Alþýðublaðið - 08.06.1968, Page 11
Illllllllllll
llllllllllllllll.
KðnGURiðin
FramfiaBdssaga eftir
INCIBJÖRGU JONSDGTTIIR
13. KAFLI.
Gvendur kemur heim
Ófeigur svitnaði líka. Ég sá
svitann perla á enni hans.
Ég gat næstum séð hánn
liugsa og klukkuna vantaði
fimm mínútur í átta. Gvendur
kæmi of seint heim núna sem
eiidranær.
Hann gat drepið mig núna.
Þyí skyldi hann ekki gera það?
Hann tapaði engu á því. Ef
hann yrði tekinn fyrir morðið
sæti hann ekki lengur inni fyr-
ir tvö en eitt, svo gat hann
hlífa þér.
— Þú varst ein inni í íbúð-
inni, sagði hann. — Ein góða
stund. Hvar er yfirlýsingin? Ef
Srcö
BELTIog
BELTAHLUTIR
á BELTAVÉLAR
KeSjur Spyrnur Framhjól
Botnrúliur Topprúllur
Drifhjól Boltar og Rær
jafnan fyrirliggjandi
BERCO
er úrvals gæðavara
ó hagsfæðu verði
einkaumboð
ALMENNA
VERZLUNÁRFÉLAGIÐf
5KIPHOLT 15 — SÍMI 10199
þú lætur mig fá hana skal ég
hlífa þér.
En ég vissi það jafn vel og
hann að slíkt gæti hann aldrei
gert. Þegar hann hefði fengið
yfirlýsinguna myndi hann drepa
mig.
— Ég hef hana ekki, sagði ég.
— Jú, þú hefur hana. Hvar
ler hún? Ég skal borga þér vel
fyrir hana. Eitt hundrað þús-
und, tivö hundruð þúsund, hvaða
máli skiptír það? Ég fer til Suð-
ur Afríku á morgun.
Nei, ég hafði ekki yfirlýsing-
una, en ég mundi allt í einu
hvað það var, sem hafði komið
mér svo á óvart hjá spákon-
unni. Ég vissi hvar yfirlýsingin
var geymd.
Hann snéri baki við mér og
leít út um gluggann. Ég held,
að hann hafi verið að vona, að
ég reyndi að stinga af svo að
hann gæti myrt mig með góðri
fimvisku. Það var erfitt að ráð-
rst á sitjandi konu og kyrkja
Jiana, en allt annað að ráðast á
’iana, þegar hún var að flýja
til að kjafta frá öllu og eyði-
leggja allar ráðagerðir hans.
Átti ég að reyna? Kannski
kæmist ég til dyranna og jafn-
vel fram á ganginn áður en
hann næði mér. Kannski gæti
ég ....
Vitanlega var Gvendur hækk-
aður í tign eftir þetta. Hann
var gerður að yfirvarðstjóra og
það er það sama og fulltrúi.
Nú fengi hann að sitja og taka
skýrslur við skrifborðið sitt,
eins og hann hafði alltaf dreymt
um.
Var það ekki dásamlegt.
Og allt var þetta af því að ég
bað Gvend, já', ég þurfti næstum
því að grátbiðja hann, um að
segja, að það hefði verið hann
og enginn annar, sem hefði fund
Tetkningar eftir
RAGNAR LAR.
En áður en ég þurfti að
ákveða mig, heyrði ég lykli
stungið í skrá. Húnninn snérist
og Ófeigur leit skelfdur í kring-
um sig.
— Þú laugst! sagði hann
ásakandi. — Hann er kominn.
Ég held, að rödd mín hafi
ekki titrað, þegar ég svaraði
honum.
— Nú skaltu kyrkja mig, ef
þú vilt. Hann sér þig gera það.
Gvendur heyrði þessi orð um
leið og hann kom inn í íbúðina
og ég sá á svip hans, að hann
skildi, hvað hafði gengið á.
Hann vissi hvort eð er, að
ég hef gaman af leynilögreglu-
reyfurum og þetta var ekki
meira en við mátti búast af
hálfvitlausri eiginkonu ofan úr
sveit.
Hvað gengur á? spurði Gvend-
ur.
En Ófeigur var fljótari en
við höfðum gert ráð fyrir. Hann
skauzt fram hjá Gvendi og út
um dyrnar. Gvendur hljóp á
eftir Ófeigi og ég hljóp á eftir
Gvendi,
Við náðum honum.
Gvendur reyndi að halda hon-
um, en Ófeigur var meistari
svarta beltisins og hann lék sér
að Gvendi. Rannsóknarlögreglu-
menn hafi ekki jafnmikinn tíma
og svindlarar til að æfa júdó.
Ég gat ekki horft á þetta, svo
ég greip bara um lappimar á
Ófeigi og hann datt. Eftir það
var leiknum lokið.
Morðmálið mikla var Ieyst.
ið, hver morðinginn var. Alls
ekki ég.
Ég hefði nefnilega ekki grætt
neitt á því, að vita, hver morð-
inginn var og því sannfærði ég
Gvend um, að rétt væri, að hann
segði, að honum hefði þótt rétt,
að líta undir dúkinn sem lá á
skattholinu á ganginum hjá
henni Magdalenu.
Og þar fann hann yfirlýsing-
una og á stundinni kom honum
til hugar, hver morðinginn væri.
Á meðan var ég skilin eftir ein
14. KAFLI.
Gvendur verður fulltrúi
til að tala við Ófeig og reyna
að fá' hann til að játa sekt sína.
Og vitanlega gerði ég það,
ég er góð og elskuleg eiginkona,
sem allir vinir hans Gvendar öf-
unda hann af. Ég er svo dugleg.
Því að ég vil alls ekki, að
hann Gvendur viti, að það var
ég, sem leysti morðgátuna. Það
væri voðalegt. Það gæti meira
að segja eyðilagt hjónaband
okkar.
Ef hann Gvendur skildi við
mig, fengi ég kannski aldrei tæki
færi til að vinna að rannsókn
máls eins og þessa máls og nú
fæ ég það.
Mig langar ekki neitt til að
vinna til verðlauna, því að hann
Gvendur sér vel fyrir okkur
báðum.
Mér og sér og kannski verð-
um við þrjú eftir nokkra mán-
uði. Ég er ekki alveg viss, en ég
veit, að það verður gaman fyrir
mig að fá að vinna að öllum
þeim málum, sem hann kemur
til með að sjá' um núna, eftir
að hann er orðinn fulltrúi.
Og ég ætla að segja honum
allt af létta og aldrei að leyna
hann neinu eins og ég gerði
þarna með bréfmiðann undir
dúknum.
Hann ætlar líka að segja mér
allt hér eftir.
Og ég þarf aldrei að játa það
fyrir honum, að ég las alls ekki
nafnið sem stóð á blaðinu und-
ir dúknum.
Ég vissi ekki, að Ófeigur hafði
drepið hana Magdalenu. Ég bara
fann það út.
Maður les nú ekki það, sem
aðrir fela undir dúknum og það
ekki þó að þeir séu dauðir, sem
það gerðu.
■liUlii11111111111111■1111111liiiiiii
24
Itlllllllllllll III llll■■lllllllll■ll■*tllHII 1111111111141111111111
Hvernig átti ég að vita, að
þetta væri ekki eldgamalt ástar-
bréf eða álíka?
En í kvöld ætlum við Gvend-
ur út, því að nú er hann orð-
inn fulltrúi og Ófeigur hefur
viðurkennt, að hann hafði drep-
ið Magdalenu.
Ég er búinn að fara í Iagningu
og ég er reglulega fín og sæt.
En á meðan ég man, verð ég
að segja ykkur frá sígarettunni,
sem hann Gvendur fann í ösku-
bakkanum hennar Magdalenu.
Hún var af tegundinni VIK-
ING, en alls ekki neitt merkilegt
sönnunargagn.
Bjössi hafði slökkt í henni,
þegar hann kom til að rífast við
spá'konuna.
Fólk kemur kannski i heim-
sókn til annars og meira en til
að drepa einhvern, þó svo að
það reyki sjaldgæfa sígarettu-
tegund.
Ég hugsa, að ég verði að
hjálpa honum Gvendi áfram við
að leggja saman tvo og tvo og
fá út fjóra, en ekki þrjá eða
fimm.
Og nú ætla ég að fara út meff
honum Gvendi í kvöld og gleðj-
ast — ekki bara yfir því, aff
hann er orðinn fulltrúi eins og
hann hefur alltaf dreymt urn
— 'heldur einnig yfir því, aff
Bjössi er kominn heim og Friff-
rikka hefur Bjössa sinn og öll
börnin.
Ég ætla líka að gleðjast yfir
því, að köngurlóin er ekki leng-
ur til og vefur hennar liggur
ekki frá íbúð til íbúðar. Það er
ekki nein spákona lengur heima
mér, sem segir fólki, að voðinn
bíði þeirra.
Ég er að fara út f kvöld og
kannski ég segi honum Gvendi
seinna, að við verðum bráðum
þrjú, ef guð lofar.
— Endir. —
VOR og SUMARKAPUR
Vendikápur og Terylenekápur
í úrvali.
Kápu og dömubúðin
Laugavegi 46.
Læknir
óskast að Slysavarðstofu Reykjavíkur til sumarafleysinga
2—3 mánuði.
Upplýsingar gefur yfirlæknir í síma 81200.
»
Reykjavík, 7. 6. 1968, v *
Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur.
8. júní 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ