Alþýðublaðið - 15.08.1968, Blaðsíða 15
ur með strítt, grátt hár og axla-
siginn — rétti lienni höndina
stoltur og samt áberandi glaður
og traustvekjandi.
— Velkomin heim, frk. Jean,
sagði hann á lélegri ensku.
Þökk fyrir. Það lá við, að tár
in kæmu fram í augum á henni.
Það var engu líkara, en Bruce
fyndi, hvernig henni var innan
brjósts, bví hann greip um hand
legg hennar, sagði fáein vingjarn
leg orð við gamla mannin og fór
með haa að gömlu, velviðhöldn
um jeppa, sem beið skammt frá
höfninni.
— Já, það eru vegir hér,
sagði hann og hló að undrun
hennar. — Þeir eru að visu grýtt
ir en vel nothæfir.
Innfæddur drengur flutti far-
angur þeirra og hljólp sjálfur á
eftir jeppanum.
— Þetta er Púkk, sagði Bruce.
þegar þau lögðu af stað. —
Hann er þjónn minn. Gamli
maðurinn er Mapú. Höfðingi
þorpsins og stórkostlega góður
maður. Þér eigið eftir að finna
það síðar.
Þröngur, grýttur vegurinn lá
upp fjallshlíðina yfir að lágum,
löngum bragga, sem hvítt glamp
aði á í myrkrinu, sem óðum var
að síga á.
Við erum komin heim, hróp
aði Púkk og stökk af stað yfir að
svölunum. Þar galopnaði hann
dyrnar og sigrihrósandi eins og
stöltasti gestgjafi 'heiimisins.
Jean gat ekki annað en brosað,
þegar hún gekk við hliðina á
Bruce fram hjá honum og inn
hafði virtzt vera braggi bar í
í stóran forsal. Það, sem henni
raun og veru afar skemmtilegt
einbýlishús. Um leið og hún gekk
inn voru aðrar dyr opnðar og
ljósbirtan streymdi til móts við
hana.
— Túan Bruce, var sagt blíð
Iega.
— Þarna ertu þá, Sara, sagði
hann og hló við. — Þetta er enska
ungfrúin, Jean, sem ætlar að
eiga heima hjá okkur. Jean,
þetta er Sara, sem sér um húsið
fyrir mig með aðstoð Púkks.
Jean greip andann á lofti af
undrun og skelfingu, því að fyr
ir framan hana stóð fegursta
unga stúlka, sem hún hafði
nokkru sinni séð. Grannvaxinn,
fagur líkami Söru var vafinn í
dumbrauðan sarong og á fótun
um bar hún ilskó hinna inn-
fæddu. En hjartalaga, lítið and-
litið með. stór dökk augun og lið
að hárið, sem féll niður með
kinnum hennar, sýndu það, að
Sara var alls ekki innfædd. Hún
hlaut að hafa ítalskt eð franskt
blóð í æðum.
BRAUÐHUSIP
SNACK BAR
Laugavegi 126,
sími 24631.
En Bruce breytti ekki um svip,
heldur leiðrétti hana kuidalega.
— Það eru fimm vikur og fjórir
dagar, þangað til að þér verð
ið myndug, Jean og ég hef hugs
að mér að taka fjárhaldsmanns
embættið hátíðlega. Ég hef þegar
mælt svo fyrir við Bronson skip
stjóra, að farangur yðar verði
fluttur i vélbátinn minn og þér
skulið kveðja vin yðar núna og
koma með mér.
—Don. Jean þrýsti sér upp að
unga manninum, sem hún elsk-
aði og leit biðjandi á hann.
Hann laut yfir hana.
— Nei, heyrðu nú til, elskan
mín litla, hvíslaði hann. Farðu
með honum. Lögin segja, að
hann sé í sínum fulla rétti. Auk
þess er hann viðbjóðslegur harð
stjóri og enginn hér á eyjunum
þorir að rísa gegn vilja hans.
Rödd Dons dó út eins og hún
hefði kafnað af biturð. Svo
snart hann kinn Jean blíðlega
með vörunum og sagði hátt og
hranalega: — Rúmur mánuður
líður hratt, elskan. Hann getur
ekki neytt þig til að vera leng
ur á Flamingóeyjunni. Ég kem
og sæki þig, þegar stundin er
komin.
Jean heyrði að baki sér, að
Bruce Mason bærði á sér, og það
kom reiðiglampi í augu hennar.
Hún dró Don þrjózkulega til sín
og kyssti hann, bæði lengur og
ástríðuþrungnar en hún hafði
nokkru sinni kysst hann fyrr. All
ar tilfinningar hennar til Dons
og öll reiði hennar í garð Bruce
Masons fyrirfundust í þessum
kossi.
Samt var hún síður en svo
sigrihrósandi, þegar hún sat
skömmu síðar í stefninu á vél
bát Masons með allar sínar tösk
ur umhverfis sig. Þá sá hún að
þau fjarlægðust óðum „Karar-
ka."
Óvissa hennar og öryggisleysi
ásamt ótta við hið óþekkta voru
svo ósegjanleg, að augu hennar
fylltust af tárum.
Maðurinn, sem nú hafði ör-
Iög hennar á valdi sínu stóð óbif
anlegur við stýrið eins og
skuggi, sem gnæfði við hinn suð
ræna kvöldhimin. Síðustu geislar
sólarinnar og rödd hans var ó-
venju blíð, þegar hann sagði
skyndilega: — Það er teppi und
ir borðstokknum. Vefjið því um
yður.
•— Það er ónauðsynlegt. Hún
reyndi að svara jafn mikið út í
hött og henni var unnt, en rödd
hennar titraði.
Þá leit hann beint á hana og
studdi nú á stýrið með annarri
hönd.
— Heyrið þér nú til, Jean,
sagði hann eins og maður, sem
vill gjarnan vera vingjarnlegur,
en veit ekki, hvernig hann á að
fara að því. — Mér finnst þetta
afar leitt. En þér hljótið að sjá
það fyrr eða síðar, að ég hafði á
réttu að standa. Þessi Bradshaw
náungi.
— Þér dirfist ekki að segja
neitt illt um Don., hvæsti hún og
reiðin stuðlaði að því að hún jafn
aði sig. SÍÖan sagði hún reiði-
lega: — Þó þér hatið hann,
Þá.................
— Ég hata hann alls ekki,
hr. Mason þreytulega, Hann er
ekki þess virði. En einu sinni
neyddist ég til að sýna honum i
tvo heimana og hann hefur aldr
ei fyrirgefið mér það. Hann hef
ur sennilega reiknað með því, að
hann gæti hefnt sín á mér með
því að gera yður ástfangna í
sér. . . fyrir nú utan það, að þér
eruð forríkar.
— Don veit alls ekki, að faðir
minn lét auðævi eftir sig, sagði
Jean öskureið. — Ég hef aldrei
sagt honum það.
— Enda gerðist þess ekki
þörf. Hér vita allir allt um alla.
Sennilega halda flestir, að fiðir
yðar hafi verið mun ríkari en
— En... en hvað þér eruð við
hann var.
bjóðslegur. Augu Jean fylltust af
tárum, þegar hún ’hugsaði um
föður sinn, sem hún hafði misst.
Svo sagði hún með samanbitnar
varir milli orðanna eins og hún
væri að hvæsa þeim út úr sér:
— Ég vildi, að hann pabbi
hefði þekkt yður eins og þér er
uð. Þá hefði hann aldrei. .
— Faðir yðar var góður mað-
ur. . .afburðarmaður, greip
Bruce Mason fram í fyrir henni
og rödd hans- hljómaði eins og
svipusmellur. En skömmu síðar
var rödd hans aftur letileg og
stríðnisleg, þegar hann sagði:
— Þá erum við komin heim.
Velkomin til Flamingóeyju, Je
an.
Vélbáturinn lagðist upp að lít
illi bryggju, en þar biðu þeirra
innfæddir menn brúnar hendur
og handleggir eygðu sig niður til
að styðja Jean upp á' bryggjuna.
En Bruce varð fyrri til. Hann
stökk upp á trébryggjuna, greip
um handlegg hennar og leit við
til að tala við þá innfæddu á
þeirra eigin tungumáli og svo
alúðlega, að það kom henni á ó
vart.
Sá, sem virtist vera foringi
þeirra, var virðulegur, eldri mað
SMURT BRAUÐ
SNITTUR - ÖL GOS
Opið frá 9-23,30. — Pantið
tímanlega í veizlur.
BRAUÐSTOFAN
Vesturgötu 25. Sími 1-60-12.
I
SMURT BRAUÐ
SNITTUR
BRAUÐTERTUR
Bifreiðaeigendur athugið
Ljósastillingar og allar almennar bifreiða-
viðgerðir.
BIFREIÐAVERKSTÆÐI N. K. SVANE
Skeifan 5. — Sími 34362.
15. ágúst 1968 - ALÞÝÐUBLAÐH) |,5
BARNALEIKTÆKI
ÍÞRÓTTATÆKI
Vélaverkstæði
Bernharðs Hanness.,
Suðurlandsbraut 12.
Sími 35810.