Alþýðublaðið - 18.10.1968, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 18.10.1968, Blaðsíða 10
10 ALÞYÐUBLAÐIÐ 18. október 1968 Einn þekktasfi leikari Frakka yfirheyrður vegna morðs Kvikmyndaleikarinn Alain Delon og kona hans Natthalie Delon voru um helgina tekin til mjög langarar yfirheyrslu hjá frönsku lögreglunnj vegna morðs á bezta vini Alains, júgóslavanum Stefan Marko- vic, sem einnig var verndari hans og staðgengill í kvik- myndum. Þetta mál hefur vakið feikna athygli, þar sem Alain er einn kunnasti leikari Frakka. Stefan hafði að undanförnu búið í villu leikarans í París, en fannst myrtur 1. október á sorphaug, bundinn og keflað ur í poka. Kona Alains var yfirheyrð í heilan sólarhring, en hann í 16 tíma. Hún var kvödd heim til Frakklands frá Englandi s. 1. föstudag. Framhaldssýning Á laugardag var opnuð sýning á verkum Magnúsar Á. Árna- sonar í sýningarsalnum Hlið- skjálf að Laugavegi 31. Hann i hefur sýnt þar undanfarinn hálf i an mánuð, en heldur sýninguuni I áfram með nýjum málverkum og ii höggmyndum. Málverkin eru 33, en höggmyndirnar 6; þar af þrjár, sem ekki voru á fyrra sýningartímabilinu. Kristján B., Sigurðsson, for : stöðumaður sýningarsalarins, tjáði fréttamönjium að Usta- menn mundu gera talsvert að Iþví í vetur að ihalda tvær sýn ingar samfleytt í Hliðskjálf, þar eð salurinn rúmaði tíðum ekki öll þau verk þeirra, sem þeir 'hefðu áhuga á að sýna. 'Sýningarsalurinn Hliðskjálf hefur þegar verið pan-taður ÍO mánuði fram í tímann, svo að óhætt er að segja, að listamenn eru ánægðir með fyrirkomulag ið; þeir leigja salinn tjl ákveð ins tíma fyrir ákveðna fjárupp hæð, og þurfa svo ekki meira um sýninguna að hugsat for- stöðumenn Hliðskjálfar hafa fólk á sínum vegum, sem gætir sýninganna o.s.frv. Jón Engilberts mun sýna í Hliðskjálf, þegar sýningu Magn úsar lýkur, en það verður 24. október. SMÁAUGLÝSING ? ■ síminti 14906 rn ! s ItÍ&TiffH&Lj ^ D [ Hl-Topj V S O — Hvernig stóð á því að ég fékk aldrei að vera nteð áður en ég fékk þennan nýja bolta? SVART ER FALLEGT „Kisa kukiona haiti kufana yasiwe marefu yakwe mwanamanga .. í skóla í New York syngja þeldökkir nemendur 'þetta ást arljóð afrískra forfeðra sinna. Þeir eru bandarískjr, syngja á Kisuaheli, aðaltungumálinu í Austur- og M;ð Afríku. Þeldökkar, amerískar konur ganga í síðum, mynstruðum klæðum á breiðgötum Man hattan. Þeldökkir, bandarískir borgarar slá Tamtam tromm- ur, íklæðast litríkum Yar- chikis og Bubas, sem líkjast skyrtum. Þeir skíra börn sín ekkj lengur Jack og Jane, held ur Bobo og Anyke. Hinir þeldökku leita æ meiri stuðnings í afrískum arfleifð um vegna vonbrigða sinna í réttindabaráttunni, sem þeir hafa háð í íhaldssamrj Amer- íku. Málgagn þeldökkra, „Jet“, sagði í tilefni af úrslitum skoð anakönnunar, að þeir vildu ekki lengur heita ,,negrar“. 37 prósent aðspurðra vildu vera „afrísk-aimerískir“ og 22 pró sent vildu vera kölluð „svört“. Jesse Walker, aðalritstjóri „Amsterdam News“ í Harlem sagði: „Negri er orð, sem eng. ilsaxar hafa klínt á okkur“. í lok 18, aldar kölluðu negr ar i Ameríku s'g „Afríkana". En þegar „American Colo- nzation Society“, skipaði hvít um mönnum, var stofnað árið 1816, og vildi hrekja hina frjálsu negra til Afríku, varð orðið „afrískur" sálræn byrði, Hinir „afrísku“ vildu nú fremur vera „negrar“ eða „lit aðir“, ekki afrískjr, heldur amerískir. Það vor.u aðejns 15.000 þeldökkir, sem fóru aft ur til frumheimkynna sinna: Árið 1847 stofnuðu þeir rík;ð Líberíu (Leysingjaland) á vest urströndinni. fýrra stríðinu börðust 40ÍÖ0O bandarískjr negrar fyr ir tTSA. Þegar þelr komu heim úr Stríðjnu var "þeím hvorkj launað þjóðfélagslega né stjórn málalega fyrir framlag sitt. Vonsviknir trúðu nú margir hinna svörtu á Marcus Aurelj us Garvey, sem flutzt hafði frá Jamaiku. Hann hélt uppi áróðri fyrir afturhvarf til Afr iku og stofnun umfangsmikils ríkis þeldökkra. Hann þrumaði yfir lýðnum: „Up? you mjghty race“. (Áfram þú-mikli kynstofn). Árið 1920 útnefndi Garvey sjálfan sig „Bráðabirgðafor- seta Afríku“ og stofnaði kirkju. í þeirrí skipan var guðs móðir svört, svo og Jesús. Um tvær mjlljónir negra vor-u í félagsskap hans. Hann ætlaði að koma þeim til Afríku með „The Black Sfar line“. Þetta mistókst Garvey, en hann dreymd: áfram, Með þjóðarsjálfstæði Afríku blrtist negrum í Bandaríkjun um hið fyrirheitna meginland svartra aftur og nú í mynd Ghana, þar sem Nkrumha hafði tögl og hagldir. í nóvember 1966 hafði begar verið komið á fót í Harlem „A government in ex'le“ (stjórn í útlegð); stjórn ímynd aðs framtíðarlands fyrir þel- dökka aðskilnaðars;nna. Stjórn skipunarlistinn, sem á voru einkum afrísk nöfn, prýddj veggi 1 Harlem. Og nú hlusta þeldökkir á fyr irlestra í menn'ngarmiðstöð Harlem um afríska menningu; fjölskyldur nema saman afrí könsk tungumál. Mjchael Ola- tunji frá Nígeríu, forstöðu maður „The Center for Afrjcan Culture" (Miðstöð lafrískr.ar menningar), segir: „Þeir reyna að finna sjálfa sig“. Josep Ben-Jochanman frá Eþíópíu, sögukennari v ð „Har lem.-Prep“, sem.er skólj fyrjr Úr afríkanskri búð í New York Bandarísk negrastúlka með sléttað hár. Bandarísk negrastúlka; hárið eins ogr svertingjum er eiginlegt þeldökka, segir: „Ég segi ung mennum frá fornegyptum eins og Imhotep, sem voru svartir á hörund; ég segi hennj frá Afrikönunum þremur, sem svo mikinn þátt áttu í vexti og Viðgangi kristninnar; þeim Tertúllíanusi, Kýpríanusi, og Ágústínusi. Ég segi þeim frá rómverskum keisurum, sem voru svertingjar, t.d. Septí musi Severusi og Caracalla. „Ebony“, tímarit þeldökkra, segir: „Æ fleir, þledökkar kon ur greiða nú hár sitt eins og eðljlegast er — hafa það hrokk ið. Þær er.u hættar að fara á hárgreiðslustofur til að láta slétta á sér hárið“. Þeldökka söngkonan Abbey Lincoln, segir: „Hér í Ameríku vjldu konurnar alltaf láta slétta á sér hárið. En brátt mun það verða úr sögunni", 1 Hyde Park í Chicago sel- ur verzlunín „The African Look“, afrísk klæðf; á Seventh Avenue í New York hafa marg ar verzlanir handgerða afrí- kanska eyrnalokka og klæði á boðstólum. „Black is beautiful“ (svart er fallegt) er nýjasta slagorð margra þeldökkra bandarískra borgara. í gluggum lítilla veitjngahúsa hanga spjölcl í gluggum, sem segja til um hið rétta fæði fyrir svertingja. Þeldökkjr málarar fara hóp um saman til Harlem og festa svart líf á léreft. Þar hafa ver ið opnaðir allmargir sýningar salir. „Árum saman málaði ég kyrralífsmyndir og lands- lag, og seldi ekki neitt“, sagði Ijstakonan Enid Richardson. Nú málar hún svertingjabörn og selur heilmikið. í Taft H gh School, fyrsta Framlhald á 14. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.