Alþýðublaðið - 10.10.1968, Síða 2

Alþýðublaðið - 10.10.1968, Síða 2
2 ALÞYÐUSLAÐIÐ 10. október 1968 Eitstjórar: Kristján. Bersi Ólafsson (áb.) og Beneclikt Gröndal. Sírjfiár* 14900-14903. — Auglýsingastjóri: Sigurjón Ari Sigurjónsson. ~ Ajug- lýsingasími: 14906. — Aðsetur: Afþýðtthúsið við Hverfisgötu 8 —10, Rvík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Simi 14905. — Áskriftargjald kr. 130,00. í lausasölu kr. 8,00 eintakið. — Útg,: Nýja útgáfufélagið h.f. en Hagalín sjötugur Einn af ástsæl'ustu rithöfund- um íslenziku 'þjóðarinnar, Guð- fmundur G. Hag'a'lín, er sjötugur 1 dag. Hann hefur komið víða við á viðburðaríkum og athafna- sömum æviferli, en stendur á þiéssum tímamótum þróttmikill, starfsglaður og ungur í anda. Hagalín hefur fengizt vilð kennslu og blaðamennsku og var um tíma 'starfsmaður á ritstjórn Aiþýðublaðsins. Hann hefur haft mikil afskipti af stjórnmálum og er einlægur jafnaðarmaður að hugsjón. Loks hefur hann gerzt baráttum'aður fyrir 'bókasöfn landsins og opinber eftirlitsmað- ur þeirra. Mundi það starf eitt ihaida 'nafni hans á lofti. Framar öllu öðru er Guðmund- ur Hagalín þó eltt fremsta sagna- skáld okkar og hefur fært þjóð- inni nýjar íslending'asögur með bókum sínum. Hann hefur verið afkastamikill og sent frá sér 44 bækur, auk þess sem 'hann hefur s'krifað kyn'stur í blöð og tímarit. Alþýðublaðið færir Guðmundi G. Hagalín hamingjuóskir á sjötugsafmælinu og þakkar hon- um ek'ki aðeilns llstaverkin, sem eftir hann liggja, heldur og ánægjuiega samfylgd undanf'arna áratugi. Framtíð Alþingis Alþingi kemur saman í dag. Þess bíða mikil vandamál og óvi's'sa er í istjórnmálulm, svo að búast má við erfiðu en viðburða- ríku þing'h'aldi næstu mánuði. Þjóðin veit, að hún á von á tíð- indum um nýjar byrðar vegna tekj utaps etvihnuvégahha, _ ihestu skiptii- nú sem fyrr hvern- ig byrðunum verður ískipt. Undanfarið hefur Alþingi legið uridir óvenjulega mikilli gagtt- rýni. Þyklr hlutur unga fólksins og 'kvenfólksins vera lítill á þing- þekkjum, en vald flokka og þing- manna of víðtækt. Hafa komið fram róttækar tillögur um nýja starfshætti flokka og þings. Vafálaust þarf áð gera marg- víslegar breytingar á Alþingi á komandi árum. Það þarf að af- nema deildaskiptingu þess og skapa þingmönnum áðstöðu til sjálfstæðara starfs og betra eftir- lits með hinu hraðvaxandi em- bættiskerfi. Þá þarf að sjálfsögðu að reisa lýðveldinu þinghús, þar sem rúm er till þess að kjósendur komi til áð fylgjast með þing- störfum og hitta þingmenn, en til þess er hreinlega ekkert húsrými í gamla þingsetrilnu. Reynslan er sú, að þing og stjórn verða svo upptekin af efnahagsvandamálum, þegar þau þrengjá að tlandsfólkinu, að ekk- ert annað kemst að. Þetta er Iviar- hugavert, og vonandi gefst í vet- ur einnig tóm til að íhuga gagn- rýni og ræða framtíðarskipan og starf Alþingis. FRANSKUR LOGFRÆDINGUR FÆR FRIÐARVERÐLAUNIN Nóbelsverðlaunanefnd norska stórþingsins ákvað að í gær að veita franska lögfræðingnum René Cass in friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 1968 fyrir störf hans að mannréttindamálum. René Cassin er 81 árs að aldri, en 1916 fékk hann stöðu við fæddur 1887 í Baybonne og lauk háskólann í Aix, og þremur ár- doktorsprófi í lögfræði árið um síðar varð hann prófessor 1914. Hann barðist í fyrri heims- í Lille. 1929 varð hann síðan styrjöldinni og særðist alvarlega, prófessor í París. Byggingarfélag verkamsnna, Reykjavík. TIL SOLU Þriggja herbergja íbúð í IV. byggingarflokki. Þeir félagsmenn, sem neyta vilja forkaupsréttar að íbúðinni, sendi umsókn- ir í skrifstofu félagsins Stórholti 16 fyrir kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 17. október nk. STJÓRNIN. Cassin sat á þingum Þjóðbanda lagsins sem fulltrúi Frakkiands frá 1924 til 1938, en er Frakk- - land var hernumið í síðari heims styrjöldinn fór hann til Lund- úna og gerðist þar lögfræðilegur ráðunautur de Gaulles. í styrj- ialcjarlok var h^nn útnefndur varaforseti franska rikisráðsins. Cassin sat marga alþjóðfundi og Vann mikið undirbúnings- starf að stofnun UNESCO, og hann var í sendinefnd Frakk- Iands á þingum Sameinuð.uþjóð- anna 1946-58. 1946 var hann kjörinn varaformaður nefndar þeirrar, er vann að samningu mannréttindaskrár Sameinuðu þjóðanna og ásamt formanni nefndarinnar, frú Elenor Roosv- elt', átti hann mikinn þátt í því að fá' mannréttindaskrána sám- þykkta 10. desember 1948. Síðan hefur Cassln unnið mjög a’8 mannréttindamálum, og ihann á enn sæti í mannréttinda- nefnd Sameinuðu þjóðanna og Réne Cassin hann hefur verið forseti mann- réttindadómstóls Evrópuráðsins síðan 1965. Samtímis því sem tilkynnt var um verðlaunaveitinguna til Cass- ins var frá því skýrt, að verð- launanefndin hefði ákveðið að úthluta engum friðarverðlaunum fyrir 1967, en úthlulun þeirra verðlauna var frestað í fyrra. Verðlaunaupphæð þess árs renn- ur því aftur í verðlaunasjóðinn, en upphæð sú, sem Cassin fær nú í verðlaun, er 350 þúsund sænskar krónur eða hátt á f jórðu milljón íslenzkar krónur. r/^y/ÆT/i Erlendar fréttir í stuttu máli I I 5 ZURICH 9. 10. Að minnsta kosti tíu manns fórust í eldsvoða í dag, er hótfc'l í Zurich brann til grunna. | Þá er talið, að tuttugu og | þrír a. m. k. hafi meiðzt. ^ Lögreglan óttazt, að enn) fleiri liggi grafnir undir S rústunum. J I •- s PARÍS 9. 10. Tuttugasti og fimmti samningafundur Bandaríkjamanna og Norð ,ur Vjetnama var haldinn í París dag, Ekki er vitað um árangur viðræðnanna en formaður samninga- nefndar Bandarkjamanna, W. Averell Harriman, lét svo um mælt, er hann fór af fundi eftir þriggja klukkustunda og tuttugu mínútna viðræður: ,,Hitt umst aftur í næstu viku á sama tíma.“ UVONGO 9. 10. Varnarmála ráðherra Suður Afrku, Pieter Botlia, skýrði frá því í Uvongo í Natal í dag, að ráðgert væri að reisa eldflaugnastöð á strönd Zulu lands. Yfirlýsingin um þessa fyrstu eldflaugna stöð Afríku var gefin í upphafi árlegrar ráðstefnu suður afrískra hlaðaútgef enda. LíMA: Tveir perúskir ráð herrar komust hjá hand töku í fyrradag með því að leita hælis sem pólitísk ir flóttamenn í sendiráðj Mexícó í Lima. Þrír starfs bræðra þeirra voru hand teknir á mánudagskvöld. HELSINGFORS 9. 10. Alcx ei Kosygin, forsætisráð herra Sovétríkjanna, er nú í óopn;berri heimsókn í Finnlandi. þar sem hann á leyniviðræður við ráða menn. Blöð hafa yfirieitt fagnað komu forsætisráð herrans, sennilega til ,,að J hafa hann góðan.“

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.