Alþýðublaðið - 18.10.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.10.1968, Blaðsíða 7
18. október 1968 ALÞYÐUBLAÐIO 7 Kópavogur Blaðburðarbörn óskast í Austurbæ. Alþýðublaðið AiK,^-blaðið — Sími 40753. MINNING: Deildarhjúkrunarkonur óskast Deildarhjúkrunarkonur ivantar í Vífilsstaða- hælið nú 'þegar. Laun samkvæmt úrskurði Kjaradóms. Allar nánari, upplýsingar veitir forstöðukonan á staðnum og í síma 51855. Reykjavík, 16. október 1968. Skrifstofa ríkisspítalanna. SKRIFSTOFUR vorar verða lok'aðar í daig, föstudag 18. októ- ber, frá kl. 12 á hádegi, vegna jarðarfarar. Rafmagnsveita Reykjavíkur. GUÐMUNDURJÓNSSON Það er ekki alltaf sorg, sem kemur upp í huga manns, þeg ar fregn um andlát fullorð- ins og tápmikils manns berst heldur fremur söknuður. Þeg- ar að nú einu sinni enn Guð kailar til sín mann, sem lifað hefur heil. áttatíu og tvö ár með slíkri ssemd og hraust- leika að fátítt mun vera. Lífi hans má lýsa sem fallegu kerti, sem lýsir langan tíma, en hef ur sín takmörk, eins og allt annað í þessum heimi og brennur út að lokum- Þannig var mér hugsað t'l vinar míns Guðmundar Jónssonar, skó- smiðs, Skipasundi 33, sem lézt að Hrafnistu þann 11. okt. s. 1- eftir mjög stutta legu. Hann verður til moldar bor- inn í dag- Guðmundur var fæddur í R- vík þann 2. febrúar 1886. For eldrar hans voru: Anna Sigríð ur Guðmundsdóttir, Bjarna- sonar bónda á Stóra Kambi í Breiðuvík á Snæfellsnesi, en kona hans var Guðbjörg Jóns- dóttir, en faðir hans var Jón Mikael Hannesson, Magnússon ar bónda á Kaldárbakka í Hnappadalssýslu, en Jón var yfirleitt kenndur við Syðri Garða í Hnappadalssýslu. Systkjni Guðmundar munu öll látin nema Kristín, sém býr háöldruð í Hafnarfirði. Arið 1911 kvæntist Guð- Oddur A. Sigurjónsson> skólastjóri: RÆTT VID PREST Flestir lesendur Alþýðublaðs- ins munu kannast við pistla dr. Jakobs Jónssonar undir þessu aðalnafni og stundum aukanöfn- um, ef efni eru afmörkuð, en ekki almennt rabb. S.l. sunnudag veltir doktorinn nokkuð vöngum yfir, ihvort sé æskilegra — væntanlega fyrir guðskristni í landinu — þjóð- kirkja eða fríkirkja. Og niður- staðan er, að þjóðkirkja sé heillavænlegri. Raunar kemur fram í röksemda færslunni, að svo virðist, sem af staðan mótist einkum af SÁLAR HEILL PRESTANNA og EFNA- HAGSLEGRI VELFERÐ safnað- anna. Já „prestvígslulaust verða mennirnir menn, og menn eru prestarnir samt“, hrökk eitt sinn lir penna Stephans G. Það er svo enn annar kapí- tuli, hversvegna menn eru að stofna til safnaða og safnaðar- lífs, hvort heldur er þjóðkirkju eða fríkirkjusnið á. Og enn mættí nefna viðhorf þeirra, sem taka á sínar iherðar heilaga vígslu, til þess að vera „ský- stólpar“ í fararbroddi, mannlegr ar lífsgöngu á daginn og „eld- stólpar" á nóttunni. Vissulega væri merkilegt rannsóknarefni hversu styrk stoð undir tniarlífi stofnun þjóð- kirkju er, einkum hér á íslandi, þar sem trú er sennilega meira einkamál hvers og eins en safn aðarmál, en í þeim löndum, sem ég þekki til. Ef til vill væri ekki úr vegi að spyrja, hvort „lög- giltar” trúarsetningar (dogma) eru nokkuð líklegri til að leiða menn að kjarna trúarinnar, heldur en „löggiltar“ skoðanir í vísindum dragi langt á götu í framvindu og framþróun vísind anna. Og aftan í hangir svo spurn- ingin: Hvers vegna stofna menn mundur sæmdarkonunni Þór- unni Oddsdóttur, en hana missti hann árið 1943 og mun það hafa fengið mjög mjkið á hann. En hann hafði þá karl- mennsku til að béra að berj- ast áfram sinni lífsbaráttu með slíkri elju að fátítt mun vera, en sem dæmi um lífaþrótt hans má nefna að hann bjó einn síns liðs í litla snotra hús.nu að Skipasundi 33, þar til um síð- ustu áramót að hann flutti til Guðbjargar dóttur sinnar, Sex böm eignuðust þau Þórunn og Guðmundur og eru þau öll á lífi, en þau eru: Sverrir yfir- lögregluþjónn, Þuríður hús- frú, Anna húsfrú, Oddur blikk smiður, Hjördís húsfrú og Guð björg húsfrú- Ársgamall flutti Guðmund ur til ömmu slnnar að Stóra- Kambi og var hjá henni til fimmtán ára aldurs, fór þá aft ur til Reykjavíkur og bjó hjá móður sinni og byrjar nám í skósmíði árið 1901 hjá Matthí asi A. Matthíassen og lauk námi árjð 1905. Þá fer Guð- mundur upp í Borgarfjörð og er þar við vegavinnu og brúar smíði næstu árin. Árið 1913 ræðst Guðmundur í vinnu hjá Reykjavíkurhöfn, sem þá var verið að byrja að byggja, en rak jafnframt skóvinnustofu á Bergstaðastræti 1 næstu þrjú árjn, en þá snýr hann sér al- fríkirkjusöfnuði? Mér virðist svar við því liggja á borðinu. Menn gera það naumast vegna annars en þess, að þeim falla ekki í geð túlkanir þjóðkirkj- unnar og andinn, sem svífur þar yfir vötnunum. Kveikjurnar kunna að vera fleiri; skal það ekki rætt frekar. En næst skal þá vikið að aðalröksemd dokt- orsins gegn fríkirkjusniði, þar sé presturinn í hættu að móðga safnaðarstólpa, sem drægju þá pyngjubandið saman, ef hann prédikar ekki eins og þeir vilja heyra. Vissulega ér kirkjulégt starf talsvert umdeilt. En ég minnist þess ekki, að hafa séð öllu þyngri áfeliisdóm yfir starfi presta en þetta. Ef ég man rétt, þá var fyrsti ; ,f r í k i rk j u prttes tur,” í krisitnum dómi, ekki haldinn slíkri van- metakennd. Bjó hann sér ekki beinlínis til svipu og rak víxl- arana út úr forgarði musteris- ins? Ég minnist þess ekki, að hafa heyrt um að hann væri í nein- um vafa um réttmæti þess. — Hafa þó eflaust verið þar í ihopi ýmsir „auðmenn,” sem hefðu getað skotið fjárhagsleg- um stoðum undir fyrirtækið. Mig minnir, að einn andheit- asti prestur islenzkrar kristni kæmist svo að orði: „Vinn þú ei fyrir vinskap manns, að víkja af götu sannleikans.” — Segir . ekki meistarinn líka: „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa.” En, ef þessi liugsun á ekki stoð í viðleitni prestanna, fer þá ekki að fjúka í skjólin fyrir boðskap trúarhöfundarins? Vissulega er til orðtakið „Peningarnir eru afl þeirra hluta, sem gera skal,” alkunnugt. En er það samt ekki heldur þykkt smurt, að gera þá að drif- fjoður í trúarlegri viðleitni og sannleiksleit presta og safn- aða? Og eru raunar ekki öllum í fersku mtinni afdrif og eftir- mæli þess lærisveinsins, sem lét freistast af ljóma silfurs- ins? Guðmundur Jónsson veg að skóv'nnustofunni og rak hana með sæmd næstu 31 árin, en síðustu árin var hún til húsa á Hverfjsgötu 40. Það munu vera ófáir Reyk- víkingar, sem komu við hjá Guðmundi skóara, til að láta skóa fyr r sjg og röbbuðu jafn vel við hann á meðan, því ekkj þurftu menn að óttast að koma að tómum kofanum hjá honum, þar sem hann var ó- venju áhugasamur um öll þjóð mál og einn af traustustu stuðn ingsmönnum Alþýðuflokks- ins frá byrjun- Eitt af því sem átti hug hans var dansinn, og sést það bezt á því að Guð- mundur dansar fram að sjötíu og f>mm ára aldri. Býzt ég við að fátt lýsi betur þeim lífs- krafti og glaðværð, sem bjó innra með honum og hélt hon um síungum. Það fyrsta sem ég tók eftir í fari nafna míns var hversu mjög börn hænd- ust að honum og hann átti hug þejrra allan frá því fyrsta. Þegar við hjónin heimsótt- um hann fyrir skömmu að Hrafnistu, þá ræddi hann um dauðann, sem hann hefur fund ið að var í nánd, af slíkri vizku að ég tel að eingöngu vel þroskaður og sæll maður mundi hafa gert. Við þökkum afa fyrir þá glaðværð og vin- áttu sem hann færði jnn á he'miH okkar- Ég tel mig vera betri mann eftir að hafa kynnzt honum og ef það sama væri hægt að segja um fleiri væri heimur- inn efalaust betri. Þeir föru- nautar sem e nkenndu Guð- mund, karlmennska, dugniað- 1 ur og glaðværð, væru hverj- um manni sæmd að hafa að veganesti. Ég sendi börnum hans og öll um aðstandendum hugheilar kveðjur og gleðst með þejm í minningunni um góðan og um hyggjusama föður. - Guðmundur Arason. )

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.