Alþýðublaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 5
Viðtal við Guðjón B. Baldvinsson sextugan: Guðjón B. Baldvinsson, deildarstjóri á Skattstofu Reykjavíkur, var sextugur síðastliðinn föstudag. Guðjón er fæddur í Hálsasveit í Borgarfirði, en flutíist til Reykjavíkur liðlega tvítugur að aldri. Hann hóf snemma afskipti af félagsmálum, og hefur alla tíð unnið mikið að þeim jafnhliða brauðstrit- inu. Við brugðum okkur upp á efstu hæð Alþýðu- hússins, þar sem Guðjón hefur skrifstofu, og sögð- umst hvergi fara fyrr en hann hefði frætt okkur eitthvað um það, sem á daga hans hefur drífið undan farria áratugi. — Það vaiknaði snemim'a hjá ' þér éhaigi á félagsmálum, Guð- jón. \ — Það má eegja, að þetta hafi þróazt svona stig af stígi. Ég gekk í veirkamannaféragið Dagsbrún árið 1929 þá nýkom- inn til bæjarins. Ég vann á Eyr- inni fyrstu árin. Þá var atvinnu- ástand hálf ömurlegt hér í bæn- um og erfitt um vinnu. Ég man, að árið 1932 voru árstekjur mín- - ar 1200 ki’ónur. Nú, í Félag unigra jafnaðarimanna gekk ég 1931. Þá var mikið líf í pólitík- inni og ungir jiafnatlarmenin tófcu virikan þátt í þeim vanda ■ málum, siem þá var við að etja. V — Hvaða mál höfðu ungir jafnaðarmenn á odddnum á þeim árum. — Nefna mætti atvinnuleysi æskufólks og máléfni iðn- i i' nema. Ennfremur börðust ung- ' ir jafnaðairmenn fyrir því að I fá aðild að stjórn Alþýðusam- bands íslands, en þá voru Al- þýðufloikkurinn og A.S.I. eitt og hið sama. Lyktir urðu þær, [ að Samband ungra jafnaðar- mannn fékik áheyrnarfulltrúa í miðstjórn A.S.Í. Um aðstöðu iðnnema er það að segja, að hún var vægast sagt mjög erfið. Iðnkennslan var í ólestri, og að loknum löng / um vinnudegi urðu iðnnemar I að stunda nám á kvöldin. i — Þú varst starfsmaður fskipulaigsnefndar atvinnumála 1 1934-35. i — Húrf geikk nú almiennt undir nafninu Raiuðka. Þá voru I Alþýðiuflokkurinn og Fram- sóknarflokikurinn saman í ' stjórn, og Haraldur Guðmunds ] son var' atvinnumálaráðherra. Starf þessiarar nefndar var ' mjög fjölbreytt, og margt af ' því, seim hún lagði drög að er I að rætast enn þann dag í daig. I Nefndin fjallaði m.a. um bygg- ingu frystihúsa, iðnaðarmálin, breytingu á jarðræfetarlögun- um og samdi auk þess álitsgerð I um seðlabanka. Sá, sem samdi þá álitsgerð var Erik Lundberg, hagfræðingur, sem fenginn var hingað til trausts og halds, en hann hafði numið hjá Gunnari Myrdal. í dag er hann banka- stjóri sænsika ríkisbankans. Einnig gerði hann álitsgérð um uppsetningu fjárlaga. Þá fékk nefndin sér til aðstoðar norskan sérfræðing, sem leiðbeindi henni við skipulag frystiiðnaðarins og fiskmatið. — Þú hefur frá upphafi ver- ið virkur þátttakandi í félags- samtökum opinberra starf s- manna. Hvernig var réttind- um þeirra háttað áðúr en þeir mynduðu samtök sín? — Fjöldi var utan við launa- lögtn, sem eingöngu náðu til embættismanna. Réttindi þeirra voru lítil sem eng- in. Allir óbreyttir ríkisstarfs- menn voru ráðnir með einstak lingsbundnum samningium. Hins vegar var vinnutíminn nokkuð hefðbundinn og helg- aðist af vinimttímla stjórnair- ráðsimanna. Lífeyrissj óðirnir vor.u aðeins fyrir embættis- mennina og hlunnindi s.s. ákveð- inn orlofstími, eða veikindafrí voru engin. Hins vegar sóttust menn eftir a ðkomast í starf hjá' því opinbera á kreppuárunum, enda í fá hús að venda með atvinnu. Upphafsins að núverandi samtökum opinberra starfs- manna er að leita til ársins 1939, en það haust var istofnað Starfsmannafélag rík- isstofnana, en félagar í því voru þeir starfsmenn, sem engu höfðu ráðið um kaup sín og kjör. Á næstliðnum áratug fjölgaði opinberum síarfsmönn- um mjög vegna ríkisstofnana, sem þá var komið á fót, svo sem einkasölum ríkisins, Tryggingar- stofnunar ríkisins, Ríkisútvarps- ins o. fl. 1942 mynduðu starfs- menn ríkis og bæja svo Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, BSRB. — Hvert var svo fyrsta verk .efni Starfsmannafélagsins ? — Það var að krefjast endur skoðumar á launalögunum gömlu og lögunum um lífeyris sjóð. Eftir stofnun BSRB var skipuð sameiginleg nefnd fulltrúa ríkisstjórnarinnar og bændalags- ins, sem gerði uppkast að nýjum launalögum, sem síðan voru sarti- þykkt í tíð nýsköpunarstjórn- arinnar, en Alþýðuflokkurinn gerði m.a. samþykkt þeirra að skilyrði fyrir þátttöku í þeirri stjórn. — Hver voru helztu nýmæl- in í þesisum lögum? — Teknir voru upp áikveðn- ir iaunaflokkar, 14 talsins, með ákveðium aldurshækkunum. Ákvæði var í þeim þess efn- is, að vinn,utími skyldi ákveð- dinn með reglugerð. Það dróst nokkuð, að sú reglugerð y'rði samin, sem var mjög bagalegt m.a. vegna þess, að á meðan voru mörkin milli dagvinnu og yfirvinnu mjög á reiki. Það sem réði úrslitum um að reglu igerðin var samin var deila, sem kom upp vegna yfirvinnu starfsmanna á Skattstofu Reykjavíkur. Þanni-g var, að Btarfs'menn' Sikjattstofuinniar fengu fasta ársgreiðslu fyrir yfirvinnu án tillits til þess, hvort hún var miikil eða lítil. Samtöjcin töldu hins vegar, að engum bæri skylda til áð vinna yfirvinmu, nema gegn ákveðnu kaupi, samikvæmt þeirri reglu gerð, sem lögiin gerð,u ráð fyr- ir. Því var það, að Skattstofu- menn neituðu að vinna nokkra i eftirvinnu á rneðan ekiki væri fyrir hendi reglugeröfei' um vinnutíma opinberra starfs- manna. Þessu var ekki tekið með þögninni af hálfu hins opinbera. Félaginu og starfs- mönnum var hótað lögsókn fyrir brot á lögunum frá 1915 um bann við verkföllum opinberra starfs- manna. Við stóðum á hinn bóg- inn fast á nýju lögunum og kröfðumst reglugerðarinnar, enda fór svo, að hún sá dags- ins ljós, og þar með var málið' leyst. — Hvernig gefek ykkur að halda í við aðrar stéttir með baup og kjör? — Við reyndum að fá sömu ikauphækkanir og verðlagsupp bætur og verkalýðsfélögin, e,n vorum mjög hlunnfarnir, eins og bezt sést á því að næsta end- urskoðun launalaga kom ekki fyrr en 1955, og við vorum t. d. ekki reiknaðir með í fyrstu lögunum um vísitöluuppbæt- ur. Þetta gekk annars þann- ig, að við vorum ahtaf langt iá eftir öðrum með bætt kjör eins og verða vill um stéttir, sem fá kaup samkvæmt lögurni. Eitt sinn fengum við svokallaðar ,,ómagabætur“, þanr.ig að kaup starfsmann'a SiBekkaíV. með hveirju barni. Má segja að þetta hafi verið nokkurs konar undanfari fjöl- skyldubóta eins og þær eru framkvæmdar í dag. — Hvenær komst fyrst skrið ur á setnimgu laga um samn- ingsrétt opinberra starfs- manna? — Það var árið 1959 í eins- flok'kisstjórn Alþýðujflokksins. Giuðmundur L Guðimmdsson, sem þá viar fjármálaráðherra, skipaði nefnd til að athuga um setningu laga um samningsrétt. í nefndinni voru þeir Sigtryggur Kliemens'son, Baldur Möller og Jón Þorsteinsson af hálfu ríkisvaldsins, en við Eyjólfur Jónsson fyrir hönd BSRB. Nefndin þríklofnaði og skilaði , 3 álitum. Við Eyjólfur lögðum fram uppkast þar sem norsku lögin væru tekin til fyrir- myndar, Baldur og Sigt.rygg- • ur lögðu til, að ástandið yrði nánast óbreytt, en Jón Þorsteinsson fór milliveginn, og má isegja, að tillögur hans haifi farið næst þeim lögum, sem nú eru í gildi. Málið lá nú í þagnargildi v um skeið, en árið 1962 skipaði Gunnar Thoroddsen, þáverandi fjármálaráðherra, nefnd emb- bættismanna til að taka upp þráðinn, þar sem frá var horf- ið og gerði hún uppkast að s a m njiir g sr é 11. a rl ö g'Ujm. Síð/an. var bætt í nefndina fiulltrúum BSRB og gekk bún síðan end- anlega frá uppkastinu að lög- unum, sem lögð voru fyrir al- þingi og samþykkt í apríl 1962. Annars er þessi saga ekki nema hálfsögð ef sleppt er hlut barna- og framhaldsskóla- 'kennara í framvindu hennar. í byrjun árs 1962 hófu þeir nefnilega undirbúning að upp- sögnum úr starfi til að leggja áherzlu á kröfur sínar um bætt kjör og samningsrétt. Ef til þess hefði komið, að meiri- hluti kenmara við barna- og framhaldsskólana hefði horfið frá störfum, ligigur í augum uppi, að neyðarástand hefði skapazí í málefnum skólanna. Segja má því, að þessar að- gerðir kennaranna hafi krúi'J á lausn þessa máls og lögi i því verið sett jafnfljótt og raun ber vitni. Framhald á 14. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 30. júlí 1968 —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.