Alþýðublaðið - 29.08.1968, Page 9
A^/\^AA/\A/\^VWWVWNA/V/^^VSA/\^AAAA^^)VN^A/N^>^AA)WW>^A/S/
Sigurðnr Guðmundsson formaSur Sam
bands ungra fafnaðarmanna taiaði sem
gestur á nýafstöðnu þingi Sambands
ungra framsóknarmanna. Ræða hans
hefur vakiö nekkra athygli, og birtir
AlþýðublaÖið hana því í heild hér í
þessu blaöi.
eru þá hinir ungu Islending-
ar nútímans í stakk búnir til
síns mikla œtlunarverks?
Unga fólkið er í heild miklu
betur menntað en nokkur önn
ur kynslóð í íslandssögunni.
Menntun 'þess er eins og bezt
gerist með öðrum þjóðuxn,
önnur hæfni er eftir Því °S
xað er víðsýnna og víðföruila
n nokkur önnur kynslóð ís-
landssögunnar. Það skipar
inn sess í þjóðlífinu með
sóma og margt af því skipar
nú þegar ábyrgðarstöður á
Clestum sviðum þess. Þó er
skarð fyrir skildi á einum
stað. Ungt fólk velst ekki til
forystu í stjórnmálabarátt-
unni, það á þess engan kost
að taka þar þátt í hinni al-
mennu þjóðmálabaráttu, sem
ráð eru ráðin og ákvarðanir
teknar. í þessu efni hefur sig
ið því meir á ógæfuhlið, sem
árinhafa liðið. Sé Alþingi tek-
ið sem dæmi hefur fjöldi þeirra
þingmanna, sem eru fertugir
eða yngri, aldrei verið minni
en nú eða 6,6% þingmanna.
Enginn þeirra er 35 ára eða
yngri. Árið 1960 voru 15%
þingmanna fertugir eða yngri,
árið 1955 voru 17,3% þing-
manna fertugir eða yngri, ár-
ið 1950 19,2%, árið 1945 17,3%
og árið 1940 14,3%. Á þessum
tíma hafa ætíð setið á þingi
menn, sem hafa verið 35 ára
eða yngri þótt það sé ekki
nú. Frá því lýðveldið var
stofnað hefur hlutfallstala
þeirra þingmanna, sem verið
hafa fertugir eða yngri, ver-
ið frá 15% til 19,2 % þar til
nú, að hún er 6,6%. Þá hafa
þær upplýsingar einnig nýver
ið komið fram, að meðaiald-
ur þingmanna var í árslok
1967 51,8 ár. Hann er lægstur
hjá Alþýðuflokknum eða 49,3
ár en hæstur hjá Framsóknar
flokknum eða 55,2 ár. Á sama
tíma eru 43% landsmanna inn
an við tvítugt og um það bil
75% þjóðarinnar innan við
fertugt. — Ég hef tekið Al-
þingi sem dæmi en líta má
víðar í þessu skyni. Einn stjórn
málaflokkanna hefur 24 bæj-
arfulltrúa í landinu. Aðeins
tveir þeirra eru 35 ára eða
yngri. Sami flokk.ur hefur ekki
látið kjósa neinn mann á
þessu aldursskeiði í neina þing
kjörna trúnaðarstöðu né held
ur hafa ráðherrar hans skip-
að neinn mann á þessum aídriiá
í trúnaðarstöðu. Þannig er ‘ -
sama hvert litið er, flokkarn-
ir gefa ungum mönnum engan
kost á að starfa á þeirra veg- ,
um að þjóðmálastörfúm.
Um það hljóta allir sann-
gjarnir menn að vera sam-
mála, að við þetta verður ekki
unað og finna verður ráð til
úrbóta. Unga fólkið í landinu
getur ekki sætt sig við að
vera svo sniðgengið þegar
teknar eru mikilvægar ákvarð
anir um hág þess og framtíð.
Unga fólkið ber eðlileg þátt-
taka í töku ákvarðana og með
ferð stjórnmála, er snerta
samtímann. En auk þess hlýt
ur unga fólkið að krefjast
þess, að það fái að taka þátt
í mótun þeirrar framtíðar,
sem það og börn þess ganga
mót. En hver á þá sú framtíð
að vera? Veit unga fólkið
nokkuð um það hvað það vill?
Lætur það sér ekki nægja að
vera óánægt og mótmæla því,
sem miður fer? Það er vinsæl
staðhæfing eldri stjórnmála-
xrjanna nú iupp á síðkastiö,
ekki sízt þeirra sem miðaldra
eru og voru sízt af öllu þekkt
ir fyrir frumlegar hugsanir eða
nýjar hugmyndir er þeir voru
sjálfir ungir menn. Forsætis
ráðherrann hélt einnig sömu
skoðun fram í ræðu sinni hinn
17. júní síðastliðinn. Samt
sem áður er þessu nú öðru
vísi farið, unga fólkið veit
mæta vel hvað það vill og hvað
það vill ekki. Það vill ekki una
því sem miður fer í þjóðfél.
og það hefur verið alið upp
við. Það sættir sig ekki við
ranglæti og spillingu á fjöl-
mörgum sviðum þjóðlífsins, ó-
nógt frelsi og ónógt lýðræði.
Það vill ekkí una stórkostleg
um skattsvikum ár eftir ár,
ranglæti í lánamálum, skipu-
lagsleysi í atvinnumálum rang
læti í launamálum og reiði-
leysi í fjármálum. Það vill
ekki una þe'm siðferðisskorii
og þeirri spillingu, sem allt
of víða sér stað. Unga fólkið
v:ll að mínu áliti skipulega
heildarstjórn atvinnulífsins,
atvimnuv|egunum og öllum
landsmönnum til góða. Það
vill að byggt sé upp fjölþætt
atvinnulíf, er njóti stuðnings
öflugs kerfis varasjóða og f.iár
fest''ngarsjóðs. Unga fólkið
vill nýtízkulegt og árangurs-
ríkt menntunarkerfi, sem
mennti sérhvern þjóðfélags-
þegn e:ns vel og kostur eC; á.
Við viljum búa í góðu hús-
næði og við viljum búa þjóð-
inni öflugt tryggingarkerfi.
Loks viljum við síðast en ekki
sízt utanríkisstefnu, er trygg
ir öryggí landsins og friðsam
lega sambúð við aðrar þjóðir,
en sé þó óháð vilja stórvelda
og annarra ríkja. Mikjll
meirihluti unga fólksins er á-
reiðanlega hlynntur lýðræðis
sinnaðri vinstristefnu í stjórn-
Framhald bls. 10.
/WWVWVWWWWMV^^^^^^^^^W^^^MAAAAAAAAAAAAÁAKAAAAAAAA)
n
BARUM hjólbarðar
Frábær ending — sannreynd við
við íslenzkar aðstæður
AHar Skoda-bifreiðar koma með
Barum. — Og þúsundir Skoda-eig-
enda hafa þrautreynt ágæti þeirra
Eftirtaldar viðurkenndar stærðir fyrirliggj
andi:
590—15/4 590—15/4 155—14/4 600—16/6
Athugið: Verðið er líka hið hagstæðasta á
markaðinum.
Sími
32881
91 N
Aðstoðarstúlka
ósfcalst til rannsóknarstarfa nú þegar.
Stúdentspróf eða starfsreynsla 4 rannsóknarstofu nauðsyn.
. ._ i __■ 'Á'
Rannsóknarstofnun íiskiðnaðarins
Gerladeild ! 1 1
Skúlagötu 4.
Laugardals völlur:
Úrslitaleikur
oim réttinn til að leika í I. deild 1969 fer fram
í kvöld kl. 7.15 á Laugardalsvelli milli
Akraness - Keflavík
Mótanefnd.
Blaðburðarbörn óskast
i Keflavík
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
IfMirömimm
frOBBJÖHNS BENEDIKTSSONAB
Xngóltsstræli 7
Athugið opið frá kl. I — 8 e.h.
29. ágúst 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9