Alþýðublaðið - 18.10.1968, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 18. október 1968
Heimsókn i Lisiasafn ASÍ
HVERS VIRÐI
ERU LISTAVERK,
SEM EKKISJÁST?
I rigningunni um dag-
inn gekk ég inn um sama
anddyri og óeirðirnar
urðu í á lýðveldishátíð
Austur-Þjóðverja nú á
dögunum. Ekki var þó
ætlunin að heimsækja
austur-þýzka verzlunar-
ráðið, heldur lá leiðin
upp á f jórðu hæð hússins
þar sem Listasafn Al-
þýðusamhands íslands
er til húsa. Inni í litlu
herbergi, eina húsnæð-
inu, sem Listasafnið hef
ur til umráða, situr Sig
ríður Þorgrímsdóttir frá
Laugarnesi innanum
stafla af málverkum og
bókum.
— Hvenær var Lisfasafnið
stofnað Sigríður?
— Það var stofnað með lista-
verkagjöf Ragnars í Smára, þess
ari miklu gjöf til Alþýðusam-
bandsins. Hann gaf líka Lista-
sögu Björns Th. Björnssonar, þ.
e. handritið, prentunina og papp-
írinn, en við áttum aftur að sjá'
um bókband og annað smávegis.
Þetta var árið 1961.
— Hver var svo tilgangurinn
með þessari gjöf Ragnars?
— Hann var sá, að sem flestir
fengju að njóta þessara verka og
taldi hann að verk alýðsstéttin
væri fjölmennasti hópurinn. —
Hann ætlaðist til að það yrði
komið upp húsi yfir þetta og gaf
bókina til þess að koma því af
stað.
— Hvernig hefur svo salan S
þessari bók gengið?
— Því miðuF allt of hægt.
Þetta er mikið verk og skemmti-
legt, og styrkir þar að auki þenn-
an góða málstað.
— Manstu, hvað hafa selzt
margar bækur?
— Það hafa selst eitthvað um
3000 eintök af 5000; upplagið er
svona rúmlega hálfnað.
— Hvenær kom hún út?
— Hún kom út 1964. Þetta
eru semsagt fjögur ár, og nú
er næsta bindi væntanlegt á
næstunni, en það hefur dregizt
ailt of lengi, að það komi út.
1 þessu seinna bindi á að koma
skrá yfir þá, sem hafa gerzt á-
skrifendur að báðum bókunum,
og þeir verða taldir stofnendur
að Listasafninu. Þetta verður
mjög merkileg skrá, því að þar
er ihægt að sjá, hverjir hafa aðal-
lega tekið þátt í þessu. Það eru
ýmsar stéttir, sem skara fram úr,
og ég heid að tannlæknastéttin
komi bezt út. Svo áttu félög inn-
an Alþýðusambandsins að taka
að sér sölu bókarinnar f sjálf-
boðavinnu, og ég áttí að vera
milligöngumaður með það, af-
greiða bækurnar til þeirra og
halda þessu í reglu. En þau hafa
verið ákaflega dauf, Þó hefur
eitt og eitt félag skarað fram úr
og er kannski með 90% af sín-
um félagsmönnum á skrá.
— Hvaða félög eru það helzt?
— Það eru t. d. Starfsstúlkna-
félagið Sókn og húsgagnasmiðir.
Svo eru einstöku smáfélög úti
á landi, sem hafa staðið sig nokk-
uð vel, og flest félögin úti á
landi hafa sýnt einhvern lit á að
kaupa þó sjálf, þó að ekki sé
mikið selt til félagsmanna. Þó
er undantekning frá þessu, sum
félög hafa ekkert keypt, og mér
finnst það nú ógurleg skömm
fyrir þá.
— En hvernig er með bóka-
söfn?
— Þau hafa keypt nokkuð
mikið, en ekki nærri öil samt.
Annars getur verið, að sum hafi
keypt án þess að ég viti, því að
bókin hefir líka verið seld í bófea
búðum, og það eiga mikið fleiri
hana, en kemur fram á listan-
um.
Hvað kostar bókin?
— Bindið kostar 950 krónur
í venjulegu bandi, — en
1100 í skinnbandi. Það eru marg-
ir, sem hafa borgað fyrirfram
fyrir bæði bindin, og fá þeir
seinna bindið á sama verði, en
það má búast við því, að það
verði dýrara. Náttúrlega töpum
við á þeim bókum, sem hafa ver-
ið borgaðar fyrirfram, og lang-
mest á þeim fyrstu, því að sum-
ir borguðu 1500 krónur fyrir
bæði bindin, en þau fara líklega
upp í 2000 krónur.
— Um hvaða listamenn fjallar
svo þessi bók?
— Hún fjallar um alla íslenzka
listamenn, bæði málara, mynd-
höggvara gamla koparstungu-
menn, eitthvað um tréskurðar-
•menn, og jafnvel eitthvað smá-
vegis um handavinnu kvenna.
Hún nær frá fyrstu listamönn-
unum, sem þekktir eru, og fram
til ársins 1962.
— Þetta er þá fyrsta íslenzka
listasagan?
— Já, fyrsta listasagan, sem
gefin er út í heild, en það hafa
áður verið gefnir út bæklingar
um einstaka listamenn.
— Og svo eru það málverkin.
Hvað á safnið mörg málverk?
— Málverkin eru 150, og það
er heldur þröngt um þau, eins
og þú sérð.
— Hafið þið keypt eitthvað af
málverkum?
— Það er lítið, þetta eru mest
gjafir.
— Eruð þið ekki með eitt-
hvað fleira í takinu en þetta
tvennt?
— Það er nú lítið sem stend-
ur. Við höfum selt nokkuð af
listaverkakortum, eflírihjíntunJ
um, sem Ragnar ihefur gefið.
— Viltu svo segja mér að lok-
um, í hverju er þitt' starf aðal-
lega fólgið?
— Það er fólgið í því að selja
bók Björns, hafa eftirlit með
málverkunum, lána þau á sýn-
ingar og svo sé ég um daglegan
rekstur safnsins. Það mætir
hérna enginn daglega nema ég.
Svo kalla ég saman fundi, ef
eitthvað sérstakt er. Annars eru
haldnir fundir við og við í stjórn
safnsins, hana skipa Hannibal
Valdimarsson, sem er formaður,
Árni Guðjónsson, Hjörleifur Sig-
urðsson, Björn Th. Björnsson,
Stefán Ögmundsson og Eggert
G. Þorsteinsson.
Og þegar ég geng út úr þessu
þrönga herbergi, sem Listasafn
Alþýðusambandsins hefur til
umráða, óska ég þess með sjálf-
um mér, að ekki líði langur tími
þar til það geti flutzt í hús-
næði þar sem listaverkin geta
verið félagsmönnum og öðrum
til sýnis, því hvers virði eru
listaverk, sem ekki sjást?
Þorri.
Bréfa—
KASSINN
Kjarni og
fóðurbætir
MIG langar til þess að benda
þátttakendum sjónvarpsþáttar-
ins ,,Á öndverðum meiði,” sem
fluttur var á þriðjudaginn, á eitt
sögulegt atriði. Þeir vita eflaust,
að skömmu eftir aldamótin voru
stofnuð rjómabú á nokkrum
stöðum á landinu. Til þessara
Sigríður; Salan á listasögu Björns Th. hefur því miður gengið
allt of hægt.
Framhald á 4. síðu.