Alþýðublaðið - 29.08.1968, Síða 10

Alþýðublaðið - 29.08.1968, Síða 10
 i* t: » t « I t f > < ! Glæpamyndir Framhald af 4. síðu. •blaði eða þá þegar menn verða sjónarvottar að ofbeldisverk- um. Þetta efni ofbeldisins ef svo má segja, hefur vakið áhuga félagsfræðinga og sálfræðinga, sem lengi hafa fylgzt af áhuga með litla sjónvarpsáhorfand- anum, sem daglega verður vitni að ofbeldl á skerminum. Því að hvernig bregzt áhorf andinn við þessum daglegu of- beldisverkum, sem hann hefur fyrir augum sér? Leonard Berkowitz prófess- or við háskólann í Wisconsin hefur lengi rannsakað við- brögð áhorfandans. Hann seg- ir, að maður sem verður vitni að ofbeldisverki í kvikmynd fái löngun til að beita ofbeldi sjálfur. Því meiri löngun sem skemmra er liðið frá atburð- um myndarinnar. — Ofbeldisverk í kvikmynd eru sérstaklega hættuleg, seg ir Berkowitz, og hin vaxandi löngun til að sýna ódæðis- verk á skerminum hefur auk- ið á líkurnar fyrir því, að mað ur, sem er í uppnámi veitist að samborgara sínum að á- stæðulausu. Ræða Sigurðar Framhald úr opnu. málum og vill að stjórnað sé af festu, skynsemi og víðsýni með hag hins vinnandi fólks og þjóðarinnar allrar fyrir aug um. Og því vill það að þjóðin eigi sér ferskar og öflugar hreyfingar verkalýðs og sam vinnumanna. Að öllu þessu og mörgu fleiru vill unga fólk ið vinna, í þessum dúr er stjórnmálastefna þess. Og að þessu á það að vinna því að það ber ábyrgð á farsæld lands og þjóðar næsta mannsaldur. sagði áðan, að ungu menn irnir hlytu að leitast við að \ móta þá framtíð, sem þeir j ganga mót. Og sú framtíð | ætti að verða undir merkjum lýðræðislegrar vinstristefnu. Séum við sammála um þetta þurfum við að staldra við og íhuga það, sem við færumst í fang. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Hvernig ætlurn við í dag að leggja grundvöll inn að því þjóðfélagi, sem við viljum búa við á komandi ár- um? Á hver ráð viljum við leggja í því efni, hvaða leiðir ætlum við að fara í því skyni? Þetta eru viðfangsefni æsku- lýðssamtaka stjórnmálaflokk- ,anna, einkum þeirra, sem vinstrisinnuð eru og trú hafa á því, að þau eigi og þeim beri að hafa veruleg áhrif á þró unina. Frá þeirra sjónarmiði séð hlýtur meginstefnan að vera sú, að pólitísk samvmna vinnandi fólks til sjávar og •sveita móti stefnuna og ráði ÖMISMUNANDI MERKIMIÐAR MED SAMA LETURTÆKINU: — hvar sem er yffur DYMO. Nú getur hver sem er búiff til sin eigin merhl hvenær sem er — og fyrir lítinn pening. Dragiff ekki aff kynna ÞÓR H.F. Skólavörðustíg 25. DYIVIO 10 29. - ágúst 1968 « ALÞÝÐUBLAÐIÐ ferðinni. Ríkjandi stjórnmála- stefna komandi ára og ára- tuga verður að vera borin upp af stjórnmálasamtökum vinn- andi manna, hvar sem þeir starfa og, hvar sem þeir eru búsettir í landinu. Við, sem fylgjum vinstri sinnuðum stjórnmálasamtökum unga f ólksins getum ekki hugsað okk ur eða sætt okkur við að þró unjn verði önnur og sízt af öllu að framhald verði á þeirri þróun sem nú hefur staðið um árátuga skeið. Við getum ekki sætt okkur við, að í'lokk ur Tauðmanna og atvinnurek- enda verði áfram áhrifamesta stjórnmálaaflið í landinu. Stjórnmálasamtök vinnandi fólks til sjávar og sveita verða að taka við forystunni í stjórn málunum og stjórna síðan land inu með haig þess og þjóðar innár fyrir augum. Sú þróun er hafin var og komið nokkuð á legg fyrir frumkvæði verka lýðs og samvinnumanna undir forystu Jónasar Jónssonar, ætti nú langa sögu að baki, hefði hún ekki verið að velli lögð, fyrst með tilkomu Komm únistaflokksins og síðar Sósí alistaflokksins með dyggilegri aðstoð og fyrirgreiðslu Sjálf- stæðisflokksins. Vel getur þó svo farið að hið gamla valda- kerfi komi á ný til sögunnar og það hljótum við að vona, sem viljum vinna að því, að forystuafl stjórnmálanna verði samtök vinnandi fólks. Auð- vitað varð tilkoma Sósíalista- flokksins til þess, ,að nýtt valdakerfi ruddi isér til rúms. Annað mál er það hve langætt það verður. Enda geta ungir lýðræðissinnaðir vinstrimenn ekki hugsað sér að framhald verði enn á núverandi valda- kerfi, sem einkennist einkum af því, að Sjálístæðisflokkur- inn hefur forystuna og velur sér þann flokk til samstarfs, sem hohum sýnjst má næstum segja. Vissulega viljum við ekk.j að þetta valdakerfi verði e'nnig við lýði um okkar daga. En hvaða breytingar á því koma þá til greina? í svipinn virðist mér þær einkum vera tvær. Önnur er sú, að tveggja flokka kerfi Framsóknarflokks ins og Sjálfstæðisflokksins komist ' á í landinu. í því skyni eru einmenningskjör- dæmi um land allt stefna Framsóknarflokksins. Ólíklegt þykir mér þó :að það myndi sjálfkrafa fæða af sér tveggja flokka kerfi — og þar með nýtt valdakerfi. Miklu líklegra þykir mér, að slík skipan leiddi á nýjan leik af sér myndun þriggja flokka kerfis og værum við þá aftúr þar staddir, sem lagt var frá 1916 og síðar. Hinn möguleikinn er sá, að lýðræðissinnaðir vinstrj menn sameinist á ný í einum flokki, þar sem Alþýðuflokk urinn væri þungamiðjan, jafn- framt því sem kommúnistar væru gerðir áhrifalausir. Auð- vitað sýnist mér þessi leið miklu vænlegri. En sama er hvor þessara tveggja leiða yrði farin, niðurstaðan yrði endurreisn, valdakerfis þess, sem kennt er við Jónas frá Hriflu. Því skyldu menn tala varlega um endanlegan ósigur þess. En endurreisn þess er sennilega É>að takmark, sem stjórnmálasamtök hins vinn- andi fólks verða að stefna að á komandi árum. Og um leið það mark, sem samtök ungra vinstrisinnaðra stjórnmála- manna ættu að stefna að. IJóðir fundarmenn. Ég hef þessi orð mín ekki fleiri. Eg færi sambandi ungra framsóknarmanna heillaóskir í tilefni þrítugsafmælisins og vona að það eigi eftir að hafa heillarík áhrif á stjórnmála- þróun komandi ára þjóð okk ar til heilla. Þökk fyrir. Sýnlngar Framhald af bls. 3. um íslendings. Hún mun verða opin fram yfir helgi á verzlunar- tíma. Tvær sýningar verða opnaðar í dag. Sýning SVEINS BJÖRNS- SONAR í nýja sýnjngarsalnum Hliðskjálf að Laugavegi 31. Sýn- ingin verður opin daglega frá kl. 2-10 í hálfan mánuð. Sýning HAFSTEINS AUST- MANN verður opnuð í dag. Hún er í Unuhúsi við Veghúsastíg og verður opin til 8. sept. á degi hverjum frá kl. 2-10. Leiðrétting Meinleg villa komst' inn í á- lyktun stjórnar Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur, sem birt var hér í blaðinu j gær, en leið- réttingarhnu var stungið niður á rangan stað í niðurlagi hennar. Rétt er niðurlag ályktunarinnar á þessa leið: — Þegna er mejri nauðsyn á' því en áður að efla samstarf vestræruia þjóða í Norður-Atl- antshafsbandalaginu. Alþýðu flokksfélag Reykjavíkur lýsir einlægri samúð sinni með bar- áttu tékknesku þjóðarinnar fyr- ir aukmi frelsi. Kennarar Framhald af bls. 3. öðru sinni til að leiðbeina ís- lenzkum stærðfræðikennurum, en frú Bundgárd kenndi á nám- skejðinu, sem haldið var í fyrra. Aðrir kennarar á þessu námskeiði verða þeir Guðmundur Arnlaugs son lektor, og Björn Bjarnason, menntaskólakennari. Ná’mskeiðið stendur til 9. september. Þess má geta í leiðinni, að um þessar mundir eru haldin j Rdykjfavik fjölmörg nám)ike|ið fyrir kennara. Miða þau öll að því, að kynna kennurum ný við- horf í kennslugreinum þeirra og búa þá betur undjr vetrarslarfið. Námskeið það, sem hófst í gær, er ætlað kennurum 7 ára barna. Utbreiðið Alþýðu- blaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.