Alþýðublaðið - 18.10.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.10.1968, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ 18. október 1968 Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og Benedikt Gröndal. Símai" 14900-14903. — Auglýsingastjóri: Sigurjón Ari Sigurjónsson. — Aug- lýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu 8 —10, Rvík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 130,00. í Iausasölu kr. 8,00 eintakið. — Útg;: Nýja útgáfufélagið h.f. Gylfi hefur rétt fyrir sér E'nda þótt stjórnimálaskrif séu nú á dögum bæði kurteislegri og málefnalegri en þau .alla jafna vonu fyrir nokkrum árum, kem ur enn fyrir, að ritstjórar missa taumihafd á sjálfum sér og ráðast á andstæðinga sína með fúkyrð- um í stað raka. Þetta kernur helzt fyrir Tímann, er hanin ræðir um Gylfa Þ. Gísfason, sérílagi skoð- anir hans á Tandbúnaðarmálum. Gylfi hefur um árabil hlaldið uppi gagnrýni á þeirri landbúnað arstefnu, isem bér hefur verið rek in í harðri samkeppnli Framsókn ar og Sjálfstæðilsflokksins um fylgi 5-6.000 bænda. Fyrir þetta hefur Gylfi óspart verið stimplað ur „fjandmaður bændastéttar- innar.” Enda þótt Morgunblaðið og Tím inn bregðist enn illa við, er Gylfi ræðir um landbúnaðinn, heí’ur greinilega komið í Ijós, að gagn rýni hans hefur verið á rökum reist. Margir bændur hafa gert sér grein fyrir, að það er síður en svo á móti hagsmunum þeirra að breyta stefnunni í samræmi við gagnrýni Gylfa. Um langt árabil hefur íslenzka ríkið veitt margvíslegan stuðn- ing til aukningar á landbúnaðár- framleiðslu. Þannilg hefur skapazt offramleiðsila, sem ríkið verður aftur að greiða með istórfé til að hún seljist erliendis. Þetta er kjarninn í því, sem Gylfi hefur gagnrýnt, og í dag viður- kenna allir hugsandi menn, að hann hafi rétt fyrir sér. Er bent á, að mj ólkurframleiðsla sé nú minni en áður, stofnun nýbýla hafl verið stillt í hóf, og fleira sem stuðlar að því að framleiðsl an aukist ekki mjög ört. Með þess ari röksemdafærslu er viður- kennt, að Gylfi hafi haft lög að mæla. Það er meira að segja talað um fækkun búanna í þessu sam- bandi, len fyrir fáum árum var guðlast að nefna slíka þróun. Það er tvímælalaust skynsiam- leg stefna að reyna að framleiða sem næst fyrir innanilandsmark- að — þótt ávallt geti þurft að selja lítið magn úr landi eða flytja örlítið ilnn eftir árferði. Þessi stefna mun spara ríkinu stórfé og hagur bænda verður án efa tryggastur með því móti. AB missa fökin Tíminn segir með nokkrum þjósti, að núverandi ríkisstjórn geti aðeinis stjórnað landinu í góð æri, en missi tökiln istrax og á móti blæs. En hvernig gekk fram sóknarmönnum stj órnarforustan um árið? Gáfust þeir ekki upp 1958, Sem var óvenjulega gott ár? Má draga þá ályktun, áð framsóknarmenn geti ekki efnu sinni stjórnað í góðæri? MWMWMWWWWWMMWWWWWMMWWMWWtWWMVWWWWWWWWMW Stöðugar framfarir í krabbameinsrannsóknum A síðustu árum hefur krabbameinsrannsóknum fleygt ört fram og nú er svo komiff, aff fyrirsjáanlegt er aff hægt verff ur aff lækna flestar tegundir krabbameins innan fárra ára. Verffur þar meff unninn einn stærsti sigur læknavísindanna til þessa. BANDARÍSKIR krabba- med'nssérfræðingar reikna með því, að á næstu fimm árum takist jþeim að finna viffhlít- andi 'lækningaaðferðir við svo að isegja öllum tegundum krabbameins. Krabbameins- stofnun Bandaríkjanna í Was- Ihington, sem undanfarin ár hef ur fengiff 25 miiUjónir dollara á fjárlögum ár ihvert, til að leita aff og finna læknisráð við ýmsum tegundum krabba- meins, íhefur þegar fundið full baa(gjiaindi laðferðiir til lækn ingar sex mismunandi tegunda krabbameins, 'þ.á.m. einnar sem til þessa 'hefur verið álit in ólæknandi banvæn. Og þó að ekki hafj tekizt að finna iæknisráð við hvers konar kmbbameini, má nú orðið stöðva frekari þróun þess eða halda þvi niðri um lengri tíma. Sam!eidl('nlegt krabbameins- tegundunum sex, sem nú hef- ur tekizt að vinna bug á, er það, að þróun þeirra er mjög sfcjót — hún á sér stað með fjórföldun þeirra sella líkam ans, sem meinið leggst á, á mjög skömmum tímia, dögum eða vikum. Hins vegar hefur ienn ekki tekizt að ráða niður lögum þess krabbameins, er þróast hægt, svo sem krabba rreins í brjósti, lungum og nýr um. Einmitt þessi misimunur ihefur gert vísindamennina bjartsýna ó að geta fundið og framleitt meðial, sem nota rniegi við hvers konar krabba- meini — þar sem skjótvirkt krabbaniem hefur reynzt svo viðráðanlegt. — Innan fimm ára munura við aff öllum líkindum vita svo mikið um frumugerð mannslík amans, að við getum fiarið að hafa í fullu tré við krabba'. tmeinsvöxt, rem þróast hægt, sagðj dr. Gordon Zubrod á iblaðamannafundi fyrir skömmu þar sem ihann gerði grein fyrir framþróuninni á sviði knabba meinsrannsókna. Hann skýrði og, m.a. frá því, að nú væri unnt orðið með aðstoð ýmissa meðala að stanza að fullu og öllu vissar tegundir krabba meins í börnum. Þá hefur og með árangri tekizt að upp- ræta krabbamein í legi kvenna. Allt þetta bendir eindregið í þá átt, að krabbamein sé alls eigi ósigrandi isjúkdómur og þess verði naumast langt að ibíð>a, iað hann verði vMada- mönnum og læknum viðráðan legur. Læknismeðferðin við krabbameini er meira að segja komin það langt á ýrnsum (þeim sviðum, er áður eru talin að fiarið er að beita henni á sjúklingum og rannsóknarstof urnar eru ekki lengur einar um hituna að því leyti. Hverjir ókis? Framihald af 1. síðu. grænn aff neffan meff dökkum blæjum, og hefur lögreglan greínargóða lýsingu á öku- manni haus. Hin bifreiðin er ljósleit Volkswagen bifreiff 1500. í henni voru tvejr pilt- ar og tvær stúlkur og ók önn ur stúlkan bifreiffinnj. Þá hafa lögreglunni borizt upplýsingar um tvo bíla, sem óku vestur Suðurlandsveg í áttj til Reykjavíkur rétt áffur en slysið varð, en þeir stöðvuðu ekki á Geithálsr Ökumenn þess- ara bifreiða hafa heldur ekkt gefið sig fram ennþá. I gær stóðu yfir stöðugar yf- irheyrslur vegna rannsóknar- innar á dauðaslysinu á sunnu- dagsnóttina og hafa rannsóknar- lögreglunni borizt víðtækar upp- lýsingar frá fólki, sem var á ferðinni á þeim slóðum, sem slysið varð og um svipað leyti. Meðal annars rnæt'ti vitni í gær, sem hefur fylgzt með ferðum Gunnars heitins aðeins skömmu áður en ekið var á hann. Þegar hann var á leið upp að Geit- hálsi sá hann til ferða Gunn- árs, en hann gekk þá rétt utari við veginn. Vitnið átti aðeing mjög skamma viðdvöl á Geit- hálsi, og á' leiðinni til baka sá ihann aftur til ferða Gunnars, sem þá hafði fært sig upp á veg- inn. Ók vitnið fram hjá Gunn- ari, en hann gerði enga tilraun, til að stöðva bifreiðina. Þegar vitnið var komið niður í Ártúns- brekku sá það sjúkraliðið komai austur Miklubrautina og stefna á Suðurlandsbrautina. Sneri vitnið þá við og fylgdi á eftir sjúkrabifreiðinni. Kom í ljós, að slysð hafði orðið sk/ammt frá þeim stað, þar sem vitnið hafði séð Gunnar stundarkorni áður, Fólk, sem átti leið um Suður- landsveg um svipað leyti og slys- ið varð, hefur flest brugðizt vei vði og gefið rannsóknarlögregl- unni mikilvægar upplýsingar, en ennþá hafa ökumenn og far- þegar í græna Willys-jeppanurrt með dö.kku blæjunum og í ljósui Volkswagenbifreiðinni 1500 ekki gefið sig fram. Sömuleiðis ekki þeir, sem voru í bifreiðun- um tveimur, sem óku vestur Suðurlandsveginn án þess að eiga viðkomu á Geirhálsi alveg um svipað leyti og slysið varð. Rannsóknarlögreglan skorar á alla þessa aðila áff gefa sig fram tafarlaust. SmjörverðiS Framhald af 1. síðu. tiikomu nýs vöruverðs, en eldra kjöt væri selt á garnla verðinu. Um Osta- og smjörsöluna sagði Sveinn, að :hún væri að- teins umiboðssali, sem fengi 4 3/4% umboðslaun fyrir sölu á smjöri og ostum 1 landinu, en Ihún skilaði öllum hagnaði af sölu smjörs og osta til mjólk- urbúanna, sem síðan skiluðu ihonum til bændianna, fnamleið- enda. Þá sagði Sveinn, aff ekki væri lamnað framkvæmanlegt en láta nýtt búvöruverð koma fram á birgffum mjólkurafurða, smjörs og osta, þar sem hverju sinni sem nýtt landbúnaða'rverð væri 'ákveðið, væri um leið verið að ákveða laun bænda fram í tím- lann. Af þessu er Ijóst, að bændur fá talswert hærna verð fyrir það smjör og þá osta, sem óseldir 'voru, þegar nýja búvöruverðið war ákveðið, en þeir liefðu feng- ið hefði varan selzt strax. Japanl Framhald af 1. síðu. hefur í senn numið af göml um japönskum meisturum og fremstu rithöfundum Vesturlanda. Má í því sam bandi geta þess, að hann hefur próf í enskri tungu og bókmenntum frá Háskól anum í Tókíó. Kawabata er fyrst og fremst skáldsagna höfundur, en hefur einung is samið mikinn fjölda smá sagna; hins vegar er ekki v'tað til að hann hafi lagt stund á ljóðagerð. Meðal kunnustu verka Kawabata eru 'skáldsögurnar „Ríki snævarsjns“, sem út kom árið 1935, ,,Þúsund trönur“ árið 1949 og „Kyoto“ árið 1962. Kawabata hefur stað ið framarlega í hagsmuna samtökum japanskra rithöf unda og lengi verið for- maður japanska PEN- klúbbsins. j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.