu 1903 hafði Pétur A. Ólafsson rekið sitt eigið símakerfi hér á staðnum. Jón Snæbjörnsson var fyrsti stöðvarstjóri Landssímans á Patreksfirði og gegndi hann því embætti til dauðadags 1941, en kona hans tók þá við í eitt ár og síðar sonur hans Hallgrímur til 1950 er frú Þór unn Sigurðardóttir varð sím. stjóri og var hún það þar til hún flutti til Reykjavíkur 1963. Tvö barna Jóns Snæbjörnsen Ruth og Sigurður voru við- stödd opnunina, en þau störf- uðu bæði lengi við símann. FORSETAKYNNING - Stuðrtingsblað kjósenda II tbl. er komið út. — Hvað segir „MÍMIR um Kristján Eldjárn og Alþýðuflokksmenn? Drætti verður ekki frestað ★ Vinningur: Mercedes Benz 220, ný gerð. Dregið: 16 júní 1968. ★ Styrkið starf Rauða kross-reildarinnar í Reykjavík. Happdrætti Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands 8. júní 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.