Alþýðublaðið - 20.07.1968, Síða 15

Alþýðublaðið - 20.07.1968, Síða 15
en það var ekki fyrr en hún var komin að hestagirðingunni, sem henni varð ljóst að bróðir hennar elti hana. Hún leit við og sá að hann reikaði og sá viskíflöskuna, sem iiann hélt dauðahaldi um og nú greip reiðin hana. —v Hvað ætlarðu að halda lengi svona áfram? spurði hún. — Svona hvernig, svaraði hann þreytulega. — Eins og þetta, Ned. Þú ert mjög sjaldan ódrukkinn og er ekki kominn tími til að þú farir að gleyma? Áður en hann gat svarað, bætti hún við: —• Ég á við gleyma Helen. Hann bandaði hendinni reiði- lega til hennar, en hún stóð kyrr og þegar hann var kom- inn alveg tii hennar horfði hún þrjózkulega á hann. Þá breytt- ist svipur hans og örvæntingu mátti heyra í raust hans: — Ailsa, hvers vegna þurfti þetta að koma fyrir hana? Hún yppfti öxlum. Hvernig á ég að vita það? En það er liðið og engin bót að þú drekk- ir þig í hel hennar vegna — og þá sérstaklega þar sem hún var annars manns kona. Hvers vegna horfistu ekki í augu við þá staðreynd, Ned? Hann hristi höfuðið eins og til að losna við sórsaukann og hann horfði út í fjarskann eins og hann vonaði jafnvel nú að Helen kæmi ríðandi til hans eins og áður, þegar þau voru vön að fara í reiðferðir saman um landið. En því var öllu lokið. Hann opnaði flöskuná, en áð- ur en hann gæti fengið sér sopa, tók systir hans um úln- lið hans. — Hentu þessu, Ned! sagði hún reí«ilega. — Reyndu að Jafna þlg! Hann hrinti henni frá sér. — Farðu til vinar þíns, kynblend- ingsins! urraði hann. Ailsa lyfti svipunni og hefði slegið bróður sinn, ef hann hefði ekki brosað og litið fyrir- litlega á hana. — Þú þolir víst ekki sannleik- ann, frekar en ég, Ailsa, sagði hann með fyrirlitningu. — Hvað er Símon Conrad eiginlega? Það vita allir, að í æðum hans rennur indiánablóð og samá er honum. Hann er blátt áfram stoltur af því, að forfeður hans bjuggu eitt sinn í tjöldum. Blóðið sauð í Ailsu en henni tókst að hafa stjóm á skapi sínu þar til hún hafði opnað hestagirðinguna. Meðan hún lagði á hest, stóð Ned og horfði á hana og. studdi sig við girð- inguna. Þegar hún var setzt á bak og ætlaði að fara af stað, greip Ned í taumana. — Slepptu, Ned, sagði hún rólega. — Hvernig skyldi Símoni hafa gengið í Englandi, sagði liann hugsandi. — Varla, fannst honum gaman að verða að fara þangað. Hann skellíi upp úr. Hnn hélt, að hann gæti sloppið við að fara. Vesl- ings Símon! Hvílík vonbrigði! Aðcins eitt lítið barn kemur í veg fyrir, að hann sé eigandi a,ð „Rauða landi”, Eitt lítið barn! T-oks tókst Ailsu að rífa taumana til sín, en Ned kall- aði á eftir henni: Ég skal segja þér sannleikann! Símon elskar aðeins „Rauða land.” Þú eyðir tímanum til einskis! Hún sló hestinn með svip- unni til að losna sem fyrst við þessa rödd, sem sagði sannleik- ann og eklcert annað. Hún vissi, að Símon Conrad var stoltur yfir því að forfeður hans voru indíánar og stundum var auðvelt að sjá indíánann í honum og þá aðallega þegar hann talaði um „Rauða land.” Einu sinnj höfðu indíánarnír átt þessar þúsundir ekra lands og þá höfðu þeir riðið yfir slétt- urnar, veitt vísunda og fiskað í ánum. Ailsa reið áfram og þegar hún nálgaðist búgarðinn sló hjarta hennar hraðar. Símon væri kom- inn heim og hún fengi að sjá hann aft'ur. Kannski myndi hann nú liorfa á hana og eins og hún þráði að hann horfði á' hana, en eftir lát uppeldisbróð- ur síns og konu hans, hafði Símon ekki hugsað um annað en búgarðinn. Nú var harin hans eign — búgarðurinn, sem hann háfði alltaf þráð og kannski myndi hann leita eftir ástum konu nú, þegar ósk hans hafði rætzt — leita eftir ástum Ailsu. Svart'a ráðskónan Mammy Brown hlaut að hafa séð til ferða hennar, þvi hún kom út á svalirnar til að bjóða hana velkomna. Mammy var bros- mild, feitlagin kona með skín- andi hvítar tennur og ráttia rödd. — Ég er fegin að sjá yður frk. Ailsa, sagði hún og brosti breitt. — Ég hélt, að þér mynd- uð koma. — Hvað er að, Mammy? Er eitthvað að barninu? Nei, nei, sæta; litla barnið sefur eins og engill. — Hvað er þá að? Mammy Brown ranghvolfdi í sér augunum. — Bara ímynd- un. Þér vitið, hvernig það er, frk. Ailsa. Ég er svona stund- um eftir slysið. - Bílslysið? — Já, og ég held, að slysin verði fleiri. Ég finn það á mér. Hr. Símon kemur bráðum fljúgandi þarna uppi og .... Hún þagnaði og hlustaði. Ailsa heyrði einnig vélardyn- inn í fjarska og nú skyggði hún fyrir augun riieð hendinni en það leið smástund þangað til að hún sá litla blettinn á himninum, sem var þyrla Símons. — Þarna kemur hann! hróp- aði Mammy Brown. — Þá segi ég mönnunum, að húsbóndinn sé að koma. Hún lagði af stað, en nam svo staðar og leit á Ailsu. — Er hann ekki hús- bóndinn núna, frk. Ailsa? Ailsa brosti. — Jú, Mammy. Hann verður það í að minnsta kosti 20 ár enn. HÚSGÖGN Sófasett, stakir stólar og svefnbekkir. — Klæði gömul hús- gögn. — Úrval af góðum áklæðum. Kögur og leggingar. BÓLSTRUN ÁSGRÍMS. Bergstaðarstræti 2 — Sími 16807. Hávaðinn jókst sífellt og skömmu seinna sá hún þyrluna, sem Símon var í. Margir land- búnaðarverkamennirnir voru komnir að húsinu og biðu þar. Ailsa stóð á svölunum þar til þyrlan hafði lent, en þá kom mikið reykský. Hjarta hennar sló hraðar, þegar hún sá Símon, sem stökk út og gekk stórstígur til bennar. Hún leit á hann. Var hann feginn að sjá hana? Hún vissi það ekki, því að það varð ekkert lesið úr svip hans. — Ég sagði henni það ekki. Ég lét lögfræðinginn um það. — Nú? — Jæja, Símon? sagði hún spyrjandi og rétti fram hend- urnar á móti honum, en í stað þess að -svara henni, sagði hann stuttur í spuna: — Er allt í lagi hér? Búgarðurinn — um annað hugsaði hann ekki! — Ég hef oft komið hingað, sagðí liún, — og mér hefur virzt allt í bezta lagi. Hvernig gekk þér? Talaðirðu við stúlk- una? Hann gekk fram hjá henni og inn í húsið þar sem hann fór beint inn í dagstofuna, en hnan settist ekki niður; í þess stað gekk hann eirðarlaus um gólf og leit af og til út' um gluggann. Hann tók um handlegg henn- ar og snertingin vakti óbæri- legan sársauka í brjósti henn- ar — hamingjublandinn sárs- auka. — Við þurfum ekki að hugsa um hana, sagði hann hrana- lega. — Hún er skemmtanasjúk kórstelpa. Helen hlýtur að hafa verið vitskerrt, þegár henni kom til hugar að gera hana að fjárhaldsmanni barnsins. — Svo allt fer þá vel? Hann brosti. — Ég geri ráð fyrir því. Ætli hún verði ekki fegin að láta öðrum eftir gæzl- una? En ég verð að komast út áður en rökkvár, Ailsa. Hún beit á vör sér. — Ég skal koma með þér. — Ég verð að skipta um föt, sagði hann. — Ég þarf að fara út og líta á þetta allt. Hún gekk í veg fyrir hann, þegar hann gekk til dýra. — Talaðir þú við stúlkuná? spurði hún. — Já'. — Hvað sagði hún? — Við hvað át'tu með þéss- ari spurningu? Hvað sagði hún? — Já, hvað sagði hún, þegar þú sagðir henni að hún hefði verið útnefnd sem fjárhalds- maður barnsins hennar Helen? — Nei, farðu heldur heim. Hann lagði áf stað skyridilega niður tröppurnar, en nam stað- ar eins og honum hefði skýndi- lega komið eitthváð til hugar. Þakka þér fyrir, að þú komst. | Við sjáumst seinna. Svo fór I hann. Ailsa dró andann djúpt. Ned | hafði á réttu að standa. Það ] eina, sem skipti Símon máli var j „Rauða land.” Hann þráði ekk- 1 ert annað. Hún gekk að stólpanum, sem hún hafði tjóðrað hestinn við meðan merinirnir, sem unnu á ÚTBOÐ Fram'kvæmdlanefnd byggmgaráætldnar óskar eftir tilboðum í mállnimgu utanhúss á steinflöt- um sex fjölbýlishúsa í Breiðhol'ti. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu F.B., Lágmúlla 9 frá kl. 9.00 miðvikudaginn 24. þ.m. gegn 1000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuö á sama stað þriðjudaginn 6. ágúst kl. 10 f.h. F ramkvæmdanefnd byggingaráætlunar. Bifreiðaeigendur athugið Ljósastffl’ingar og alil'ar ahnennar bifreiða- viðgerðir. BIFREIÐAVERKSTÆÐI N. K. SVANE Skeifan 5. — Sími 34362. 20. júlí 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Jg

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.