Alþýðublaðið - 24.10.1968, Síða 2

Alþýðublaðið - 24.10.1968, Síða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ 24. október 1968 Ititstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og Benedikt Gröndal. Símar’ 14900 -14903. — Auglýsingastjóri: Sigurjón Ari Sigurjónsson. — Aug- lýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu 8 —10, Rvík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 130,00. í Iausasölu kr. 8.00 einlakið. — Útg;: Nýja útgáfufélagið h.f. VIÐRÆÐUR FLOKKANNA Hið nýafstaðna iþing Alþýðu- iflokiksins he'fur vakið mikla at- hygli, ekki sízt í röðum hinna stjórnmáÍ'aOokkanna. Bera skrif dagblaðanna þess vott, en að vonuim kennir margra grasa í ummælum þeirra oim samþykkt- ir þiíngsins og túllbun á þeim. Tíminn túlkar istjórnmálaálykt- un flokksþinigsins á þá lund, að Alþýðúfloíkkurinn vilji óbreytta stjórn áfram. Um þetta mál var rmikið rætt á þinginu og kemur fram í ályktuninni, íað filokkurinn isé fús til að haida áfram því samstarfi við Sj álf stæðisflokkinn, sem staðið hefur um árabil, ef hann fær framgenigt nokkrum áhugamáiluim sínum, isem upp eru talin í ályktuninni. Hins vegar rifftaði flokksþinigið ekki þeirri ályktun miðstjórnar fyrr í háust að Alþýðufíl'okkurinn 'skyldi taka þátt í viðræðum allra stjórnmála- flokkanna um llíausn efnahags- vanidlamálanna. Fulltrúar Aiþýðu- fl'okksins haida því áfram þátt- töku í umræðunum og þeirri leit að sameiginllegri iausn málanna, sem þar fer frarn. Á því verður engin breyting. MERK SAMÞYKKT Sú isamþykkt flakksþingsins, sem mlestla athygli héfur vákið, fjailiar um það fólk, isem er að segja skilið við Alþýðubandalag- ið. Samþykktin er á þessa ieið: „Það tíðindi hafa nú gerzt, að þingflokkur Alþýðubandalagsins hefur klofnað. Þrír þingmenn þess hafa í raun og veru sagt skilið við það. Það isjónarmið Al- þýðuflokksinB hetflur því reynzt • -réth að í fiokki með fcommúnist- um iverðil ekki unnið að haigs- munamálum almennings og hug- sjónum jafnáðarstefnu og lýðræð- is. Flokksþingið telur, að þesisir menn og alOir, sem hugsa eins og þeir, þótt þeiir hafi áður fylgt Alþýðubandalaginu eða Sósíalista flokknum, eigi í raun og veru hvergi heima í flokki nema í Al- þýðuflokbnum. Flokksþilngið fel- ur miðstjóm og þingflo'kki að beita sér fyrir því, áð fá þá, sem nú eru í þann veginn að ségja skilið við Alþýðubandálagið, til þess að hverfa tif Alþýðuflokks- ims. Þingið ilýsir því yfir, að AI- þýðuflokkurinn er reiðubúinn til viðræðna við alla þá, 'sem í raun og veru aðhyilast sjónármið jafn- aðarstefnu og lýðræðis, um það, með hverjum hætti þeim sjónar- miðum verði bezt þjónað á ís- landi, í því 'skyni að allir þeir, isem þessar hugsjónir aðhyllast, geti sámeinazt í einum í flbkki, Alþýðuf lokknum. ‘ ‘ Vonandi á þessi yifirlýsing eftir áð leiða till þéss að Alþýðufflokk- urinn eflist og styrkist. Hann er nú sterkasta afl í vinstri stjórn- málum á íslandi. Um hann eiga alfclr lýðræðissinnaðir jáfnaðar- menn að sameinast. Sveitlarsfjórnarm. Framhald af 1. síðu. verða að leita sér læknis- hjálpar erlendis vegna þess að hennar er ekki kostur hér- lendis. 10. Komið verði á staðgreiðslu- kerfi útsvara og skatta sem allra fyrst. 11. Unnið verði að því að létta innheimtu endurkræfra barns- KVÖLDVERÐAR- FUNDARSTAÐUR: HOTEL FUNDUR J0N H- BERGS FIMMTUDAGUR 24. 0KT. KL. 19 30. FUNDAREFNI: Matvörudreifing Ræðumaður: Jón H. Bergs forstjóri- Verzlunar- og skrifstofufólk fjölmennið og takið með ykkur gesti. meðlaga af sveitarfélögum. 12. Starfsmenn opinberra stofn- ana fái aukna hlutdeild í stjórn þeirra. 32. ÞING Alþýðuflokksins felur þingmönnum sínum og ráð- herrum, einkum félygsmálaráð- herra að gæta þess að Bygging- arsjóður Verkamanna rýrni ekki og að honum verði strax tryggt fé til að standa við gefin lánalof- orð til Byggingarfélaga Verka- manna um land allt. Flokksþingið lýsir yfir fylgi sínu við nýjar hugmyndir um læknamiðst'öðvar. . Þá þakkar fiokksþingið setn- ingu nýju skólakostnaðarlag- anna, en 'harmar jafnframt, að eigi hefir verið veitt nægilegt fé til framkvæmda þeirra og telur slíkt’ óviðunandi. Dagur S Þ. Framhald af 1. síðu. allflestra skólanna. Auk þess hefur Upplýsjnga- skrifstofa Sameinuðu þjóð anna fyrir Norðurlönd gef ið út bækling á íslezku um starfsemi S. Þ. og er ætlunin að nota þennan bækling að einhverju leyti í skólunum. Þá flytur for seti íslands herra Kristján Eldjárn ávarp í frétta- auka útvarpsjns í kvöld í tilefni dags Sameinuðu þjóðanria. Bæklingurinn um starf- serni Samejnuðu þjóðanna, sem Upplýsingaskrífstofa Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum hefur gefið ut, ber nafnið ,,Svona starfa Sameinuðu þjóðjrn- ar“. í honum er gerð grein fyrir ýmsum staðreyndum um S. þ., um skjpulag sam takanna, uppruna þeirra, markmiði og meginreglum þe!rra og ýmsu fleiru. Má segja, að bæklingur þessi sé auðfúsugestur ungu fólki, sem þekkjr hina merku stofnun aðeins að takmörkuðu leyti, e'n hef- ur tækifæri til að kynnast Sameinuðu þjóðunum mun betur. Þess er vænzt, að kenn- arar um land allt minnist dags Same;n!iðu þjóðanna í skólunum. Ejns og áður segir munu fyrirlesarar á vegum Félags Samejnuðu þjóðanna tala í hinum ýmsu skólum og minnast dags Sameinuðu þjóðanna. Eftirtaldir menn munu m. a. tala í framhaldsskólun um í Reykjavík: Baldvjn Jónsson hrl., Guðrún Er- lendsdóttir, Sjgmundur Böðvarsson, Skúli MöIIer og Þór Vjlhjálmsson, pró- fessor. : I Erlendar 1 fréttir í stuttu máli POONA, INDLANDI (Reut- er); Ráðherra fjölskyldu áætlana í Indlandi, dr, Scripati Chandrasekhar, hefur mælzt til þess, að öll hjón í landinu gangj í „sam farabind’ndi“ allt næsta ár, vegna hins ískyggile'ga og óviðráðanlega offjölgun arvandamáls landsmanna. Taldi ráðherrann, að slíkt bindindi ætti vel við í s^m bandi vjð aldarafmæli þjóðardýrlingsins Mahat- ma Ghandi, sem hefði ver ið öðrum mönnum fyrir mynd um hófsemi og taum hald á tilfinningum sín- um. NEW YORK: Páll páfi hef- ur lýst undrun sinni og hryggð vegna giftingar frú Jacqueline Kennedy og gríska skipakóngsins Ari- stóteles Onassis, þar sem hjónabandið brjóti í bága við fyrirmæli rómverks- kaþólsku kirkjunnar. Þess má geta, að móðir Jacque- line mun einnjg í ónáð hjá kaþólsku kirkjunni, þar sem hún giftist Hugh nokkrum Auchinloss árið 1942, eftir að hún hljópst á burt frá fyrri eigin- manni sínum og föður Jac- qu-.'line, John Bouvjer, sem lézt árið 1957. o ANKARA, TYRKLANDI: Vjðbrögð Tyrkja v^ð hjóna bandj þejrra JacqueLne Kennedy og Aristóteles Onassis hafa verið mjög á einn veg; þeir hafa verið slegnjr undrun og reiði. Svo sem kunnugt er hefur löngum verið grunnt á því góða með Grikkjum og Tyrkjum — og ekki bætir það úr skák, að Onassis fæddist af grískum minni- hluta í Smyrna — nú Iz mir — í Tyrklandi, en hvarf úr landi ásamt mörg 1 ura öðrum Grjkkjum, eftir * grísktyrkneska stríðið ár- ið 1919-1922. John F. Kenne f dy var hins vegar ákaf-J lega ástsæll í Tyrklandi og þykir Tyrkjum forsetafrú- in fyrrverandi nú hafa lot ið að litlu. I II 1

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.