Alþýðublaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 1- ágúst 1968 — 49. árg. 146. tbl. Samkvæmt síð'ustu fréttum frá Prag- mun viðræðunum lialdið i fram' í dag. Breshnev ýeiktist en mætti aftur á fundi í gær. uridarloka be eftirvæntinsu Er blaðamaður og ljós- myndari Alþýðublaðsins komu í Alþingisliúsið í gær til að sjá og mynda þann við- búnað, sem þar hefur verið gerður vegna embættistöku hins nýja forseta íslands í dag, var þeim ekki tekið bet- ur en svo, að blátt bann var Iagt við því að þar væru teknar nokkrar myndir. Var það ráðuneytisstjórinn í forsætis- og me'nntamálaráðu nej’.tinu, Birgir Thorlacius, sem að því banni stóð. Það kemur alltaf fyrir annað veifið a ð háttsettir embættismenn finna hjá sér hvöt til að gera sig breiða gagnvart blöðunum, að því er virðist og til þess eins að sýna óbreyttu fólki, hverjir það séu sem valdið hafi. Hitt skiptir þessa menn engu, þótt þe'ir með stirfni sinni hindri blöðin í þeirri skyldu þeirra að gefa al- menningi sem gleggsta mynd af því sem fram fer í þjóð- félaginu. Alþýðublaðið óskar einskis fremur en að eiga gott sam- starf við alla þá aðila sem það hefur samskipti við, háa jafnt sem lága. En samskipti blaða og háttsettra embættis- manna eiga he'lzt ekki að vera á þann einhliða hátt, að blöðin séu ætíð reiðubúin til að birta allt sem þeir vilja láta b!rta, en hins vegar sé ekki öðru að mæta en stirfni og merkilegheitum, þegar blöðin eiga frumkvæðið. í þessu tilviki er út af fyr ir sig um litinn hlut að ræða, en hann er langt frá því e'ins- dæmi, og þess vegna vill AI- þýðublaðið nota þetta tæki- færi til að mótmæla svona aðferðum. í GÆRKVÖLDI lá ekki ljóst fyrir hvenær fundi ráðamanna Sovétríkjanna og Tékkósló- vakíu myndi Ijúka. Það vakti talsverða ringulreið mt'ðal fréttamanna, er það fréttist í gær að Breshnev væri veikur og yrði að hætta fundahöld- úm. Veikindi Breshntv reynd ust ekki alvarlegri en svo, að hann mætti til kvöldfundar. Útvarpið í Prag skýrði frá því í gærkvöldi, að nokkrir fundarmanna hefðu ekki mætt til kvöldfundiar og þótti það benda til að þeir væru að undirbúa drög að niðurstöðu fundailns eftir þriggja daga fundarhöld. Niðurstöðu fundarins er beð ið með mikilli eftirvæntingu ,af almenningi í Tékkóslóvakíu,' sem gengur um göturnar með férðaútvörp í hendfi til að rnissa etkiki af nýjustu fréttum af fundinum. Óstaðfestar 'fréttir herma að istjórnmálamenn geri sér von- ir um að Sovétmenn slandi ekki fast á kröfunni um að sovézkir hermenn verðii stað- settir á landamærum Tékkó- slóvakíu og V-Þýzkaiands, eða kröfunni um ritskoðun og heftingu á lýðræðisleigrj stjórn arháttum í Tékkósióvakíu. NÝ STJÓRN í gærkvöldi myndaði forsetl íraks, Ahmed Ilassan nýja rjkis stjórn með 26 meðlimum. Er þetta önnur ríkisstjórnin sem. mynduð er á tveimur vikum. Merkur forn- leifa- fundur BLANC SABLON, Que- bec, 31. júlí. Kanadískir fornleifafræðingar hafa fundið leifar af um 100 bý- kúpulaga steinkofum, sem þeir telja, að hafi veriö bú- staðir norrænna víkinga fyrjr um 1000 árum. Kcfa- leifarnar fundust um 1600 km. fyrir norð-austan Que becborg. Leiðangursstjórinn, Rf'né Levesque frá Sherbroeke- háskóla í Quebee/sagði að frá hans sjónarmiði væri fundur þessi afar me>'ki- legur frá sögulegu sjónar- miði og gæti reynzt veiga- mesti fornleifafundur í Kanada á okkar dögum, Fundarstaðurinnl liggur um 120 km. frá L’Anse anx Meadows á norðurodda Ný- fundnalands, þar sem fund ust tóftir árið 1963, sem taldar hafa verið frá bú- setu víkinga þar um árið 1000. Síðustu fréttir. í dag verður nýkjörinn forseti íslands, dr. Krist- ján Eldjárn, settur í embætti við hátíðlega athöfn, sem hefst í Dómkirkjunni klukkan 15.30. Þar flyt- ur biskup Íslands ávarp, en að athöfninni í kirkj- unni lokinni verður gengið í sal neðri deildar Al- þingis, þar sem forsetinn tekur formlega við emh ætti. Eins og fyrr segir hefst athöfn in í Dómkirkjunni. Biskupinn flytur ávarp og les upp úr ritn ingunni, en síðan verður sálma- söngur. Um klukkan 16 verður svo gengið i Alþingishúsið. Þar les forseti Hæstaréttar kjörbréf hins nýja forseta, en forseti und irritar drengskaparheit um að halda stjórnarskrána. Síðan ganga forsetahjónin út á svalir Alþingishússins og kasta kveðju á mannfjöldann, en því næst flytur forsetinn ávarp í þingsal neðri deildar. Að ávarp inu loknu syngja kórar Dómkirkj unnar og Háteigskirkju þjóð- sönginn. Viðstaddir athöfnina í Alþing ishúsinu verður ríkisstjórnin, fulltrúar erlendra ríkja, hæsta réttardómarar og fleiri. Hátölurum verður komið fyrir utan við Dómkirkjuna og Alþing ishúsið, svo að allir, sem vilja geti fylgzt með því sem fram fer. í gær var unnið að því af kappi að undirbúa athöfnina í Alþingishúsinu. Fréttamaður og Ijósmyndari Alþýðublaðsins litu þar inn til að kynna sér livernig undirbúningi liðj og taka myndir af því, sem þar fór fram. Mynd ir fylgja því miður ekki þessari frásögn, þar sem ráðuneytis- stjóri forsætis- og menntamála- Framhald á 14. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.