Alþýðublaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 4
HEYRT&’ SÉÐ EFNILEGUR LEIKSIJÓRI Hinn 26 ára gamli Werner Herzog hlaut Silfurbjörninn fyr- ir fyrstu kvikmynd sína „Sign of Life“. Á myndinni hér að«fan sjáum við Gilu von Weitershaus- en fræga og verðlaunaða þýzka leikkonu afhenda Herzog Silfur- björninn í lok Í8. alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Berlín. í miðið er Luis G. Berlanga, leik- stjóri frá Spáni og einn af með- limum hins alþjóðlega kviðdóms, sem kvað upp úrskurð um þær myndir, sem sýndar voru á kvikmyndahátíðinni. Sænska kvikmyndin „Ole dole doff“ hlaut Silfurbjörnin, sem bezta kvik- myndin. Werner Herzog hafði fyrir há- tíðina hlotið gullverðlaun þýzka ríkisins fyrir „Sign of Life“ eða ,,Lífsmark“, sem var talin bezta þýzka kvikmyndin árið 1968. — Mypdin fjallar um hermann, Stroszek að nafni, sem skynjar ekki lengur raunveruleikann. Hinn ungi leikstjóri vaktj mik- ið umtal í höfuðborginni, þegar hann íók á leigu kvikmyndahús í verkamannahverfi og lét sýna Framhald á 13. síðu. ■ Anna órahelgur Ég 0~t i»vi niiour ekki farið I boltalelk núna, Robbi. Ég er sko að fara á árshátíð dúkkulisufélagsins. Sá á kvöiina sem á völina Við ætlum til gamians að leggja fyrir ykkur samvizku- spumingu: Ef þið af einliverjum ástæðum yrðuð að dveljast 'eina viku á eyðiey, bvern vilduð þið helzt hafa að féliaga. Þið eigið valið á milli kvikmyndastjarna af báðum kynjum og munum við birta myndir af fjóram í senn, en samtals getið þið valið á milli 24 leikara og leikkvenna. Þegar þið hafið valið ykkur óskafélagann, lesið við textann fundir myndinni af honum, en hann á að sýna hvaða kröfur þið gerið til maka ykkar. Ekki þoram við að ábyrgjast, að sál- fræðingar skrifi undir þær persónulýsingar, en þeim er að sjálfsögðu einnig heimil þátttaka í þessari skemmtilegu sálaifcönnun. Ef þið viljið fá'sem réttasta mynd af ykkur innra manni ráðleggjum við ykkur að safna öllum myndunum áður en þið takið hina örlagaríku ákvörðun. Claudia Cardinale. ímyndunar^fl þitt fær byr undir báða vængi, þegar þú sérð eitthvað glitrandi og tilkomumikið. Einnig ertu tækifærissinni, sem notfær- ir þér aðst'æður, þótt það sem þú gerir sé siðferðilega rangt. Aaðalatriðið er, að þú komist út úr öllu saman ó- skaddaður. Þú heldur, að þú sért klár í kollinum. Rex Harrison. Þú fellur fyrir hinum hátt settu. Maðurinn þinn verður jafnt að vera sem faðir, er þú getur dáðst að og litið upp til, og einnig maður, sem getur verndað þig og fyrirgefið þér. Þú ert metn aðargjörn og þig dreymir um að komast áfram í lífinu — •þaö, sem þú vilt er eiginmað ur, se.m ryður þér braut. George Peppard. Þú fylgist vel með og vilt menn, sem skera sig úr fjöldanum. Þú ert heilbrigð og ærleg, en kannski svolítið snobbuð, a. m. k. tilfinninga lega séð. En þú vilt gjarna hafa heimilislífið innihalds- ríkt og leitar þér áhrifamik dls eiginmanns. Elke Sommer. W Þú ert hlýlyndur og til- finninganæmur og góður heimilsfaðir. En samt sem áður kíkirðu gjarna á ljós hærðar sætar píur og slærð ekki frá þér smávegis daðri. Annars erlu bezti strákur — kannski svolítið barnalegur og þú tekur mjög nærri þér að særa fólk óviljandi. 4 30. júlí 1968 — ÞVÍ EKKI ÞAÐ! Að gera STRAX bragð úr þeirri skótízku, sem væntanleg er. Kaupið ykk ur eða takið skrautsteina úr gömlum skartgripum og límið þá á áberandi staði á skónum ykkar. Ejnn stór eða margir litlir skrautsteinar geta gert mikið fyrir samkvæm islegt útlit á kvöldin. En þið verðið að gæta þess í byrjun, að skórinn sjálfur sé sparilegur. ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.