Alþýðublaðið - 06.10.1968, Síða 15

Alþýðublaðið - 06.10.1968, Síða 15
6. október 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 15 "MH iFl'l LE7NDM- ** grenninu viti, að hann var for- smáður svona. — Það skil ég líka vel. Hún var hérna svo stuttan tíma og fór aldrei í þorpið eða bæinn. Svo að þér vitið þá þetta-allt. .. — Allt um það, hvernig hún stökkst á brott kvöldið fyrir brúð- kaupið. Ég veit, að hann varð bitur og ég veit líka, að honum þótti ekki jafnvænt um hana og hann hélt, að sér þætti. En nú er hann allur annar maður, Clem, og hann er hamingjusam- ur og ég er hamingjusöm og það er það eina sem nokkru máli skiptir. — Það er aiveg satt, ungfrú Kay. Þér hafið létt af mér þungri byrði, því að hann skipaði okkur ákveðið að segja yður ekkert um þetta. — Hann hefði ekki Iheldur getað þagað til lengdar yfir þessu við mig, ég veit, að honum Iétti mikið, þegar hann vissi, að ég vissi þetta allt. — Það hlýtur að hafa verið léttir bæði fyrir hann að segja yður allt og að hætta að hugsa um hana. Ég var ekki hérna, þegar hún fór. Það sá enginn, þegar hún fór. En ég var inni í eldhúsinu kvöldið sem hún fór og ég heyrði, hvernig hún talaði til hans. Það var ekki vegna þess að hún hefði svo hátt eða öskraði á hann. Það hefði senni- lega verið auðveldara fyrir hann, ef hún h'efði gert það. Nei, hún var blíð á manninn eins og bráðið smjör og eins og sleikjamji slanga, ef þér skiljið við hvað ég á. Það er ekki vegna þess að ég sé að segja að slöngur gangi um sleikjandi en samt minnti hún mig á slöngu. Kannski vitið þér við hvað ég á. Hún var mjúk og eitruð og Fletcher þoldi það ekki. Það er þó öllu skárra að fá einu sinni á baúkinn eins og þér gerðuð heldur en láta einhverja kvensu mjálma utan í sér og... — Þú ert svei mér tölugur í dag, Clem! Clem og Kay litu bæði við. Martin stóð í gættinni. Hann hafði kipráð augun saman og það voru hörkudrættir umhverfis munninn. Allt í einu fannst Kay kald- ur hrollur fara sér milli skinns og hörunds ná'kvæmlega eins og henni hafði fundizt, þegar þau Allan Dyson stóðu fyrir ut- an búðina kvöldið, sem allt gerð- ist. Þetta var að vísu aðeins til- finning, sem átti enga rót sína að rekja til neins, en samt ótt- aðist hún eitthvað, sem ekki átti að vera fyrir hendi. Um stund sá hún þann mann, sem Heílsuvernd Námskeið mín í tauga- og vöðvaslökun, öndunaræfing um og léttum þjálfunarief ingum, fyrir konur og karla hefjast mánudaginn 7. októ ber. Upplýsjngar í síma 12240. Vignir Andrésson. Martin hafði verið, áður en ást þeirra hafði gjörbreytt honum. — Ég var bara að tala við frúna .. stamaði Clem. —> Það vildi svo til að við — — — Ég heyrði það. Út með þig og reyndu að koma þér að“jvinn- unni. :j — Þetta var mer að kfenna, Martin, sagði Kay, þegar plem var farinn úr dyrunum. | Hann minntist á það, að ung- frú Forsythe væri mjög ánægð með það, hvað ég væri ham- ingjusöm hérna og svo minntist hann á það, hvað þú værir breyttur og ég minntist á það, sem .... gerðist hérna einu sinni. Það var ég, sem byrjaði, en ég get ekki skilið, hvaða máli það skiptir, þó að við höfum rætt um þett'a, þar sem við vitum það öll. Martin kom inn í eldhúsið, hann strauk höndinni gegnum hárið og virtist eilítið rólegri. — Við skulum ekkert ræða meira um þetta, Clem. Eg hefði ekki átt að tala svona til þin. En mér fannst þú vera að skipta þér af mínum einkamálum. Við skulum samt sleppa þessu nú — —reyna að -gleyma - þessurannars ferð þú «ð nöldra í mér. Hún skellililó. Auðvitað var hún ekkert reið. Henni fannst aðeins erfitt að slappa af. Clem og Silas vissu ekkert um föMu dyrnar og skápinn, .. hugsaði hún .... Martin vildi ekki að þeir fengju neitt um hann að vita. gættu þín betur næst. — Já, hr. Fletcher, Clem fór og það varð skömm þögn, sem Kay fannst erfitt að rjúfa. — Ég átti auðvitað ekkert að vera að tala um þetta við hann, Martin. Fyrirgefðu, ég kem engu orði upp og mig langaði til að vita meira um Valeríu, en þú hefur sagt mér. — Til hvers? — Ég veit það eiginlega ekki. Kannski það sé vegna þess, að það kom þér við og þeim erf- iða tíma, sem þú hefur orðið að þola og þunglyndinu, sem ég hef læknað þig, því ég hef læknað þig, er það ekki, Martin? Hún gekk til hans og leit í augu hans. — Ég hélt, að við hefðum bæði tvö gleymt þessu. Svo kem ég hingað inn og heyri Clem vera að tala um þetta við þig, sagði hann. — Eg hélt ekki, að það yrði nauðsynlegt að biðja þig um að tala ekki við vinnumennina um þetta. — Ég hefði aldrei átt að hlusta á hann þvaðra þetta, við- urkenndi Kay. — En var það ekki betra, en að láta hann halda, að þú værir að reyna að halda þessu leyndu fyrir mér? Hann hélt nefnilega, að ég vissi ekki neitt fyrr en ég sagði hon- um, að þú hefðir sagt mér allt' af létta. — Minntist þú á skápinn og það, að öll fötin hennar eru hérna ennþá? — Nei, ég bjóst við því, að hann vissi ekkert um það og ég kærði mig alls ekki um að tala um það. Eg sagði bara, að þú hefðir sagt mér allt af létta og á þann hátt sýndi ég honum, að við liöldum engu leyndu hvort fyrir öðru. Martin tók um hönd hennar. Þú gerðir rétt. Clem er góður maður. Reyndar eru þeir það báðir bræðurnir. Ég borga þeim vel og þeir eru mér trúir og tryggir, en þeir gætu hugsað sitt fyrir því. Nú skulum við ekki ræða meira um þetta mál. Hann skilur það og þú vonandi líka? Hann leit í augun á henni. — Auðvitað skil ég það, Mar- tin. Hann tók hana í faðm sér og néri kinninni við hárið á henni. —Og hérna stend ég og rífst að ástæðulausu! Ég verð að BLÓM Komið og sjáið blómaúrvalið, eða hringið. Við sendum. GRÓÐRARSTÖÐIN v/MIKLATORG SÍMAR 22-8-22 og 1-97-75, HÚSGÖGN Sófasett, stakir stólar og svefnbekkir. gögn- — Úrval af góðum áklæðum- Kögur og leggingar. BÓLSTRUN ÁSGRÍMS. Bergstaðarstræti 2. — Sími 16807. — Klæði gömul hús- BIFREIÐAEIGENDUR Látið stilla hreyfilinn fyrir veturinn. Fullkomin tæki — vanir menn- Bílaverkstæði Jón og Páll, Síðumúla 19. — Sími 83980 —• ATHUGIÐ Geri gamlar hurðir sem nýjar, skef upp, olíuber og lakka. Olíuber einnig nýjar hurðir og viðarkiæðningar utanhúss. Fjarlægi málningu af útihurðum og harðviðarlita þær- GUÐMUNDUR DAVÍÐSSON. SÍMI 36857- Bifreiðaeigendur athugið Ljósastillljngar og allar aknenn/ar bifreflða- viðgerðilr. BIFREIÐAVERKSTÆÐI N. K. SVANE Sfeeifan 2 — Sími 34362. Innröministi MBBJðBMS BENEDIKTSSOMB Jhaffúlísslræti 7 Athugið opið frá kl. I — 8 e.h.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.