Alþýðublaðið - 18.10.1968, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 18.10.1968, Blaðsíða 13
18. október 1968 ALÞYÐUBLAÐIÐ 13 ÍÞRÓTTIR Þrír stukku 5,4 m en Seagren vann Stangarstökkskeppnin á Ólympíuleikunum tók langan tíma að venju. Stangarstökkv ararnir gengu til keppni klukk an hálf sjö að íslenzkum tíma og klukkan hálf eitt voru þrír keppendur ennþá með, þeir Bob Seagren frá Bandaríkjun- um, Claus Schiprowski frá Vestur-Þýzkalandi og Wolf- gang Nordw.g, Austur-Þýzka- landi. Og nú var haekkað í 5,40 m. Skyldi Þjóðverjunum tak- ast að komast í veg fyrir sig- iur Bandaríkjamannsins? Banda ríkjamenn hafa ávallt sjgrað í stangarstökki á Olympíuleik um. Á fyrstu leikunum í Aþenu 1896, sigraði William Hoyt, en stökk aðeins 3,30 m„ svo að framfarirnar eru gífurlegar. Þremenningarnir stukku all- ir yfir 5,40 m., en mistókst að stökkva næstu hæð, sem var 5,42 eða 1 sm. hærra en hejms metið, en Seagren sigraði, þar sem hann átti fæstar tilraun- ir. Bob Seagren á heimsmet; 5,41, sett á úrtökumótinu í South L.ake Tahoe. Árangur Þjóðverjanna er mjög góður, en athygljsverðar eru framfarir Schiprowskis, hann átti bezt 5,13 m. fyrir Olympíuleikana. ST AN G ARSXÖKK: B. Seagren, USA, 5,40 m. C. Schiprowski, V.Þýzkal. 5,40 m. W. Nordwig, Au.Þýzkal. 5,40 m. Lusis brást ekki- kastaði 90,70 m Bobby Seagren bjargaöi lieiðri Bandaríkjamanna í stangarstökkinu. Sovétmaðurinn Janus Lusis sigraði í spjótkastinu í fyrra kvöld, en það kom víst fáum á óvart. Lusis hefur verið lang bezti spjótkastarj í heimi á þessu ári og reyndar í fyrra einn'g. Hann setti heimsmet í sumar, kastaði 91,98 m. Um tíma lejt þó út fyrir að Jorma Kinnunen, Pinnlandi myndi hreppa gulljð í þessari „finnsku" grein, en Rússinn sýndi mikið keppnisskap og í síðustu tilraun flaug spjótið yfir 90 metra strikið. En Finn ar voru ánægðir með silfrið. Nevala, sigurvegarinn frá Tokyo-leikjunum komst ekki í aðalkeppnina, en hann var taugaóstyrkur mjög. Knnun- en setti finnskt met, kastaðj 88,58 m. KENYAMFNN IINNU TVOFALDAN SIGUR13 KM HINDRUNARHLAUPI Belgíumaffurinn Gaston Roel ants, fyrrum heimsmethafi í 3000 m. hindrunarhlaupi hafði -<9 Sundknattleikur Bandaríkin. sigruðu Spán 10:7 í sundknattleik í fyrra- kvöid og hafa tekið forystu í A-riðli. Ungverjaland vann Vestur-Þýzkaland 6:4. í B.riðli sigraði Holland Mexíkó 8:1, Júgóslafía og Au- Þýzkala-nd gerðu jafntefli 4:4 og Grikkland vann Egyptaland 7:6. ítalir og Holland hafa hlot ið 4 st. hvor í B-riðli. stór orð um það fyrir OL að hann myndi sigra í þremur greinum í Mexíkó m.a. hindr unarhlaupi, en það fór á ann an veg. Kenya hlaut sín önnur gull verðlaun, en það var ekki sá, sem áljtið varj að myndi vera beztur frá Kenya, Benjmin Togo, heldur annar minna minna þekktur, Amos Biwatt. B.watt var sá sterki á enda sprettinum og sigraði landa sinn örugglega, en tíminn 8,51,0 mín. er ekki góður, nema tek ið sé tillit til hins þunna lofts. Bandaríkjamaðurinn George Young krækti óvænt í þriðja sæti á góðum endaspretti, en áðurnefndur Roelants varð fjórði, og sennilega hefur hann eitthvað lækkað seglin. Sovétmaðurinn Viktor Kundinskj, sem ýmsir álitu að sigra myndi, mætti ekki í úr- slitahlaupið, en ástæður eru ókunnar. 3000 M. HINDRUNARHLAUP: A. Biwott, Kenya, 8:51,0. B. Togo, Kcnya, 8:51,6. G. Young, USA, 8:51,8. G. Roelants, Belgiu, 8:59,4. Janus Lusis, Sovét. Þrír beztu mennirnir nú köstuðu lengra en olympíu- met Ejgjls Daníelssonar frá Noregi, sett 1956 í Melbourne, en það var 85,71 m. Spjótkastið er svo sannar- lega norræn grein, því að Finnar hafa alls hlotið fimm sinnum gull í sögu Olympiu- le.kanna, en Svíar þrjú. SPJOTKAST: J. Lusis, Sovét, 90,1 m. Ol.met. J. Kinnuncn, Finnl. 88,58 m. G. Kulscar, Ungv. 87,06 m. Nikiciuk, Póll. 85,70 m. M. Stollc, Au.Þýzk. 84,42 m. K. Á. Niisson, Svíl>j. 83.48 m. iWWWtWWWWMWWWMWWWttWWmVWWWWM SÍÐUSTU OLYMPÍU- FRÉTTIR Á BLS.5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.