Alþýðublaðið - 10.10.1968, Síða 16
Listamannaskálinn
ÁJjessum stað spratt fyrrum kartöflukál,
sem kveikti bjargræðisfögnuö í hjarta ag sát,
og undirvöxtinn með velþóknun eigandinn las,
en virðuleg jurt er íslenzkt kartöflugras.
Og hérna reis síðar á legg okkar æðsta list
í litum og formum, máluð, höggvin og rist,
en meistarinn gekk um gólf með sinn listamannshatt
og gamburmosinn óx þar sem kartaflan spratt.
. I Ij
En nú er allt þetta horfið á bak og burt,
hin blómlega list, sú göfuga kartöflujurt,
á lóðinni blasir við lítil og ósjáleg þúst:
Listamannaskálinn er orðinn að rúst.
AUtaf reynir mar nú að spæla
kennaralufsuna sem mest mar.
í gær spurði hann mig hvenær
Jón Arason hefði dáið. „Kvaer i
etta mar, svaraði ég, auðvitað
þerann var hálfshöggvinn mar”.
Það geta margir orðið hing-
menn þessa dagana. Það er ekki
nóg með að Alþingi hefjist í dag
heldur stendur nú yfir iðnþing
og fjöldi flokksþinga eru á
næsta leiti.
.. .og fylgt Alþýðubandalaginu
í von um að HÁRIF kommúnista
væri þar í rénun.. .
Alþýðublaðið.
í BÆNUM Welton í Englandi
hugðist náungi einn sína hæfni
sína í bjórdrykkju, en varð
að gefast upp eftjr 14 krúsir.
Barþjóninum fannst lítið til
um þetta afrek mannsins, svo
hann svelgdi í sjg 25 krúsir,
og eru þá ekki meðtaldar þær
átta krúsir, sem hann drakk,
í byrjun rétt til að ,,komast
í drykkjustuð“ eins og hann
orðaði það.
VELJUM ÍSLENZKT-
ÍSLENZKAN IÐNAÐ
Þetta unga fólk er svo upptek
ið við að mótmæla að það má
jafnvel búast við því að það
fari að mótmæla þvi að mót-
mælum þeirra hafi ekki verið
mótmælt.
Sagt er að lífið sé enginn dans
á rósum. Þetta &et ég að sjálf
sögðu fallizt á, en vil þó bæta
við: Alltént ekki fyrir þá sem
kunna að dansa.
fK. flúS:
Gluggasmiðjan
Síðumúla 12
Sími 38220 - Reykjavík
SpifakvöldiS er
/ KVÖLD
Spilakvöld Alþýðuflokksfélags
Reykjavíkur er í kvöld kl. 8.30
að HÓTEL BORG. Síjórnandi
Gunnar Vagnsson.
Hljómsveit Ólafs Gauks leikur
fyrir dansinum.
Aðgöngumiðar við innganginn.
Fjölmennið og takið með ykkur
gesti.
Skemmtinefnd.