Alþýðublaðið - 06.10.1968, Qupperneq 10
10 ALÞY8UBLAOH) 6. oktðber 1968
SÉD 1
Reisa æskulýðshöll
án hjálpar hins opinbera
Flokkur ungs fólks í litlum ar framkvæmdum án aðstoðar
bæ í Danmörku notar frístund ríkisins. Það byggist aðelns á
ir sínar til þess að brjóta nið- samtökum og framtaks-
ur gamla gasverksmiðju, og semi, segja þau.
ætla að nota fé það, sem það > Þegar það hefur lokið við að
fær fyrjr vinnuna, til þess að rífa gasverksmjðjuna, byrja
reisa æskulýðsheimili, þar sem þ*u á að rífa gamalt þvotta-
þau geta síðan eytt frístund- hús. Áættað er, að þegar þessu
um sínum á veturna. verki er lokið hafi þetta
Þetta unga fólk hefur ein- unga fólkið hreinsað burtu að
sett sér að sýna fram á, að minnsta kosti 60.000 múrsteina.
unnt er að standa í þess kon
Sænskir lögreglumenn
biðja um tryggingar
11 sænskir lögreglumenn
hafa verið drepnir í viðureign
vjð glæpamenn frá því árið
1950, og margir hafa slasazt
mikið í átökum. Það verðup
hættulegra með hverju ári
sem líður að vera lögreglu-Þ
þjónn og nú fara sænskir lög
regluþjónar fram á sérstakar
áhætturyggingar, sem hjð
opinbera greiði. Lögregluþjón
ar, sem voru myrtir af svo-
Þetta er svar ítalíu við
»,Twiggy“ auganu. ítalir vilja
hafa tízkuna einfalda, ekki
fulla af smáatriðum og hafa
í samræmi við það komjð
með nýja augnlínu. Sama
línan kringum allt augað,
engin ámáluð augnhár. En
,.við ráðleggjum þetta aðeins
þeim, sem vilja hafa áberandi
málningu, Róm, ‘68.
nefndum Handen-glæpamönn-
um, voru líftryggðir, en lög-
regluþjónn, sem nýlega var
rnyrtur í Nyköbjng, var ekki
tryggður og stóð fjölskylda
hans uppi án nokkurra bóta.
Síðasti dagur
-■ \ . ’
Sýningu ungrar listakonu,
Jóhönnu Bogadóttur, í sýning
arsalnum í Unuhúsi við Veg-
húsastíg, lýkur á sunnudags-
kvöld klukkan 22.00.
Á sýnjngu Jóhönnu eru 35
myndir, grafíkmyndir, teikn-
ingar og málverk. Aðsókn að
sýningunni hefur verið góð.
Alls hafa 19 myndjr selzt. Sýn
ingin var opnuð laugardaginn.
28. september og hennj lýkur
eins og áður segir n.k. sunnu-
dagskvöld klukkan 22.00. Sýn
ingin er opin frá kl. 14.00 til
22.00.
Nýlega var haldin sýning
á eðalsfeinum í Frankfurt.
Þar á meðal var sýnd „kór-
ó«a Ande'sfjalla“, sem mynd
in er af. Kórónan er 400 ára
gömul úr ekta gulli og alsett
djúpgrænum smarögðum.
Kórónan er talin 200 milljón
marka virði og var að sjálf
sögðu stranglega gætt. Lög-
regluþjónn stendur hjá dýr-
gripnum meðan Ijósmyndar
inn smelljr af mynd af fag-
urri konu og fögrum grip.
Konunglegar myndír í frönsku blaöi
HVER HEFUR SVIKIÐ
BREZKU HIRÐINA?
Einhver í brezku hirðinni hefur
svikið drottninguna, því að ný-
lega birtust í franska blaðinu
Paris Mach myndir ijr fjölskyldu
myndabók hennar. Nú geta allír,
sem vilja, séð hénnarhátign liggj
andi í rúminu, klædda i bróder-
aða nátttreyju og með perlu
hálsfesti.
Á dularfullan hátt hefur blað-
inu tekizt að útvega sér 16 mynd
ir af hinni konunglegu fjöl-
skyldu, og birtast þær allar. Á
nokkrum myndanna sést drottn-
ingin liggjandi á sæng eftir að*.
hún eignaðist Edward prins,
1964, og ýmsir fjölskyldumeð-
limir aðrir sjást þar einnig. —
Nokkrar myndir eru teknar úti
í garðinum, og eru þær af hinni
konunglegu fjölskyldu í íþrótta-
búningum.
Enska hirðin veltir því fyrir
sér, hvernig slíkt og þvílíkt geti
gerzt. Þeir Anthony Buckley og
Snowdon lávarður láta aldrei
framkalla filmur sínar utan
Ihallarinnar, svo ekki eru það
þeirra myndir.
Eina skýringin er sú, að ein-
hver konunglegur fjölskyldu-
meðlimur hafi tekið myndirnar
og filmunum síðan verið stolið,
segir hirðin.
Paris lyfaóh vill ekkert gefa
upp, hver hafi útvegað þeim
myndirnar, né hvað hann fékk
fyrir þær. En það er vitað, að í
Ameríku eru boðnar um 400.000
ísl. krónur fyrir myndirnar, og
það er sennilega Life, sem er á
höttunum eftir þeim.
Umboðsmenn ílaris Mach í
London eru að athuga, hvort það
sé óhætt að myndirnar verði í
blaðinu, þegar það kemur þang-
að. Drottningin hefur ekki bann-
að enskum blöðum að birta
myndirnar, hún vill helzt ekki
að þær verði gefnar út vegna
þess að þær eru úr einkalífi
hennar.
FUJ Hafnarfiröi
FUJ Hafnarfirði heldur al-
mennan félagsfund í Aiþýðu
húsinu, Hafnarfirði í dag
kl. 2.
Fupdarefni: Undirþúningur
fyrir sambandsþing.
Stjórnin.
Anna órabelgur
Er þetta megrunarpjlla eða binsegin pilla?