Alþýðublaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 16
J ÍMMPXD hafði reykurinn mvndazt. VfSIK... Mér skilst að það sé talsverð ur hópur ungra manna sem hef ur ekki áhuga á pólitík. En sumir þeirra hafa áhuga á áhuga leysi á pólitík... Kallinn bakaöi kellinguna alveg í gær, maður. Hánn sagði við hana: „Að halda fram hjá kon unni sinni, það er eins og að komast í steik, eftir að hafa fengið hafragraut í alla mata.” Kort af Reykjavík Sala er hafin á korti af R- vík, sem bókaútgáfan Se'tberg Og Auglýsingastofa Gísla B. Björnsonar gefa út í samein ingu. Kortið er litprentað og teiknað í samráði við skipu- lagsdeildir viðkomandi sveit- arfélaga, en það nær yfir Sel tjarnarnes og ' Kópavog, auk Raykjavíkur. Kortið er gefið út bæði á íslenzku og ensku og kostar það 85 krónur með sölu skatti. Kortið tekur yfir allt borg arstæðið og eru allar götur borgarinnar merklar með heitum og er sérstök götuskrá á kortinu þannig að menn geta auðveldlega fundið þær. í Reykjavík eru nú um 476 götur í Kópavogi yfir 70 og 18 á Seltjarnarnesi. Öll mýju hverfin eru á kortinu. Þá eru og 135 teikningar af húsum, styttum o. fl. er markvert telst. Sérstök atriðaskrá er fyr ir hvert bæjarfélag og eru 240 atriði merkt á Reykjavíkur- kortinu sem er skipt í eftirfar andi kafla: Opinber þjónusta, stjórnsýsla — Sendiráð — Ferðalög, flutningur, póstur — Gisting, veitingar — Bankar — Söfn, leikhús, kvikmynda- hús — Kirkjur, skólar — í- íxróttamannvirki, sundlaugar, böð — Garðar, styttur — Sjúkrahús, elliheimili, lyfja- búðir — Ýmis hús og stofnan ir. Hvert atriði er merkt með þriggja stafa tölu ásamt götu og 'símanúmeri. Á sérkorti af Árbæ og Breiðholti eru 15 at riði, á Kópavogskorti eru 29 og Seltjrnarnesi 11 atriði. Upp bygging kortsins er þannig að é annarri hlið þess er Reykja vík og hinni sérkort af Árbæ, Breiðholti, Kópavogi og Sel- tjarnarnesi ásamt götuskrá yf ir götur þessara sveitafélaga og atriðaskrá fyrir hvert kort. Kortið er samanbrotið 12x22 om og fer vel í vasa, en ó brotið 50x72 cm. Kortinu er einnig skipt í merkta hæfi lega stóra reiti til þess að auð veldara sé að finna -atriði og götur. Byggð svæði, óbyggð svæði og gróið tand hafa hvert sinn lit. Nokkrir útsýnisstaðir eru merktir og svo mætti lengur telja. Ætli þessir Rússar sem eru enn í Tékkóslóvakíu, hafi ekki bara beðizt þar hælis.. . Ein meginástæða þess að við höfum ekki efni á að lifa eins og við lifum er sú að við lifum þannig... vor dag egi HÆlístur A5 sprengja á pappír Hvernig við íslendingar, eða réttara sagt forfeður okkar, sem nú lifum í landinu, fóru að því að lifa í landinu þrátt' fyrir og enda þótt að náttúran legði fram alla sína framkróka að eyða iandiog lýð, gengur eins og rauður þráður gengnum íslands söguna. Hvernig forfeður okkar, og jafnvel þeir sem 'enn Iþá dveljast meðal vor í Gósen, komusí milii landshluta eftir engum vegum, yfir stórfljót eftir 'Cngum brúm og yfir háfjöll og heiðar á engum flugmaskínum, ier einnig ódauðleg hetjus'aga. Fólksins í Landinu — Íslenzíkar SveitaAl'þýðu. Samt var engin ihetju- dáð þeirri fremri að verða úti milli bæja,'komast upp á fjallsins brún og villast heim til sín aftur, ganga kringum sama stein- inn svo dægrum skipti, safna grýlukertum í skegg og augna- brúnir. Engum ihossar þó sagan eins og þeim, sem steypast í dysjar til dauðra, eins og séra Oddur í Miklabæ. Þessar þarmi slungnu hetjusögur eru lifibrauð kynslóðanna og ekk| laust við að sumir sakni þess, að nú er búið að brúa hverja sprænu, sem nokkuð 'kveður að og engin skynsamleg ástæða til að deyja rómantízkum hetjudauða á svamli í Jökulsá á Fjöllum, svo eitthvað sé nefnt. En kannski stendur einmitt þetta til bóta. Ekki alls fyrir löngu lagði ein af hinum nýrri brúm landsins upp laupana í hlaupi. Tilveru EJliðaárbrúnna var alvarlega ógnað í vetur í flóðunum miklu, sömuleiðis mátti víst ekki muna miklu að Ölfusárbrúin færi sömú leið. Ekkert' dugði þó þessuin brúm íil aldurtila og þess vegna hefur verið drifið í að fá hingað „Rauðu djöflana" frá Arn- heim, til að reyna að koma skriði á mólið. Að vísu er sagt að þeir ætli sér einungis að sprengja brýr á pappír, sem þýðir vonandi að þeir fái frjálsan aðgang að teiknistofu vegamálastjórnarinnr, þar sem vinnuteikningar að brúm verði vinsaðar úr til frjálsra afnota fyrir fallhlífadeild hennar hátignar bretadottningar. Að sprengja brýr á pappír, er ekki eins mikið nýmæli og ætla mætti í fljótu bragði. Þannig las ég nú eitt kvöldið frá- sögn af árás brezkra sprenguflugvéla á stiflugarða í Þýzka- landi. Maðurinn, sem bjó til sprengjuna í þessu sérstaka augna- miði, þurfti að spriengja margar stíflur bæði í pppír með út ireikingum og úr pappír með raunverulegu sprengiefni, áður en bomban varð fullkomnuð. Því hefur brugðið fyrir, að Hjálparsveit skáta hafi hug á að taka Iþátt í brúarsprengingum hinna „Rauðu djöfla” Bretadrotrtn inigar og þá væntanlega í iþví skyni, að vera betur undir það búnir, að verja undanhald Almannavarna, ef styrjöld skyldi skella á einn góðan veðurdag! GADDUR. Verðlaunaleysi Einn aldinn góðkunningi blaðsins hringdi í okkur í gær og sagði að sér hefði orðið ljóð á munni, þegar hann frétti um úrslítin í ljóðasamkeppninni sælu á dögunum. Þetta Ijóðmæli gamla mannsins, en hann er nú 76 ára, er á þessa leið: Er móðurmálið mitt svo leitt, mengað, togað, orðum sneytt, að ekki neitt, eitt einasta eitt andans menni f'ái úr því greitt og smiðað með móðurmálsins orðum minningaróð sem f'eðumir forðum?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.