Alþýðublaðið - 01.08.1968, Síða 10
i Nýr
þáttur
*byrjar
Síða sú, sem þér eruð
nú að hefja lestur á, er
öldungis ný af nálinni,
og er henni ætlað það
merkishlutverk að vera
vettvangur æskunnar.
Munum vér því taka
hér til birtingar alls
kyns efni, sem síðunni
berst, en áskilinn verð-
ur þó sá réttur að velja
og hafna slíku efni. Að
sjálfsögðu mega allir
senda síðunni efni, en
það verður þó að tak-
markast við áhuga ungs
fólks, eða því sem næst,
og skorum vér hér með
á unga sem aldna að
senda oss efni til hirt-
ingar, því ætlun vor er
að reyna að hafa síðuna
eins efnismikla og unnt
er, en hafa her þó í
huga ofanritað, að efni
verður að takmarkast
við áhuga ungs fólks.
I. S.
Fróbleiksmolar
um Sonny og Cher
Sonny, sem með réttu heitir
Salvatore Bono, er yfirleitt
klæddur eins konar Alla Rúts
vesiti og eskimóaskóm, en hin
fagra eiginkona hans, Cher La
Piére, er hins vegar klædd
dáta-buxum, indv erskum
mokkasíum og kvenlegri
blússu. Þessi sérkennilegu
Umsjónarmaður:
Ingimundur
Stgurpáissan
amerísku hjón byrjuðu ekki
að syngja fyrr en eftir að þau
giftu sig fyrir rúmum fjórum
árum. Þetta byrjaði með því,
að þau voru að leita sér að
húsgögnum í nýju, litlu íbúð-
ina sína. Þá fundu þau meðal
arrnars gamalt píanó í skran-
verzlun nokkurri. Og þau
(keypitiu lhjal|inn, slem silðar
varð upphafið að hinum gæfu-
sama ferli þeirra. Sonny keypti
verkfærið aðallega til þess að
get’a spilað undir, meðan Cher
raulaði frammi í eldhúsi — og
með tímanum urðu til heima-
tílbúin lög og heimaiilbúnir
textar.
„Öll okkar velgengni byrjaði
ieftir að við keyptum þetta
gamla drasl," sagði Sonny eitt
sinn og átti þá auðvitað við
píanóið. ,,Ég og Cher tnáum
því statt og stöðugt, að það
hljótið að vera góður andi í
því, enda dytfi okkur aldrei
í hug að láta það frá okkur,
hvað sem við yrðum rík. Við
höfum það meira að segja enn
á bezta staðnum í íbúð okkar,
og við höfum ekki hugsað okk-
ur að flytja það þaðan. Tón-
list okkar köllum við Folk-n-
Rolt. Nokkurs konar þjóðleg
tónlist með roek-takti. Öll lög
okkar eru full af hamingju og
ánægju með ailt og all-a —
Framhald á 13. síðu.
Ný hljómplðtð me5
(
sextett Ólafs Gauks og
Svanhildi og Rúnari
Fyrir skömmu kom á markaðinn. enn ein hljómplata á vegf-
um S.G.-hljómplatna, að þessu sinni með hljómsveit Ólafs
Gauks og söngvurunum Svanhildi og Rúnari. Hljómplata þessi,
sem prýdd er fjórum faUegum lögum, er sú þriðja, sem sextett
Ólafs Gauks sendir frá sér. Á hljómplötu þessari fær hið
gamla og fjöruga lag, „Bjössi á Hól“, viðeigandi og smekklega
meðferð. Svanhildur sýnir með því sína beztu hliff, en lög í
þessum stíl falla einna bezt við hennar fremur einhliða söng.
máta. Undirraddir eru mjög góðar og einnig undirspil, þó
svo að heldur mikið beri á því. Næst ber að nefna liið gull-
fallega Iag, „If I Were A Rich Man“, úr söngleiknum fræga,
Fiddler on the roof. Lag þetta er forkunnarvel sungið af þeim
Rúnari og Ólafi Gauk. Látlaust undirspil er einnig ágætt,
þó svo að áherzlur vanti víða. „Ef bara ég væri orðin átján“
er mun nýstárlegra lag og krefst að sjálfsögðu frábrugðins
flutnings. Hér er það Svanliildur aftur og syngur áfram í
sínum hefðhundna stíl. Að lokum ber að nefna vinsælasta lag
plötunnar, þó ekki sé það hið bezta að sama skapi, lag Rúnars
Gunnarssonar, „Undarlegt með unga menn“. Með því sannar
Rúnar ágæti sitt sem lagasmiður. Þrátt fyrir ofnotkun saxa-
fóns, gerir flutningur það að frambærilegasta lagi plötunnar.
FRÁ BITLUNUM HUÓMAR MEÐ MÖRG JÁRN í ELDINUM
Bítlarnir brezku hafa nú gefið út yfirlýsingu, þar sem gerð
er grein fyrir væntanlegum hljómplötum á árinu 1968. Segir
þar, að innan nokkurra vikna megi búast við tveggja-laga
hljómplötu, en „LP“-hIjómplata er væntanleg í septemberlok.
Af töku þriðju Bítlamyndarinnar, sem oftsinnis hefur verið
seinkað, mun verða, er önnur „LP“plata hefur komið út. Má
því ætla að myndataka hef jist í júní næsta ár, þó enn sé það
ekki fullákveðið.
John Lennon hefur nú selt hina skrautlegu Rolls-Royce
bifreið sína. Kaupandinn vill ekki láta nafn síns getið, en
vitað er, að hann stundar bílasöfnun. Rollsinn var meðal
margra annarra bifreiða á sýningu, sem haldin var í New
York-fylki í Bandaríkjunum fyrir skömmu, og vakti þar gífur-
lega athygli. Ekki Ieið á löngu, þar til tilboðin tóku að
streyma til Jóns, og eftir mikil þankabrot ákvað hann að selja
gripinn.
Þó svo að Illjómar frá
Keflavík hafi margt verið
með í pokahorninu gegnum
árin, hefur ekkert vakið eins
gífurlega athygli og sú stað
reynd, að liðsmönnum hljóm
sveitarinnar fjölgi um tvo á
hausti komanda. Mun hér
vera um að ræða þau Gunm
ar Jökul, trymbil í Flowers',
og Shady Owens, söngkonu
Óðmanna. Af þessum sökum
mun hljómsveitarskipan’
breytast nokkuð, eða þannig,
að Engilbert snýr sér að
söngnum mcð Shady, en
Gunnar tekur sæti hans við
trommurnar.
Af ofanrituðu má glögg-
lega sjá, að Hljómar eru ekkj
þagnaðir enn sem komið er,
hverjar sem afleiðingar uppá
tækis þeirra verða síðar.
í september næstkomandi
halda Hljómar til Bandaríkj-
anna, en þangað eru þeir
náðnir til tveggja mánaða'
fyrst um sinn. í Bandaríkj-
unum munu Hljómar leika
á ýmsum stöðum og þá-
einna helzt í skólum —*
menntaskólum öðrum frem
ur — og næturklúbbum. En
áður en til þesaarar farar
kemur, halda Hljcmar til
Lundúna þeirra erinda að
ieika inn á 12 laga hljcm-
plötu á vegum S.G.-hljcm-
platna, og er áællaður brott
farardagu.r 19. ágúst. Strax
að upptöku lokinni koma
Hljómar aftur til íslands, og
munu síðustu dagarnir fyrir
Bandaríkjaförina notaðir til
hins ýtrasta við að Ijúka
því, sem eftir verður.
Hljóma-dansleikur verður
enginn eftir 17. ágúst, þar eð
þá koma þeir fram í síðasta
sinn fyrir utanl’andsförina í
Saltvík.
10 1. ágúst 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ