Alþýðublaðið - 18.10.1968, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 18. október 1968
Olympíumeistari
gerir uppsteit
Bandarisku spretthlaupararnir og Ólympíumeistararnir Tommie
Smith og John Carlos gripu tækifærið eftir siffur sinn í 200i
metra hlaupinu í Mexicó í fyrradag til að sýna andúð sína á
stefnu Bandaríkjamanna í kynþáttamálum. Payton Jordan, fyrir.
liði bandarísku frjálsíþróttamannanna á Ólympíuleikunum, hefttr
lýst yfir vanþóknun sinni á framferði þeirra félagra. sem báðir
eru blökkumenn.
MEXICOBORG: Fyrirliði
bandaríska frjálsíþróttahópsins á
Olympíuleikunum í Mexico, Pay-
ton Jordan, lét svo ummælt á
miðvikudag, iað útiloka ætti gull-
og bronsmennina Tommie Smith.
og John Carlos ævilangt frá þátt-
töku í Olympíuleikum fyrir hönd
Bandaríkjamanna, vegna um-
mæla þeirra um „black power”
eða „hart gegn hörðu í kynþátta
málum” á blaðamannafundi eft-
ir úrslitin í keppnisgreinum
þeirra á miðvikudag. Jordan
sagði, að bandarísku Olympíu-
nefndinni bæri að taka málið
til alvarlegrar yfirvegunar og
útilokun frá Olympíuleikum
upp á' Iífstíð væri sanngjörn
refsing.
Þeir félagar höfðu í frammi
ýmis konar mótmæli gegn stefnu
Bandaríkjamanna í kynþátta-
málum á Ólympsku leikunum;
þegar verðlaunaafhending fór
fram gengu þeir Smith og Car-
los berfættir en í svörtum sokk-
um, prýddir mótmælamerkjum,
upp á verðlaunapallinn, og þeg-
ar bandaríski þjóðsöngurinn var
leikinn, lyftu þeir hnýttum hnef-
um, klæddum svörtum hönzkum,
til 'himins.
Á blaðamannafundi eftir að
úrslit fengust í 200 metra hlaupi
karla lét Tommie Smith svo um
mælt: „Við erum svartir og við
erum stoltir af því. Hvítu menn-
irnir í Bandaríkjunum viður-
kenna okkur eingöngu af því að
við erum Olympíumeistarar. —
Blökkumennirnir munu skilja,
hvers vegna ég fórnaði íhöndum,
þegar bandaríski þjóðsöngurinn
var leikinn á meðan á verð-
launaafhendingunni stóð.” John
Carlos bætti því við, að það
hefði verið táknræn athöfn til
að minna á baráttu svertingja
gegn hvíta kynstofninum. Ástr-
alski silfurverðlaunahafinn Pet-
er Norman bar einnig merki
„blaek power” til að sýna sam-
stöðu með hinum bandarísku
kollegum sínum í mannréttinda-
baráttu þeirra. Um 400 frétta-
menn voru viðstaddir blaða-
mannafund þennan.
SERVÍETTU-
PRENTUN
SfMI S2-10L
1969.
Samkeppni í munstur-
gerb á lopapeysum.
Álafoss efnir til samkeppni í nýjum munstrum á lopapeysum
gerðum úr hespulopa. — Samkeppnin er þess efnis að fá á
markaðinn nýjar gerðir munstra og jafnvel önnur og nýstár-
legri snið á lopapeysum heldur en það sem tíðkazt hefur undan-
farin ár.
Keppnisreglur eru ekki aðrar en þær, að tekið verður við
öllum flíkum, peysum, jökkum, vestum o- fl. prjónuðum úr
hespulopa og tekið verður tillit til frágangs, munsturs og lita-
samsetningar. Hespulopi er framleiddur í 24 litum.
Verðlaun verða veitt, sem hér segir:
1. verðlaun .... Kr. 10.000,00
2. verðlaun....... — 5.000,00
3.-7. verðlaun ..... — 1.000,00 hver
Það skilyrði fylgir verðlaunapeysunum, að Álafoss mun endur-
gjaldslaust nota munstrin á peysupakkningar úr hespulopa.
Dómnefnd skipa eftirtaJdir: Haukur Gunnarsson, Rammagerð-
inni, formaður. Elísabet Waage, Baðstofunni, Sigrún Stefáns-
dóttir og Gerður Hjörleifsdóttir, íslenzkum Heimilisiðnaði.
Keppnin stendur til 1. febrúar n.k. og þarf að koma peysum
í Álafoss í Þingholtsstræti 2, og skulu þær vel merktar dul-
merki á ísaumað léreftsmerki inn á hálsmáli peysunnar. Bréf
í lokuðu umslagi sendist formanni dómnefndar, Hauki Gunn-
arssyni, Rammagerðinni, Reykjavík fyrir 1. febrúar n.k., og
skulu þar fylgja munstur, skýringar og nafn höfundar.
ÁLAFOSS h.f.
Geðvernd
Framhflld af 3. síðu.
gjafa, iðjuþjálfaða kennara fyr
ir vangefna o.s.frv. Nefna má,
að aðeins 1 af 350 starfandi
hjúkrunarkonum er menntuð
til geðhjúkrunar, Þótt geð-
r 7 4 i
sjuklingar séu í 1 af hverjum
5 sjúkrarúmum landsins.
í undirbúningi GHV 1968,
sem er á vegum TENGLA og
nýtur stuðnings Geðverndar-,
félags íslands og Styrktarfé-
lags vangef'nna, sem m.a.
lögðu fram hvort um sig kr.
25 þús. til vikunnar, hefur ver
ið lögð áherzla á að ná sam-
starfi við sem flesta sérfróða
um þessi mál Tenglar gera
sér grein fyrir því, að þeir
eru aðeins áhugafólk og koma
því ekki með svör heldur
spurningar, sem kynnu að
verða til iþess að Alþingi, rík
isstjórn og allur almenningur
vaknaði til vitundar um hið
vanrækta í málum geðsjúkra,
vangefinna og annarra af-
brigðilegra einstaklinga sam-
félagsjns.
Landhelgi
Framhald af 3. síðu.
anna, Enginn veit, nema sá sem
til þekkir, hve mikil nauðsyn
læknaþjónustan er og ómetan-
leg öllum þeim íslenzku sjó-
mönnum er veiðarnar stunda á
fjarlægum miðum.
Þá' hafði stjórnin áður rætt um
þörf á því að boða til ráðstefnu
með sjómanniaSamtökunum og
samtökum útvegsmanna, um sam-
eiginlegar umræður varðandi
margvísleg mál er viðkoma sjó-
mannastéttinni og útveginum.”
Bæjarfógetaskrifstofan
í Kópavogi
verður lokuð á laugardögum eftirleiðis. Aðra
virka daga er skrilfstofan opin frá kl. 10-15
(þ.e. ekki lokað kl. 12-13 eins og verið hefur).
BÆJARFÓGETI.
EFTIRLITSSTARF
Ákveðið hefur verið að ráða sérstakan eftir-
listmann með frilðunarsvæðum vatnsbóla á
höfuðborgarsvæðinu. Starf þetta, sem m.a. er
fólgið i daglegu eftirliti mánuðina maí —
október, einnig laugardaga og sunnudaga, en
vikulegu eftMSti aðra mánuði ársins, er hér
með auglýst til umsóknar.
Æskilegt er að viðkomandil sé sérmenntaður
á sviði byggingamála t.d. tæknifræðiugur eða
byggingiafræðingur. Hann þarf að hafa
bíl til umráða og geta hafið starfið um n.k.
áramót.
Upplýsingar um menntun og fyrri störf ásamt
kaupkröfum sendist til Skipulagsstjóra ríkiis-
ins Borgartúni 7, fyrir 1. nóv. 1968.
SKIPULAGSSTJÓRI.
Memmtistaðirnir
TJARNARBÚÐ
Dddfellowhúsinu. Veíziu og
fundarsalir. Símar 19000-19103.
HÓTEL H0LT
Bergstaðastræti 37. Matsölu- og
gististaður í kyrrlátu umhverfi.
Sími 21011.
★
GLAU.MBÆR
frikirkjuvgfi 7. Skeimstisfeter 5
þ.cmr hæ'Jím. Símar 11777
19330.
★
HÓTEL SAGA
Gri’lið opið aiia daga. Mímis-
og Astrabar opið alla daga nema
miðvikudaga. Sími 20600.
HÓTEL BQRG
vi5 Arsí’.trvöi!. Rest’iratiop, bar
cg dans í Gylita solnum. Sími
11440.
HÓTEL L0FTLEIÐIR
Blómasalur, opinn alla daga vik-
unnar.
★
HÓTEL L0FTLEIÐIR
VÍKINGASALURINN
er opinn fimmtudaga, föstudaga,
laugardaga og sunnudaga.
★
HÓTEL L0FTLEIÐIR
Cafeteria, veitingasalur með
sjálfsafgreiðslu, opinn alla daga.
ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN
við Hverfisgötu. Veizlu- og fund-
arsalir- — Gestamóttaka.
Sími 1-96-36.
, ★
INGOLFS CAFE
við Hverfisgötu. — Gömlu og
nýju dansarnir. Sími 12826.
, ★
KLUBBURINN
við Lækjarteig- Matur og dans.
ítalski salurinn, veiðikofinn og
fjórir aðrir skemmtisalir. Sími
35355.
NAUST
við Vesturgötu. Bar, matsalur og
músik. Sérstætt umhverfi, sér-
stakur matur. Simi 17759.
ÞÓRSCAFÉ
Opið á hverju kvöldi. Sfmi
23333.
HÁBÆR
Kínversk restauration. Skóla-
vörðustíg 45. Leifsbar. Opið frá
kl. 11 f.h. til kl. 2,30 og 6 e.h.
til 11,30. Borðpantanir í sima
21360 Opið alla daga.