Alþýðublaðið - 12.10.1968, Síða 8

Alþýðublaðið - 12.10.1968, Síða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 12. október 1968 Markalshorfur Framhald af 5. síðú Félagi ísl. fiskmjölsfram leiðenda, en fulltrúar fé- lagsins sátu nýlega ár- legan aðalfund Alþjóða- félags fiskmjölsframleið enda sem haldinn var í Bremen í V-Þýzkalandi, þar sem ofangreindar á- lyktanir voru lagðar fram. í fréttatilkynningunni segir ennfremur: Áætlanir bentu til að eftirspurn eftir fiskimjöli og notkun þess mundi aukast um 5—600 þús, tonn, og birgðir útflutningslandanna í árslok því minnka um 2—300 þús. tonn eða niður í um 600 þús. tonn. Er það í fyrsta skipti síðan 1965, að áramótabirgðir hafa farið lækkandi. Þessa þróun má að sjálfsögðu fyrst og fremst þakka hagstæðu verðlagi á fiskmjöii, miðað við annað eggjahvítufóður. Mjög lauslegar áætlanir bentu til, að áframhald yrði á þessari þróun á árinu 1969. Var því tal- in nokkur von um sæmilegar markaðshorfur fyrir fiskmjöl. En þess ber að gæta, að von er á met soyabaunauppskeru í Bandaríkjunum í haust og getur hún haft áhrif á þróun þessara mála, en soyabaunamjöl keppir við fiskmjölíð á fóðurefnamörk- úfennum. Einnig Maðast nú upp birgðir af þurrmjólk, einkum í löndum Efnahagsbandalagsins, en hún er einnig seld £ sam- keppni við fiskmjöl til sumra nota. Þarna komu einnig fram á- ætlanir um framleiðslu og eftir- spurn eftir lýsi og bentu þær til. að markaðshorfur væru nú betri en verið hefur. Talið er að lýsisframleiðsla minnki nokkuð á árinu 1968 og verður þessi sam dráttur aðallega í Noregi og hér á landi, en talsverð aukning verður í S-Afríku, Perú og Chile. Ástæða þess hve verðlag hef- ur verið lágt’ á lýsi um hríð er sú að framleiðendur eru margir en notendur fáir og stórir. Nota þeir sér aðstöðu sína og þvinga verðið niður þegar framboð er mikið. Fleira veldur þó þessu lága verði. Heita má, að lýsið sé nær eingöngu notað £ smjörlíki og matarfeiti. Fyrst verður þó að herða það, eins og það er nefnt, en herzlunarverksmiðjur eru fáar og dregur það úr lýsisnotkuninni. í Bandaríkjunum leyfir matvæla- löggjöfin ekki, að síldarlýsi og aðitar Ukian lýsistegnndir séu notaðar í matvæli og kemur það hart niður a þessum iðnaði, enda eru Bandaríkin mesti smjörlík- • isframleiðandi í heimi. Eitthvað er þó að rofa til í þessum málum, og hafa afköst herzlunarverksmiðja aukizt til murici upp a síðkastiff o? rú e^u ákveðnar tiJraunir gerðar í Banda rlkjunum til að fá matvælalög- gjöfinni breytt þannig, að leyft verði að nota lýsi í smjör- líki. Síðan fundinum lauk fór mar- kríll að veiðast í Noregi í stórum stíl og fer hann nær allur í bræðslu. Þar sem hann er mjög feitur um þetta leyti árs, getur það haft óheppileg áhrif á þróun lýsisverðsins, verði framhald á þessum aflabrögðum. Þjóðverjar gerðu sér mikið far um að kynna fundarmönnum fisk iðnaðinn í Bremen og nágrenni og hafnarskilyrði þar. Þjóðverjar eru nú stærsti innflytjandi fisk- mjöls í Evrópu og flytja þeir í sí auknum mæli mjölið inn ósekkj að, eins og korn. Sparast við það stórar fjárupphæðir. Aðalfundurinn var haldinn 31. sept. — 4. okt. í Bremen og sóttu hann 120 framleiðendur frá 20 löndum og auk þess um 40 um- boðsmenn og fóðurblandarar. Af íslands hálfu sóttu fundinn þeir dr. Þórður Þorbjarnarson, Sveinn Benediktsson, framkv.stj., Páll Ólafsson, efnaverkfræðingur, dr. Jónas Bjarnason, Valgarð J. Óiafsson og Tómas Pétursson. Fundur þessi var sá 8. í röð- inni, en tilgangur fundanna er að gefa mönnum kost á að skipt- ast á skoðunum og ræða vanda- mál iðnaðarins, viðskiptalegs- og tæknilegs eðlis. Skáldavaka Framhald af 5. síðu er að útgáfu blaðsins standa, þau orð falla, að ýmsir hefðu hvíslað því í eyru aðstand- enda, að tekizt hefði mjög vel til með upplestrarkvöld ð, og væru þeir sjálfir hæst ánægð ir með aðsókn og undjrtektir. Meðal þeirra, sem lásu upp, var Guðbergur Bergsson. Las hann smásögu eftir - sig, sem hann nefnjr Andrókles og ljónið við fögnúð áheyrenda. Bryndís Sehrarh, lé kkona las kafla úr sögu Megasar, Ejns og kirkja. Flest þessara ungu skálda eru svo til óþekkt á op iriberum vettvangj, en þó hafa verk nokkurrá'bjrzt í tímárit- um. Aðallega er hér um að ræða skóláskáld, sem birt hafa mest í skólablöðum og kveða sér nú hljóðs á opinber- um vettvangi fyrsta sinni. Flskimiöl Framhald * 5. síðu. Gi’rleyrisréttindi: Aðalfundur V.í. 1968 ítrek ar enn tilmæli til ríkisstjórnar innar og Seðlabanka íslands um ,að þeim viðskiptabönkum landsins, sem þess óska, verði veitt heimild til að verzla með erlenda gjaldeyri. Framsögumaður þessarar til- lögu sagði, að með þessari ályktun væri fynst og fremst átt við Verzlunarbanka íslands, en hann væri eini verzlunar- bankinn á Norðurlöndum, sem -ekki hefði 'heimild til að verzla með erlendan gjaldeyri. Fleiri álylktanir voru sam- iþykktar á fundinum, svo sem útflutningsmál, einkasölur, verð lagsmál og skattamál. í niðurlagi ályktunarinnar um verðlagsmál segir: j.Aðal- fundurinn leggur áherzlu á nauð syn þess, að sett verði ný lög gjöf um verðlagningu, Iþannig að horfið verði frá úreltu’ og óhagkvæmu prósentuálagningar kerfi, sem hér liefur lengi tíðk azt, en í stað þess beitt verð gæzlu og aðgerðum til að ýta undir samkeppni og sporna gegn viðleitni til myndunar einokun laraðstöðu á íslenzkum miark- aði.” Sig. Guðmundsson Framhald ' -3. síðu. sem bezt. Hér hefur þessu æ- tíð verið öðruvísi farið. Ríkis- valdið hefur oft og tíðum veitt atvinnuvegunum mikils- verðan stuðning, sem frá þjóð inni hefur kom.ð en aldrei kraf.zt í staðinn ákveðjnna framfara eða breytinga til batnaðar á starfsháttum þeirra. Við svo búið má ekki lengur standa, þetta viðhorf verður að breytast." S gurður ræddi ítarlega um stöðu Alþýðuflokksins áhrií klofnings flokksins á flokks- skiptinguna og vaxandj byr jafnaðarmanna nú meðal allra lýðræðissinnaðra sósíalista. Svo sagði hann: ,,Ég dreg ekkj dul á það, að ég tel að Alþýðuflokkurinn þurfi á nýjan leik að efla mjög áhrif sín á heildarstefn una, þróun þjóðfélagsins verð ur að einkennast í miklu rík- ari mæli af hans úrræðum en verjð hefur undanfarjn áratug, við megum ekki láta einskorða okkur við félagsmálin ein sam an. í því sambandi getum við litið til Alþýðuflokksjns ejns og hann var jafnvel allt fram undir 1950 og séð hvernig þessi tilhneiging var þá rík í honum. Það megum við taka til fyr rmyndar. En hvernjg verður það gert? Með því móti einu, að nútímaleg úrræði séu fyrir hendi, fyrir þeim barizt og fylgi flokksins verðj' aukjð, umfram allt. Að öllú þessu þarf að vfpna, þetta er.u verk- efni komandi ára og áratuga •• og þess vegna verkefni þeirra, sem nú eru á unga aldri eða miðaldra. Bítillinn Framhald af 6. síðu. þann þeirra fjögurra, sem auð- veldast væri að vera án og auð- veldast væri að taka við af. Og það kom alltaf upp í huga hans^ þegar verið var að taka upp nýja hljómplötu. Það eina, sem hægt var að ræða um eftir æf- ingu, var trommuundirleikur Ringos. Hann leit upp til hinna þriggja. George var mjög góður á gítar, og hinir tveir ómiss- andi, því þeirra var tónlistin. Ringó sat aftur á móti þar, sem lítið bar á, og fyllti upp í hljóm fallið. En hvernig það ætti að vera, voru þeir oft ósammála um. Þetta hlutfall hefur ekki breytzt mikið ennþá. En það má ekki skilja svo, að fjórmenn- ingarnir séu óvinir, — þvert á móti, — en frá listrænu sjónar- miði líta. þeir oft mismunandi á' hlutina. Mikilvægi hans í íhljómsveitinni þekkja allir, en fæstir vita þó, að hann naut sín bezt', þegar þeir sungu allir sam- an. Ef til vill var það sökum þess, að það gerðist svo sjald- an. Eða kannski var það einmitt vegna þess, að ef eitthvað mis- heppnaðist, var hægt að skella skuldinni á þá alla. Þeir voru þá ein heild. Venjulega sat' hann einn síns liðs uppi á palli með trommur sínar, spölkorn frá hinum og á bak við. Fáir finna jafnmikið það á- byrgðarhlutverk gagnvart aðdá- endum sínum og Ringo, og eng- inn er þeim jafn þakklátur fyr- ir aðdáun þeirra og hann. Ringo er sá eini Bítlanna, sem breytt hefur nafni sínu. Hann er ólmur í kúrekamyndir, — og nöfn eins og Ringo og Zag eru sótt í söðulinn. Richard Starkey (Ringo Starr) er elztur Bítlanna, varð 2Í ára í júlímánuði. Hann er yf- irlætislaus ungur maður, sem laus er við hroka og stórlyndi. Honum líður hvergi betur en á heimili sínu, og ég er þess full- viss, að styggðaryrði hafi aldrei farið á milli hans og Maureen, konu hans. Einbýlishús hans er mjög snoturt, með flestum nú- tímaþægindum. Frá stjórntækj- um á einum veggnum getur hann stjórnað ljósaútbúnaði húss ins, deyft eða skært lýsingu hvers ljóss eftir vild. Lífsspeki Ringos og viðhorf hans til lífsins eru yfirlætislaus og ósnobbuð, þrátt fyrir þá gíf- urlegu breytingu, sem orðið hef ur á lífsvenjum hans. Nú í dag er hann vellauðugur. Hann komst upp á strýtu vinsældanna ásamt félögum sínum fjórum, sem sitja þar enn og sýna ekk- ert fararsnið. En það heilnæma og hressandi við Ringo er, að í dag er hann einmitt sá sami og þann dag fyrir sex árum, þegar hann fyrst snerti á trommu í hljómsveitinni THE BEATLES. Tony Barrow. Ljósmyndari Framhald af bls. 6. skólans og í staðinn fyrir fög eins og rúmteikningu, flatar- og hluta af fríhendisteikningu komu ljósmyndafögin: efna- fræði, linsu fræði, tækjaþekk ing, ljósfræði og myndabygg ing.” — Er mikið félagslíf inn- an stéttarinnar, og eru ein- hver áhugamannaklúbbur starf andi innan félagsins? — Félagslífið er lítið sem ekkert og enginn klúbbur er starfandi innan félagsins. Það er eins og þegar menn hafa lokið námi, nenni þeir ekki lengur að leika sér. Þetta tel ég mjög hættulegt, því þá erV hj raiun og veru engiirt skemmtun að faginu lengur. Persónulega finnst mér, að þetta eigi að geta farið saman ^sem tómistundagaman og at- vinna. — Hvaða myndir þú ráff- leggja þeim, sem eru aff hefja nám í ljósmyndun? x — Ég myndi ráðleggja þeim að taka mikið af myndum, vinna þær sjálfir, því að hálf sköpun myndarinnar fer fram í myrkraherbergi. Auk þess að skoða myndiablöð og taka eftir myndum þekktra ljós- myndara. Einnig er gott að skoða málverk, því það gefur góða innsýn í myndbyggingu. iSérstaklega vildi ég benda mönnum á að kynna sér sem flestar hliðar ljósmyndunar og reyna að komast til framhalds náms erlendis, því okkur vant ar menn menntaða erlendis frá, la.m.k. meðan aðstaðan hér til kennslu er enn á frum- stigi. , — Hvað hyggst þú fyrir í náinni framtíff? — Ég ætla að reyna að kom ast hjá því að bæta enn einni p.ortrait-stofunni við safnið. Le'kfasigahappdrætti Thorvaldsensfélagsms stendur sem hæst — 100 glæsilegir vinningar. ASeins 10 krónur miðinn. — Dregið 22. þ.m- Ágóðinn rennur til Barna- heimilisins við Sunnutorg- Miðar fást á Thorvaldsensbasar, Austurstræti 4, flestum kvikmyndahúsum, Kjörgarði og víðar í verzlunum. REMBRANDT í 'kvöld kl. 8.30 í Tjarnarbúð (uppi) verður Ý'sýnd litlkvikimynd um Rembrandt og verk bans. Björn Th. Björnsson listfræðingur flytur er- indi á u'ndan sýningu. Allir Rémbrandt unn- endur velkomnir. Dansað á eftir. Félagið Holland — ísland.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.