Alþýðublaðið - 15.08.1968, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 15.08.1968, Blaðsíða 11
REYKJAVIKURM EISTARA- ritstj. ÖRN ÍKI d^tti p MÚSÍi) í (jULH HAMÐ BÐSSON IkI | | |K Reykjavíkurmeistaramótið í ,go!fi hófst á golfvelli Golf- • klúbbs Reykjavíkur síðastlið- inn þriðjudag. Keppt er í þrem flokkum, meistaraflokki, en sigurvegarinn í þeim flokki vinnur titilinn Reykjavíkur- meistari í golff 1968, fyrsta og öðr;um flokki, Keppi verður daglega, og lýkur mótinu á laugardaginn. Keppni hefst alla dagana kl. 5, nema á laug- ' ardag kl. 1. Leiknar verða sam tals 72 holur. Eftir fyrsta dag keppninnar var röð efstu manna í hverj- um ílokki sem hér segir: Meistaraflokkur: 1. Ólafur Bjanki Ragnarsson 78 högg. 2. -3. G;unnlaugur Ragnars- son 83 högg. 2.-3. Ólafur Ág. Ólafsson 83 högg. 4. Óttar Yngvason 84 högg. 5. Einar Guðnason 85 högg. 1. flokkur: 1. Eyjólfur Jóhannsson 88 hög.g. 2. Þorvaldur Jóhannesson. 92 högg. 2. flokkur: 1. G.umnar Kvaran 98 högg, 2. Jóhann Möller 99 högg. WVWWVmWMWWWWMWMVWWMWWWmMMmWWWWWVWWWMMUMWUMW RON CLARKE: Keino sigrar í 5000 metrunum á OL Heimsmethafinn ' í fimrn iþúsund metra hlaupi, Ástr- alíumaðurinn Ron Clarke, dvelzt um þessar mundir í æfingabúðuim í Pyreneafjöll um, þar sem franska stjórn- in hefur búið vel að verð- andi - þátttakendum Frakk lands í Ólympíuleikunum í Mexíkó. Með Clarke er eig- inkona hans og þrjú börn þeirra hjóna, Fyrir skömmu átti dansk- ur blaðamaður viðtal við hlau(parann(, o.g leyfum við okkur að birta það hér í la.us legri þýðingu. — Er fjölskylda yðar ekki mótfalFn þessum sífelldu ferðalögum yðar? — Ef svo væri hefði ég fyrir löngu hætt að stunda íþróttir. Ég álít samhent fjölskyldulíf vera undirstöðu alls annars í lífinu. — Hvernig hafið þér æft í Frakklandi? — Þrisvar á dag í fjall- lendi. Ron Clark lætur á sér skilj ast, að hann muni aðeins talta þátt í 5 og 10 kílómetra hlaupinu á Ólympíuleikun- ;um í Mexíkó. Fyrir fjórum árum í Tokíó, tók hann einn ig þátt í maraþonhlaupinu. — Ég er ekki nógu góður til að geta orðið framarlega í maraþonhlaupi. Aðeins maður á borð vi$ Zatopek er fær um að verða fremstur á þessum vegalengd um. > — Óttizt þér þunna loftið í Mexíkó? — Alls ekki. Mér leið ágæt lega, þegar ég var þar. Þunna loftið hefur aðeins áhrif á tímana. — Á hvaða túna haldið þér, að 5 og 10 kílómetrarnir vinn ist? — Um 13,45 og 29,00 mín- útum. — Og hver haldið þér, að verði ólympíumeistari í 5 og 10 kílómetra hlaupunum? — í 5000 metrunum tel sg Keino líklegastan sigurveg- ara, og 10.000 metrunum Temu, en þeir eru báðir frá Kenia. — En hvað um Austur-Þjóð verjann Jiirgen Haase, sem nýlega setti nýtt Evrópumet í 10 kílómetrunum á 28,04? — Haase er góður hlaupari, en þegar hann setti Evrópu- metið, sá rússneskur hlaup- ari um að halda uppi hrað- anum framan af hlaupinu. — Eruð þér ekkj sprett- harður? — Það er svo afstætt hug- tak. Það er alltaf undir því komið, hvernig hlaupið þró ast. Fyrir skömmu sigraði ég Keino á endaspretti í 3000 metra hlaupi, en hann er heimsmethafi í þeirri grein — Þér hafið gefið til kynna, að þér ætlið að hætta keppni að loknum Ólympíu- leikunum. — Ég mun að minnsta Sigrar hann í 5 km. hlaupinu á Olympíu- leikunum í Mexikó? * kosti hætta að fara í löng keppnisferðalög til Evróu. Eftir Ólympíuleikana hyggst ég hefja sjálfstæðan verzlun- arreksþur, en það kemur ekki í veg fyrir, að ég taki þátt í mótum í Ástralíu. I Sleggjukastarinn Conolly er EINSTÆÐUR AFREKSMAÐUR E'inn elzti, en um margt athyglisverðasti keppandinn á Olympíu leikunum í Mexikó í haust verður eflaust bandaríski sleggjukast- arinn Harald Conolly. Hann er gott dæmi um mann, sem kemst á toppinn vegna einstæ'ðs vilja og dugnaðar. Conolly er nefnilega bæklaður, vinstri handleggur hans er 20 cm. styttr'i en sá hægri og rýr að sama skapi. Hann fékk snemma áhuga á íþróttum, og kannski hefur bæklunin valdið einhverju um þennan mikla áhitga. Og sieggjan varð fyrir valinu, þar sem í þeirri grein kom þessi bæklun hans minnst að sök. Með þrotlausri þjálf un varð hann bezti sleggjukastari í heimi, á heimsmetið 71,07 metra og vann gullverðlaun á Olympíuleikjunum í Melbourne 1956. Nú er Conolly 37 ára gamall, en hann ér enn í fremstu röð, og ' býr sig af kappi undir fjórðu Ólympíuleikana, sem hann tekur þátt í. f* -O- Beztu stangarstökkvarar Pól lands hefur hótað því að taka ekki þátt í keppni á alþjóð- legum mótum, ef pólska frjáls íþróttasambandið bætir ekki aðstöðu þeirra til æfinga og keppni. -O- NÝTT HEIMSMET Austur-Þjóðverjinn Roland Vatthey setti í gær nýtt heims met í 200 metra bringusundi. Synti hann vegalengdina á 2.07,5 mín. Fyrra heimsmetið átti hann sjálfur og var það 2.07,9 mín. sett í Leipzig í nóvember í fyrra. Hinn ungi franski lang. stökkvari, Gerard Ugolini, setti nýtt óopinbert Evrópu- met í aldurflokki unglinga í unglingalandskeppni Frakka og Þjóðverja. Stökk hann ,7,92 me'tra. Fyrra metið, sem var 7,85 metrar átti Finninn Rain er Stenius. Bezta árangur ung lings í langstökki á Banda- ríkjamaðurinn Ernest Schelby, en það eru 7,95 metrar. Bæjarstjórnin í Ostersund í Svíþjóð hefur veitt fjórum borgurum sínum, sem keppa munu á Ólympíuleikunum í Mexíkó, 600 þúsund króna styrk til fararinnar. Svíar hafa annars mikinn áhuga á að fá að halda vetrarólympíuleik ana árið 1967 og hafa þeir látið prenta bæklinga um bæinn á mörgum tungumálum, og verður honum m.a. dreift í Mexíkó. 15. ágúst 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ %\

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.