Alþýðublaðið - 12.10.1968, Síða 6

Alþýðublaðið - 12.10.1968, Síða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 12. október 1968 BÍTILLINN, SEM INNST BER Á Síðastlíðin fimm ár, sem í rauninni virðast fjarstæðu- kennd, en eru þó hrífandi, hefur það fallið í minn hlut að skýra frá öllum þeim nýjungum, sem frá Bitlunum hafa komið. Ég hef oft verið á þönum sólar- hringum saman, og það hefur svo sannarlega átt við mig. Þeg- ar spennandi orðrómur er á sveimi yfir Bítlunum, þagnar síminn ekki á heimili mínu. Þeg- ar seinustu Lundúnablöðin hafa verið sett í prentun, hefjast símahringingar frá álfunni hand- an Atlantshafsins- Ameríku. Síðan hefja síðdegisblöðin fréttaöflun, og linnír því ekki símahringing- um tímunum saman. Oftar en einu sinni hef ég unnið stanz- laust í 36 tíma. Ekki alls fyrir löngu birtist heilsíðuauglýsing í stórblaðinu T i m e s, þar sem frægt fólk féllst opinberlega á notkun og frjálsa sölu eiturlyfsins ,hash.’ Nokkrum vikum áður en auglýs- ingin var birt fengu blaðamenn UMSJÓNAMAÐUR: INGIMUNDUR SIGURPÁLSSON. víðs vegar um heim nasasjón af innihaldi hennar. Þá var friður- inn búinn. Fjöldi fréttamanna hringdi til mín til þess að ræða um afstöðu Bítlanna. Þeir sögð- ust vita, að John, Paul og Ge- orge hefðu sett' nöfn sín á list- ann, en nafn Ringos vantaði. Þeir spurðu hvað það ætti að merkja, hvort hann væri ósátt- ur við hina félaga sína. Þetta gaf mönnum tilefni til að halda, að sundrungur væri í hljómsveit- inni. Ég sagðist mundu athuga málið og láta síðan vita um mála- vöxtu. Næstu helgi voru Bítlarnir af tilviljun staddir á sveitasetri Brians Epsteins, og gafst mér þá tækifæri til að leggja spurning- una fyrir Ringo, — en svar hans var óskiljanleg stara á mig. — Hvers konar auglýsingu? spurði hann. — Enginn hefur talað um hana við mig. Hér átti sem sé ekkert ósam- ræmi sér stað. Og þess vegna var ekki unnt að tala um neinn hugsanlegan sundrung. Ringo var fús til að setja nafn sitt á listann. Hann var bara ekki lát- inn vita um þessa fyrirhuguðu auglýsingu. Ringo er á engan hátt utan veltu, en oft er hann seinastur þeirra fjórmenninganna að skilja, hvað er að gerast í kring um hann. Honum líður bezt, þeg- ar hinir Bítlarnir taka málefnin í sínar hendur — og jafnvel hin mikilvægustu málefni fær hann þeim í hendur. Þannig hefur það alltaf verið síðan Ringo varð Bítill árið 1962. John, Paul og Ringo höfðu leikið saman í þrjú ár áður en Ringo kom í hljóm- sveitina, og varð hlutur hans því ekki eins mikill og hinna. Sjúkrahúsvist Ringos 1 æsku, sem ýmist var í lengri eða skemmri tíma, hafði í för með sér seinkun á almennri mennt- un hans, og fyrstu dagar hans með félögunum þremur, — hin- um rösku Bítlum — voru allt' annað en skemmtilegir. Honum varð það m .a. ljóst, að á hlut- verki hans í hljómsveitinni myndi alltaf lítið bera. Hann sætti sig því við sín kjör og hafði sig lítið í frammi. Þetta framtaksleysi átti ekki aðeins rót sína að rekja til þess, að honum fannst hann vera minni máttar en félagarnir þrír, heldur einnig það, að sem trym- bill hafði hann tekið við af Pete Best, sem náð hafði mikilli lýð- hylli. Ringo sætti sig smám saman við sitt hlutskipti. Honum varð það svo til uppdráttar, að hann varð orðheppnasti og orðsnar- asti maður hljómsveitarinnar. En honum fannst hann sífellt vera minni máttar en John, Paul og George, og er orsökin sú, að hann er sá eini þeirra, sem ékki semur né skrifar tónlist og texta. Þó svo að þetta komi ekki aðdá- endum Bítlanna til hugar, hefur það áhrif á Ringo. Annarsslags minnimáttarkennd hrjáði Ringo lengi. Hún var sú, að hann leit á sjálfan sig sem Framhald á bls. 8. Tony Barrow, blaðafulltrúi Bítlanna, skrjfar nú í fyrsta sinn um þessa heimsfrægu skemmtikrafta. Greinar hans hafa vakið mikla eftirtekt víðs vegar um heim, og er það áreiðanlega ckki að ástæðulausu. Hér er nú birt þriðja grein hans, og fjallar hún um Ringo Starr — Bítilinn, sem Iítið ber á. RÆTT VIÐ LJÓSMYNDANEMA I mínum augum voru þetta algjörir galdrar Til þess að skapa fjölbreytni og reyna að gera eitthvað við allra hæfi er að sjálfsögðu nauðsynlegt að birta hér ann að en fréttir úr „beat”-heim inum. Og þar sem mikill áhugi hefur vaknað meðal unglinga á ljósmyndun og ljósmynda- námi, fannst okkur tHvalið að spjalla við ungan og áhuga- saman Ijósmyndaunnanda, sem saundar nám hjá Óla Páli, ljósmyndara. Við spyrjum Sig urgeir fyrst, hvenær áhugi faanshafi vaknað á ljósmyndun. —■ Ég tók bakteríuna hjá (kunningja mínum. Forivitnin yfirtók mig, því 1 mínum aug um voru þetta algjörir galdr ar. Ég lék mér við að stækka 'og framkalla myndir í tvö ár. ;án þess að vita nokkuð um þessa undarlegu hluti. Hvað Iþað var í raun og veru, þegar mynd var tekin, eða þegar framkallað var, vissi ég ekki. Ég rak mig í sífellu á eitthvað nýtt. , — Hvenær hófstu nám í ljósmyndun? — Það var 8. ágúst, 1965 þegar ég komst á samning. Stór stund var runnin upp. Áður en ég hóf nám var ég ekki búinn að fá nasaþefinn af því, sem heitir Ijósmynd un. En áhuginn fer vaxandi eftir því sem lengra líður á námið. Ljósmyndunin er fjöl- breytt og skemmtileg og hef ur margar hliðar — skiptist í marga þætti. Við fslending ar þekkjum bezt einn þáttinn, hinn svonefnda ,.portnait“. Hér úir og grúir af portrait ljósmyndastofum. Lærlingar læra á portrait-stofum, og hvað er annað 'hægt að gera en setja upp enn eina slíka iað námi loknu Hér mætti vera breyting á. íslendingar eru nú farnir iað nota auglýs ingar meira en áður var, og má búaist við aukinni atvinnu á því sviði. Ýmsar ríkis- og menntastofnanir þurfa orðið á Ijósmyndurum að halda, svo eitthvað sé nefnt. Ljósmvndanámið sjálff tek ur fjögur ár að meðtöldu tveggja mánaðia fríi í Iðn- iskólanum. Iðnskólinn hefur verið til lítiilla nota, þar t.il fyrir tveimur árum, að nokkr ir framsýnir Ijósmyndarar í félaginu stigu stórt iskref í irittai Sit. Stoifnuð var Ijós myndaleild innan veggja Iðn Framhald á bls. 8. Sigurgeir

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.