Alþýðublaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 3
94. október 1968 ALÞYÐUBLAÐfÐ 3 Áskorun um aöstoði þró- unarlöndin Her/erð gegn hungri_ tekur upp nýtt verkefni 126 manns, aSallega ungt fólk,' hefur beint beirri áskorun til; Albingis og ríkisstjórnarinnar, aS á þessum vetri verði með lög- gjöf hafizt handa um undlrbúning aS aðstoð íslands við þróunar löndin. í áskoruninni segir: ,,Okkur er Ijóst. að ísland á í) efnahags erfiðleikuni um' þessar mundir, en bendum á, að fjölmargar þjóðiií Afríku, Asíu og Suður Ameríku eiga v,ið ótrúlega neyð að búa. Við teljum, að þrátt fyrir núverandi örðugleika, sé það skylda íslenzku þjóðarinnar að hefjast handa og aðstoða þessar nauðstöddu þjóðir“. Áskorun þessi er tilkomin fyrir frumkvæði Herferðar gegn liungri og Æskulýðssambands íslands. Á blaðamannafundi Hjá þess- um samtökum í gær .sagði Sig- urður Gugmundsson, sem er formaður nefndarinnar Herferð gegn hungri, að það væri bæði Herferð gegn hungri og Æsku- lýðsiíamband íbijandn ák')fiflega mikið óhugamál, að hér á landi verði stofnaður opinber sjóður til styrktar þróunarlöndunum, en slíkir opinberir sjóðir liefðu nú verið stofnagir í öllum löndum Vestur—Evrópu og Norður— Ameríku. Sigurður upplýsti, að ákveðið hefði verið, að Herferð gegn hungri greiddj að hálfú fyrsta áfanga framkvæmdaráætlunar um uppbyggingu og þróun fisk- veiða í Dahomey í Afríku, en þessi !iV,am(kvæmidaráætluín er gerð að frumkvæði FAO, Land- búnaðar- og matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Um það leyti sem borgara- styrjöldin í Nígeríu hófst, var Herferð gegn hugri að undir- búa þátttöku sína í framkvæmda áætlun til uppbyggingar og þróunar fiskveiða þar í landi. Vegna borgarastyrjaldarinnar hætti nefndin við þátttöku sína í þessari framkvæmdaráætlun. Hins vegar hefur HGH nú ákveð- ið að verja því fé, sem nefndin hugðist nota til framkvæmda- áætlunarinnar í Nígeríu, til þess að efla og styrkja fiskveið- ar í Afríkuríkinu Dahomey. HGH mun leggja fé til fyrsta áfanga þessarar framkvæmdaráætlun- ar, sem gerð er af FAO. Greiðir | FLOKK88TABFIÐ BAZARVINNUKVOLD Kvenfélags Alþýðuflokksins í Reykjavík verður næstkomandi föstu- dagskvöld, 25. þ.m., kl. 20.30 á skrifstofu Alþýðuflokksins við Hverfisgötu. NÁMSKEIÐ í POSTULÍNMÁLUN verður á næstunni haldið á vegum Kvenfélags Alþýðuflokksins í Reykjavík Upplýsingar í sínium 1-50-20 og 2-10-64 á skrifstofu tíma. SPILAKVÖLD Alþýöuflokksfélag Reykjavkur neldur spilakvöld á Hótel Borg í kvöld fimmtudaggskvöld 24. þ.m. og hefst bað kl. 20.30. í stað þess að áður hafði verið auglýst 3ja kvölda keppni verður nú 2ja kvölda keppni og verða því veitt tvöföld kvöldverðlaun. Stjórnandi verður Siguroddur Magnússon. Að lokinni spilamennsku verður stiginn dans og leikur hljómsvcit Ólafs Gauks fyrir dansi ásamt söngkonunni Svanhildi. Fiskimenn í Dahomey. HGH helming kostnaðarins vegna þess hluta áætlunarinnar, sem framkvæmdur verður á næsta ári. Dahomey á landamæri að Níg- eríu, en vesturströnd landsins snýr ag Atlantshafinu. Ströndin var hafnlaus allt þangað til á síðasta ári, að þar var byggð höfn með aðstoð frá FAO. Allt' fram á síðustu ár hafa .Sjómenn í Dahomey stundíað fiskveiðar á eintrjáningum. Til- gangur framkvæmdaráætlunar- innar þar er að stuðla að smíði nýrra, stærri og vélknúinna báta og þróun fiskveiða í Dahomey. Öll framkvæmdaáætlunin, sem nær til þriggja ára kostar 118 þús. dollara en kostnaður vegna fyrsta ársins, þ.e.a.s. þess áfanga, sem HGH hyggst nú kosta að hálfu, er 50 þúsund dollarar. Sigurður Guðmundsson kvað það vel koma til mála, að íslend- ingar tæku þátt í fleiri áföngum 'þessarar framkvæmdiaá'ætlunar til eflingar sjávarútvegi í Dahom ey, ekki sízt ef opinber sjóður til styrktar þróunarlöndunum yrði stofnaður á yfirstandandi þingtímabili. Utanríkisráðuneytið setti á stofn þriggja manna nefnd fyrir alllöngu síðan, sem hafði það verkefni að útbúa drög að laga- frumvarpi um aðstoð íslenzka ríkisins við þróunarlöndin. Nefnd in mun þegar hafa lokið störfum og skilað þessum drögum, en málið hefur enn ekki verið tek- ið til meðferðar á Alþingi. Næstu daga verður sýnd í íslenzka sjónvarpinu kvikmynd, sem tekin var við Alaotra vatn á' Madagaskar af framkvæmdum þar, sem gerðar eru fyrir ís- lenzkt söfnunarfé. Á mynd þess- ari munu íslendingar geta séð svart á hvítu, hvað það er, sem vakir fyrir þeim fjölmörgu, sem berjast fyrir aðstoð Islend- inga við þróunarlöndin. Sigurður Guðmundsson for- maður nefndarinnar Herferð gegn hungri sagði ennfremur á fundi með fréttamönnum í gær, að Friðarsveitanefndin, sem starfar í tengslum við HGH og Æ.S.Í., ynni nú að því að kanna, á hvern hátt íslendingar geti tekið þátt í starfi friðarsveit- anna, sem víða starfa í þróunar- löndunum. Fyrir um það bil einu ári síðan gerði HGH, í samvinnu við FAO, samning vig ríkis- stjórn Burundi um þriggja ára frarrikvæmdaáætlun um upp- byggingu og þróun fiskveiða þar í landi, en þessi áætlun hefur gengið mjög vel. Að lokum sagði Sigurður, að hinir 126 aðilar, sem getið er í upphafi þessarar fréttar, vilji með áskorun sinni til Alþingis og ríksstjórnar leggja áherzlu á mikilvægi þess, að lög yrðu sett hið allra fyrsta um opin- bera aðstoð íslendinga við þró- unarlöndin. | Loftbardagar J SÚEZ: Til loftbardaga kom f i yfir Súez-skurði í gær; tals J i maður egypzku stjórnar nn f t ar segir flugvélar ísraels-l' \ manna hafa flogið yfirL i egypzkt yfirráðasvæði, (> f hafi flugsvejt Egypta kom- <»: \ ið á vettvang og skotið á tvær þeirra niður, en flug ( é mennirnir hafi bjargazt. f ísraelsmenn segja h ns veg i ar, að engin flugvél þeirra \ i hafi verið skotin njður, en i f Egyptar hafi átt upptökjn i \ að bardaganum, sem hafi 1 i verið ástæðulaus. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.