Alþýðublaðið - 19.09.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.09.1968, Blaðsíða 5
LancLsbókas'afs munu bera bæk Árbók 1967. XXIV. ár Reykjavík 1968. 139 bls. Iselnzk ritaukaskrá Lands- bókasafns, prentuð árlega í Ár bók safnsins, nú síðast fyrir árið 1966, er belzta heimild um íslenzka bókaútgáfu frá ári til árs, og raunar hin eina að frátaldri árlegri bókaskrá Bóksalafélags íslands, og jaín framt eina bókfræð ritið sem hér kemur út að staðaldri. Rit aukaskráin hefur verið prent uð síðan 1887, síðan 1944 í Ár bókinni sem er allstórt og vand að rit og flytur einatt veiga- mjkið efni auk skránna og skýrslu um starfsemi safnsins — nú síðast ritgeröir um Svein björn Egilsson og Carl Christ- ian Rafn eftir Finnboga Guð- mundsson, útleggingarefni hans á nýafstað nni afmælis- hátíð safnsins, og um Joris rarolus og íslandskort hans eftir Harald Sigurðsson, líkast til þátt úr væntanlegri korta- sögu hans, greinargerð um skrár Landsbókasafnsins eftir Ólaf Pálmason og skýrslu Ól- afs F. Hjartar um íslenzka bóka gerð 1887 - 1966. Vera má að Árbókin hafi ekki vakið jafn mikla eftrtekt né hlotið út- breiðstu eins og vert væri, en undanfarið mun að minnsta kosti hafa verið hugsað til þess að fjölga áskrifendum 'nenn- ar. Bókaskráin sjálf, eftir Ásgeir Hjartarson, er að sjálfsögðu að alefni hverrar Árbókar, staf- rófsskrá og efnisskrá ásarnt viðauka og skrá um rit á er- lendum tungum eftir íslenzka menn eða um íslenzk efni. Skráin á að vera tæmandi og verður eins og vonlegt er margt smátt sem tínt er til þeg ar allt prentað mál er tal ð til bóka. Yrði skráin að vísu að- gengilegri og fróðlegri í fljótu bragði af allskonar smáprent og sérprent væri talið sér- staklega, og ef hún væri tólu markt til að sýna útgáfumagn ið, heildartölu útgef ,nna ritá og einstakra bókaflokka, og ó aðgengilegt verður allt hetta mikla efni þegar frá líður meðan ekkert Qr registur. En hér er sem sagt talið í heilu lagi það sem Út gengur á prent á íslenzku ár fyrir ár. Samkvæmt skýrslu Ólafs Hjartar um íslenzka bókaút- gáfu 1887—1966 koma árlega út á sjötta hundrað bækur á ís lenzku, 533 árið 1966, og hefur útgáfutalan verjð svipuð síð- ustu tíu árin, en varð að vís,u hæst árið 1946 þegar út komu 604 bækur; Ólafur telur áílt bækur sem nær 16 bls. svó að raunveiruleg bókatala mun vera allmiklu lægri. Auk bók anna telur skýrslan á þriðja hundrað tímarit árlega síð- ustu ájrin, 277 árið 1966, en flest hafa þa,u orðið 286 árið 1962; og eru þessar tölur þess legar að hér sé einnig margt smátt meðtalið. En árið 1887 ■þegar skýrslan hefst komu út hér á landi 32 bækur og 18 tímarit. Síðan fer bókafjöld- inn vaxandi jafnt og þétt og vex eins og v'ð var að búast mest á stríðsárunum, 1938 voru gefnar út 309 bækur sem var langhæsta útgáutalan fram að þeim tíma, en 1946 komu út 604 bækur. Eftir stríð dregujr úr bókaútgáfu um sinn og kemst bókatalan n ður í 428 árið 1953, en vex síðan að nýju og hefur síðustu árin verið yfir 500 bindi. Ólafur HjSiTtar flokkar bóka- útgáfuna í 32 flokka og bók- menntir auk þess í átta undir flokka. Bókmenntaflokkurinn er að sjálfsögðu langsamlega fyrirferðarmestur, 6997 bækur alls eða rúmlega 35% allrar út gáfunnar í áttatíu ár. Og i bókmenntaflokknuim eru þýdd skáldrit langsamlega mest fyr- irferðar, 2429 bækur, meira en þr'ðjungur útgefinna bókmennta og rúmlega 12% allrar útgáfunnar, en það er kunnugt af alþjóðlegum skýrslum að íslendingar eru meðal þeirra.þjóða sem allra mest þýða af erlendum skáld- ■skáp á sitt mál. Um þá starf- semi má svo fræðast nokkru nánar með því að líta á skrána um þýdd skáldrit í rit- skrá árs'.ns 1966. Langsamlega minnsti flokkurinn í skýrslu Ólafs Hjartar ®r hjns vegar bókmenntasaga og hafa ein- ungis komið út sjötíu bækur um þau fræði á áttatíu árum; flokkurinn þýdd Ijóð er v'ð- líka lítill, 83 bækur, eða rétt rúmlsga ein bók á ári. Hér skal hins vegar látjð hjá líða að draga af þessum töl- um neinar ályktanir um bó!:a- bókmemita- og söguþjóðína norður vð yzta haf. Yfirleitt mun vért að álykta varlega af þessari talnamargð, þó skýrslan sé gríðar-fróðleg, um stöðu og hagi bókaiitgáf- unnar, hvað þá menningará- stand almennt. Skrár og skýrslur sem þessar eru sem ,sé ekki nema annar helmíng ur dæmisins, en hinn væri töiur um uppiag, sölu og aðra dreif ,ngu bóka. Bókaútgefend- ur bera sig sem kunnugt er jafnan illa þegar talið berst að þeim efnum og telja upplög bóka fara síminnkandi hér á landi; en áþreifanlegri vitn- eskja er ekki handbær. En skýrsla Ólafs Hjartar byggist sem fyrr segir raunverulega á hámarkstölum, og eru jafnan til muna færri bæk- á venjulegum bókamark- að', eða 250.300 að tali bóksala, og mun sú tal hafa verið lítt breytt i undan- farin ár. Þá er einnig líklegt að hlulur ýmis konar „þurftar. bóka“, handbóka, kennslu- bóka, ýmiskonar skýrslugerð ar 'o.sfrv., fari vaxandi i bókaútgáfunn'i; með vaxandi fólksfjölda og umsvifum, þó torvelt sé að gera séir grein fyrir því af skýrslunni, og minnki að því skapi hlutur hinnar „frjálsu" bókaútgáfu. Þá er einnig í Árbókinni skýrsla landsbókavarðar um starfsemi safnsins árið 1967 (raun ar prentað 1966 í fyrirsögn), þar á meffial aðsókn og bókalán á lestrarsal og útlán bóka úr safninu. Bókaeign Landsbóka- safns var í árslok 1967 talin 266.200 bindi prentaðra bóka, segir þar fyrstra orða, og hafði á árinu aukizt um 5089 bindi; hins vegar eru lesendur á lestr- arsal taldir 14.732, en bókalán í lestrarsal samtais 10 028 bindi. Að því verður 'áð vísu að gæta lað ýmsir gcstir á lestrarsal ur sínar með sér heiman og heim, og að ilestrarsalurinn er ekki nema einn og ekki ,í önnur hús að venda til að lesa blöð og tímarit sem frammi liggj'a á safninu. En hvert skyldi vera eðlilegt notkunarhlutfall safns á borð við Landsbókasafnið? Safn er ekki einungis bókageymsla, og þörf safns fyrir 'aukið og bætt húsnæði helgast ekki ein göngu af bókaeign þess heldur af notkun þess — en hve mikinn hluta af bókastól þjóðbókasafns þarf raunveru- lega til notkunar ár hvert? Enn einkennilegri leru þó tölumar um útlán af Landsbókasiafni: þau voru á árinu 809, sam- kvæmt skýrslunni. og lántakend ur 183. Til útlána 'af Landsbóka safni eru, sem kunnugt er, ein ungis erlendar bækur s.ufnsins, en af þessum tölum að dæma stendur alilur sá mikli bókastóll, hinn mesti í landinu, beinlínis ónotaður ár fyrir ár, og af 'skýrslunni er ekki að sjá að neitt isé lánað >af Landsbókasafni til ann’arra safna eða nein skipti höfð við þau yfirleitt. Undanfarið hefur rnargt verið rætt um fyrirhugaða sameining Háskólabókasafns og Dandsbóka safns í eitt þjóðbókas'afn, og á afmæli safnsins var því loks ákveðinn staður og fengin lóð til byggingarinnar. Um skipu lagsmál safnsins hefur hins veg ár fátt verið rætt ann'að >en að það taéki við starfsemi Lands- bókasafn og leysti að mestu úr þörfum h'áskólastúden.ta fyrir lestrarrými og bókakost um leið og það samelwaði söfnun og vísindalega starfsemi Lándsbókasafns og Háskólabóka- safns. En eru ekki þjóðbókasafni ætlandi víðtækari lahnennari við -fangsefni — ríður ekki á að bókastóll þess verði sem nota- drýgstur, starísemi þess sem allra mest og virkust, safnið ékki einungis vísindalegt bóka safn heldur alþýðleg menning larmiðstöð? Um þau efni væri fróð-legt að heyria rætt nánar enda líklega nógur tími til sefnu áður en rís hin nýja bókhlaða hins nýja þjóðbókasafns. — ÓJ. ÓLAFUR JÓNSSON SKRIFAR Blómlaukarnir komnir LÆGRA VERÐ EN í FYRRA. Túlípanar kr, 4.50 margir lifir, hægt að velja eftir mynd- um. Páskaliljur kr. 7.25. Híasentur kr, 12.— Krókusar kr. 2.50. Sparið peningana. Kaupið þar sem þér fáið mest fyrir þá. Geymið auglýsinguna. Athugið verð og gæði. Opið frá kl. 10—10 alla daga. Blómaskálinn við Nýbýlaveg, sími 40980. Laugavegi 63, opið frá kl. 9—6 alla virka daga. 19. sept 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.