Alþýðublaðið - 15.08.1968, Blaðsíða 5
Hætt við harðari
átökum í Chicago
Senn líður að því, að clemó-
kratar í Bandaríkjunum komi
saman á fiokksþing til að velja
sér frambjóðanda fyrir forseta
kosníngarnar í haust og allár
líkur eru á því, að þeirra fram
bjóðandi verði álíka ,.óinte-
ressant“ og sá repúblikani,
sem fyrir valinu varð
nefnilega Hubert Horatio
Humphrey, núverandi vara-
forseti. Gera má ráð fyrir, að
\ gangur flokksþingsins vft'fði
svipaður og hjá repúblikön-
um: spenna verði talsverð fyr-
ir fyrstu atkvæðagreiðslu og
jafnvei taldar líkur á, að
McCarthy hafi möguleika til
sigurs, en svo segi handjárn-
in til sín og þá taki hin ýmsu
ríki að hoppa yfir á Hump-
\ hrey, eða ,,get oh the band-
wagon“, eins og sagt er vest-
ur þar, til að bæta aðstöðuua
síðar.
En það er annað atriði, sem,
ef til vill kemur til með að
vekja meiri athygli í Chicago
; en sjálft flokksþingið, og það
eru aðgerðir andstæðinga
stríðsins i Vietnam, aðgerðir
negra o.s.frv.
Nú var það svo suðxir í Flor
ida, að til verulegra kynþátta-
óeirða kom á meðan á þingi
repúblikana stóð, en þær urðu
í Miami, sem er ekki sama
borg og Miami Beach, og þeirra
varð lítið vart á þinginu sjálfu.
Stríðsandstæðingar hafa
hins vegar þegar til'kynnt, að
þeir muni fara mikla „stríðs-
göngu“ til fundarsalarins, þar
sem þing demókrata verður
> haldið í Chicago. Á gangan að
\ fara fram kvöldið 28. ágúst,
' kvöidið, þegar búizt er við, að
þeir muni halda það stefnu-
mót, hvort sem Richard J.
Daley, borgarstjóri og yfir-
maður flokksvélar demókrata
í borginni, gefi Xeyfi til mót-
mælagöngu eða ekki.
Skipulagsnefnd andstæðinga
r Vietnamstríðsins hefur í
hyggju að fá legupláss handa
100.000 mótmælamönnum, er
koma munu til borgarinnar af
þessu tilefni, í skemmtigörð-
um borgarinnar, ef leyfj fæst.
Segir talsmað.ur nefndarinnar,
* að mótmælamenn muni ekki
1 hindra þingfulltrúa í að kom-
ast inn eða út úr þingsalnum,
en þeir muni láta finna fyrir
sér á dramatískan hátt.
Ennfremur hafa fulltrúar
■ samtaka um „opið þing“,
þ.e.a.s. andstæðingar þess að
fulltrúar á þinginu hafi fyrir
fram ákveðið hvern þeir muni
-----------------------------<
ÓTTAR YNGVASON
héroðsdómslögmaður
MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA
BLÖNDUHLÍÐ 1 - SÍMI 21296
styðja, ákveðið að fá leyfi
Daleys til að hald.a risafund
um málið. Samtök þessi styðja
McCarthy.
Ofan á þrengingar fram-
kvæmdastjórnar flokksins
vegna þessara fundahalda og
mótmælagangna bætist svo,
að enn mun ekki úkljáð verk
fall rafmagnsmanna í borg-
inni, svo að ekki hefur gef-
izt ráðrúm til að legigja raf-
lagnir og lagnir fyrir sjón-
varpssendingar beint frá fund
arsalnum. Ennfremur bætist
svo við, að hótað hefur verið
verkfalli leig.ubílstjóra og
strætisvagnastjóra i borginni,
og gæti slíkt sett alla mann-
flutninga í sambandi við
flokksþingið úr skorðiun, því
að þingsalurinn er um 4 míl-
ur frá miðborginni. Loop, þar
sem öll helztu hótelin eru.
Annars hafa borgaryfirvöld-
in aðallega áhyggjur af hinni
miklu mótmælagöngu til þjng
staðarins, sem ef til vill verð
ur margar mílur á lengd og
getur valdið miklum erfiðleik
um í öryggismálum. Ganga
þessi getur orðið enn stærri
en skipuleggjendur gera ráð
fyrir því að flestir stuðnings-
menn McCarthys eru það
vegna fordæmingar hans á.
stríðinu í Vietnam og þvi er
mjög líklegt að þeir taki þátt
í göngunni,- Og gagnrýnin á
stríðinu beinist að sjálfsögðu
að stjórninni vegna stefnu
hennar. Það gæti því orðið erf
itt að tryggja öryggi Banda-
ríkjaforseta og annarra framá
manna demókrata í borginni,
ef illa tækist til.
Allavega verða aðgerðirnar
mannmargar, hvort sem þær
verða friðsamlegar eða ekki,
en til vonar og vara verður
komið fyrir lögreglumönnum
á ýmsum hernaðarlega mikil
vægum stöðum, þar sem auð-
velt verður að koma þeim til
staða, þar sem hætta er á, að
átök geti orðið. í Chicago er
11.900 manrta lögreglulið.
En svo er að lokum þess að
geta, að í Chicago búa nálega
ein milljón svertingja, marg-
ir þeirra fátækir og óánægð-
ir. Hefur Daley borgarstjóra
þegar borizt bréf frá formanni
kristilegra samtaka, þar sem
hann er varaður við, að „ghett
Óið sé að því komið að gjósa“
og hvefur hann borgarstjór-
ann m.a. til að taka hvíta lög-
reglumenn og slökkviliðs-
menn út úr negrahverfin og
setja í staðinn svertingja.
Ýmsir telja, að svertingjar
muni ekki skipuleggja neinar
aðgerðir, þar eð foringjar
þeirra telji fáránlegt að gera
slíkt, þegar við sé að eiga
miklu meiri mannafla og byss
ur. En allt um það eru menn
hræddir um, að fi-eistingin
verði of mikil, þegar Johnson
forseti verði í bæn,um ásamt
öllum framámönnum demó-
krata, og til einhverra átaka
kunni að koma.
Af þessum sökum verður allt '
lögregluliðið látið vinna á 12
tíma vöktum á meðan á flokks
þinginu stendur, og deildir úr
þjóðverðinum, sem hafa ver-
ið sérstaklega þjálfaðar í að
fást við uppþot, verða hafðar
Aliar líkur benda til að Humphrey verði fyrir valinu sem forseta-
ef-ii demókrata. j
til taks.
Það er þó ekki nein ástæða
til að hafa áhyggjur af framá
mönnum, eins og Johnson, for
seta og Humphrey, vara-for-
seta, því að þeir verða fluttir
með þyrlum milli hótela sinna
og þingstaðarins. Og svo er
þess að geta, að verði um meiri
háttar „gos“ að ræða í Chicao,
þá verður forsetinn sjálfur á
staðnum, ef til þess kæmi að
igefa þyrfti út tilskipun um,
að herinn skerist í leikinn.
68
4 DAGAR EFTIR o OPIN FRÁ KL 10-10
SÝNINGIN SEM
ALLIR VERÐA AÐ SJÁ!
FORELDRAR!
HESTAMENN!
VEIÐIMENN!
HOSMÆÐUR!
Sýnið börnunum íslenzku dýrin.
Glæsilegustu gæðingar landsins.
Gangið við í hlunnindadeildinni.
Missið ekki af sýnikennslunni.
SKÚGRÆKTARMENN! Tækifæri tii að sannfæra vantrúaða.
GARÐEIGENDUR! Gtrúlegt val tækja og gróðurs.
BÆNDUR! Það bezta úr ísl. landbúnaði á einum stað.
BORGARBÚAR! Lifandi sýning í orðsins fyllstu merkingu.
ÍSLENDINGAR! Fortíð og nútíð mætast í þróunardeild.
SÝNING, SEM ALLIR VILJA SJÁ
ÚR DAGSKRÁNNI í DAG:
18,00 Skozki fjárhundurinn frá Kleifum rekur fé
20,00 Hestam. fél. Fákur a tnasi úfidagskrá.
15. ágúst 1968 - ALÞYÐUBLAÐIÐ 5