Alþýðublaðið - 06.10.1968, Page 8

Alþýðublaðið - 06.10.1968, Page 8
8 ALÞÝÐU BLAÐIÐ 6. október 1968 UNDRAHEIMUR FRlMERKJANNA Sænskur iðjuhöldur átti ómetanlegt safn íslenzkra frimerkja — vissa tíeyringa er hægt að selja á 50 krónur. — Hverju á að saf na og hyernig á að safna? Á föstudag birtist hér á opnunni fyrri hluti viðtals við Magna R. Magnason, frímerkjakaupmann, um frímerkjaútgáfu, frímerkjasöfnun og myntsöfnun. Hér á,seftir fer síðari hluti viðtalsins. — Ef við snúum okkur nú að safnaranum, hvað viltu ráð- leggja nýjum manni á því sviði? — Þeir, sem eru að byrja í dag að safna frímerkjum, ættu ekki að safna frímerkjum lengra aftur en til ársins 1944. Það er þægilegt að skipta þar um, þá er lýðveldið stofnað og þá' er Safnið Lýðveldinu. hægt að safna sem sjálfstæðum lið „Lýðveldinu ísland.” Þau frí- merki er ennþá hægt að fá til- tölulega auðveldlega. — Hvað kostar „lýðveldið” í dag? — Það myndi kosta um 6000 krónur óstimplað. Fyrir tveimur árum kostaði sama safn ekki nema 2.500 krónur. Viss merki hafa hækkað mikið í verði, m. a. Alþingishúsið 1952, 25 króna frí- merkið, sem nú kostar óstimplað 1700 krónur. — Þegar þetta frímerki kem- ur á markaðinn, þá eru 25 kr. talsverður peningur. Áður hafði ekki komið hærra en 10 krónu frímerki. Menn keyptu það ekki inn á lager, eins og það er kall- að, mönnum fannst of mikið að leggja í það peninga og allt' í einu vakna safnarar og aðrir upp við það, að merkið er búið — það er búið að nota það upp, og sáralítið til af því óstimplað. Aftur á móti er stimplað 25 kr. frímerki ekki nema 1/10 af því verði, sem ég nefndj áðan, þar sem aðeins 5% af upplaginu bafði ekki farið á bréf. — Er svona mikill greinar- munur gerður á notuðum og ó- notuðum frímerkjum? — Það hefur komizt í tízku, ef svo má segja, að safna frímerkj- unum óstimpluðum. Það er mik- ið betrj fjárfesting að kaupa ó- stimpiuð frímerki, að öllu jöfnu, því að upp undir 90% af merkj- unum fara á bréf, eins og eðli- legt er. — Hvenær kom þessi mismun- ur fram? — Fljótlega upp úr stríðinu og byrjaði í Bandaríkjunum fyrst. — Ég hef heyrt að menn kaupi arkir og láti þær liggja í skúff- unni hjá sér, þar til merkin fara að hækka í verði. Er þetta rétt? — Það er langbezta leiðin til að ávaxta sitt' fé. — Koma ekki fram við og við frímerkjasöfn úr dánarbúum? — Það virðist vera mjög lítið til af frímerkjasöfnum. Þegar að gott safn kemur fram, fer það Söfn fara á uppboð. venjulega á’ uppboð, annað hvort hjá Félagi frímerkjasafnara, eða á uppboð erlendis. Það er mjög lítið um að það komi inn til kaupmanna. Við bendum fólki gjarnan á hvernig er bezt að Ihaga sölunni, því að það er þess hagur að fá sem mest út úr söl- unni. Ef að gott safn kemur fram, þá er venjulegasta leiðin sú að brjóta það upp eins og kallað er — að taka beztu merk- in út úr, hin svonefndu klass- ísku merki, því að það eru allt af til safnarar sem borga mjög hátt verð fyrir þau. Því borgar sig að selja beztu merkin sér, en hin algengari í heildarsafni. —Er dálítil hreyfing á klass- ískum merkjum? — Það er mjög lítið um það og við höfum orðið að leita að íslenzkum merkjum erlendis. Svo er annar misskilningur hjá fólki — sem gætti sérstaklega þegar gjaldeyrisvandræðin voru, að fólk fór með frímerki út og hélt að það gæti fengið gull og græna skóga fyrir þau erlendis. Fram- boðið í Kaupmannahöfn varð það mikið', að frímc>,rkjaikaupmenn þar höfðu ekki áhuga á að kaupa' merkin nema langt undir raun- verulegu verði þeirra, og fólk- ið lét þau vegna gjaldeyrisins. Þessi merki erúm við nú að kaupa heim aftur. Svo vil ég benda fólki á, að áhugi fyrir ís- lenzkum merkjum er mestur á' Norðurlöndum. í Bretlandi safna menn aftur á móti „heimsveld- inu.” Þjóðverjar hafa safnað dá- lítið íslenzkum frímerkjum, en aðallega safna þeir þýzkum merkjum sem vonlegt er. ítalir safna ítölskum og svissneskum Leitum að íslenzkum merkjum erlendis. frímerkjum og Vatikaninu. Ég hef t. d. keypt' íslenzkt merki á Ítalíu á það góðu verði, að ef maður hefði komið með það inn í búðina hjá mér, hefði ég borg- að tvöfalt eða þrefalt það verð sem ég þurfti að borga suður- frá. Aftur á móti hafa útlend- ingar komið til mín og keypt svissnesk, ensk og ítölsk merki, og hreinsað út hjá mér, þar sem mitt verð var hagstæðara en þeir áttu að venjast. Markaðsverð er venjulega hæzt í viðkomandi heimaiandi. Það þýðir ekkert að bjóða íslenzk 1. dags umslög erlendis — áhuginn fyrir þeim er aðeins hér heima. — Nú er sagt, að ef það vanti takka á frímerki, þá sé það verð- iaust, — er það rétt? — Þetta gildir ekki um elztu merkin, en það gildir um nýleg merki. Gömlu merkin gátu ver- Gott merki getur selst á tvö-til þre- földu verðlistaverði. ið illa tökkuð, og illa miðjuð eins og kallað er, þ. e. myndin úti í kantinum. Ef að merki kemur fram, sem er vel takkað og vel miðjað, þá getur það farið á jafnvel tvöföldu eða þreföldu verðlistaverði, því verðlistinn gerir ráð fyrir að merki sé í miðlungi góðu ástandi. — Hverju safna íslendingar af erlendum frímerkjum? — Mest Norðurlöndum. Dálít- ið er safnað af þýzkum merkj- um, Sameinuðu þjóðunum hef- ur verið safnað talsvert, því það er ekki svo langt síðan að þau byrjuðu að gefa út. Svo er ein söfnun, sem hefur rutt sér til rúms um allan heim — svokölluð OPNAN tegúndasöfnun. Þá taka menn t. d. dýraríkið, eða flóruna. Menn geta safnað einungis skriðdýrum, skordýrum og fiskum,- sem aftur er hægt að flokka niður eftir fslendingar safna mest S Norðurlanda- merkjum. latneskum ættbálkum. Við get- um nefnt fugla og þá sérsvið rán fugla. Ég veit um mann, sem einungis safnar rósum. Lyfja- fræðingur hér safnar einungis því sem viðkemur lyfjaplöntum. — Segjum svo að lyfjafræð- ingurinn vildi selja sitt safn. — Hvernig færi hann að því? •— Það yrði bezt fyrir hann að setja safnið á uppboð erlend- is. Hér sérðú þykka og mikla bók, sem er uppboðslisti frá einu fyrirtæki. Þetta uppboð er með boð. Menn senda söfnin til við- ein 10—11 þúsund númer og hverju námeri fylgir byrjunar- komandi uppboðshaldara með tveggja til þriggja máhaða fyr- irvara. Ef við kíkjum í þennan uppboðslista, þá sjáum við hér boðin fram eldflaugamerki með byrjunarboði 6000 mörk, sport- Erlend uppboð. myndir fyrir 25 þús. mörk og svo mætti lengi telja. Svo eru hér einstök merki sem eru að verð- gildi 50—100 þúsund mörk. Þetta eru allt einkasöfn. — En safna ekki opinberir að- ilar líka? — íslenzka póststjórnin á mesta og bezta safn íslenzkra frí- merkja, sem til er í heiminum, og það safn var í einkaeign sæn- ska iðjuhöldsins Hans Hall. Hann skrifaði öllum póstmeisturum á landinu í kringum 1930, en kom svo hingað til að kaupa frímerki Ómetanlegt safn. og hafði tvo menn í vinnu við að flokka þetta safn, sem er al- veg ómetanlegt. Þetta safn hef- ur verið niður í kössum hjá póst stjórninni, þar til í fyrrahaust, að þeir fengust til að sýna hluta af safninu,- sem er í 48 albúm bindum. Annað er líka ómetan- legt í þessu sambandi. — Hans Hall hefur geymt allar bréfa- skriftir sem hann átti við ís- aðila í sambandi við söfnunina. — Gaf hann safnið liingað? — Nei, hann setti það í erfða- skrá, að íslenzka póststjórnin skyldi hafa forkaupsrétt að safn- inu og það var góðu heilli keypt. Hér þarf að stofna póstminjasafn eins og tíðkast víða erlendis, og hafa þetta safn þar til sýnis. — Einnig þyrfti að vera á safninu Póstminjasafn vantar. gamlar póstbækur, póstlúðrar og póstbúningar. Ég er hræddur um að mikið af þessu hafi eyðilagzt og týnzt. — Hefur þú gert kaup á upp- boðum erlendis? — Já, og það er mjög skemmti legt að vera á slíkum uppboð- um, því að það fer fram öðru vísi en hér. Uppboðshaldarinn tekur kannski upp safn og segir: Hér eru íslenzk frímerki með 20 punda byrjunaboði. Ef ein- hver býður í, þá gerir hann það með því að lyfta upp putta og uppboðshaldari ákveður sjálfur hækkunina eftir ákveðnum regl- um. Það segir enginn orð, menn lyfta upp putta til merkis um að þeir bjóði hærra og það er ekkert þráttað um hlutinn — uppboðshaldarinn bíður ekkert með að segja 1. 2. og 3. Það eru tekin tvö til þrjú númer á mín- útu, því gert er ráð fyrir, að allir séu viðbúnir með sín tilboð. — Rignir ekki yfir ykkur fyrir- spurnum erlendis frá? — Jú, og við afgreiðum fyrir- spurnir þannig, að við höfum látið gera sérstaka verðlista, sein við sendum viðskiptavinum okk- ar tvisvar á ári ásamt pöntun- arformum. Fyrir innlenda mark- aðinn höfum við gefið út 16 síðna fjölritaðan verðlista, sem við sendum á hverju hausti á nokk- ur hundruð heimilisföng, og fá menn hann ókeypis. Við gerum þetta til að auðvelda fólki úti á fandi að gera frímerkjlakaup. Við gefum einnig út eina tíma- ritið, sem gefið er út um frí- merki, og það hefur komið út í 10 ár. í næstu blöðum er hug- myndin sú að taka upp greina- flokk um myntsöfnun. — Og þar er mikill áhugi vaknaður? — f fyrrasumar kom upp mik- ill áhugi. Við höfum flutt inn myntalbúm fyrir íslenzku mynt- ina og ýmsa hluti aðra sem myntsafnarar hafa ekki haft að- stöðu til að ná í áður. Um leið og safnari hefur aðstöðu til að hiú að safni sínu, þá eflist áhug- inn og nú stendur til að stofna sérstakan myntsafnaraklúbb og hafa margir sýnt þessu máli á- huga. — Hvað er að gerast í þessari grein? — Við höfum selt heildar- safn af íslenzku myntinni, gott eintak með 93 peningum, án gull ' peningsins, fyrir 2500 krónur. Þótt það kunni að þykja undar- íslenzka myntin á 2500 krónur. legt, þá höfum við fengið mest af tveggjeyringum síðan við fór- um að auglýsa eftir peningum. Þegar að lýðveldismyntin var slegin, og tveggjeyringur ekki tekinn með, þá fóru menn að halda í hana. Þeir peningar, sem erfiðast hefur verið að fá, eru tíeyringar og tuttugu og fimm- eyringar. Við greiðum fyrir vissa tíeyringa allt að fimmtíu krón- um — fyrir falleg eintök af ár- gerðinni 1929 og 1933. — Þið talið um falleg eintök í myntsöfnuninni. — Peningur sem er rispaður og dældaður er lítils virði, en Framhald á bls. 14.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.