Alþýðublaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ 24. október 1968
HIWWMMMIWIWMmWWWWIWIMWmMM'WMMWWWWMWWMWWWMMMMWMW*
Guljón B.
Baldvinsson
skrifar um:
r daglegur vinnutími
HvaS hugsarSu oft um sameiginlega hagsmuni launþega?
Heldurðu að þjóðfélagið sé fyrir þig eins og aðra sam-
borgara þína? Ef þú kemst að þeirri niðurstöðu þá
skaitu búa þig undir ábyrgð þína-
Við komum vonandi nánar inn á þetta atriði síðar í
þessum þáttum- — En þetta er margslungið viðfangsefni.
Ekkert er eðlilegra en að
teknar séu upp viðræður um
breyttan daglegan vinnutíma
a.m.k. hjá þeim, er byrja dag-
inn kl. 9.00. Og hvað er þá
ejnkum til athugunar? Hag-
kvæmari notkun sólarhrings
ins og hagkvæmari afgreiðslu
tími fyrjr v.ðskiptamennina.
Hvers vegna byrja vinnu-
daginn kl. 9.00 en ekki kl.
8.00 t.d.? Er ekki skemmti-
legra að enda vinnudaginn
fyrr, eiga lengra kvöld? Mörg
um mun finnast það og þó
e nkum að sumrinu tih
Nýlega var undirrþaður
samningur milli BSRB og rík
isstjórnarinnar um breyttan
matmálstíma, þar sem því
yrði við komið. Fyrirmyndin
að honum var samningur
Starfsmannafélags Reykja-
víkurborgar og borgarstjórn-
ar Reykjavíkur. Með þeirri
breytjngu v.nnst einkum
tvennt. Starfsmennirnir
,,vínna af sér“ laugardaginn
allt árið, eins og lengi hef-
ir tíðkazt a fjöldamörgum
vinnustöðum t-d. í bygginga-
'fðnaði, og afgreiðslu ríkjs-
stofnana er haldjð opinni í
matartímanum til afgreiðslu
fyrir almenning.
Þess virðist ekki hafa ver-
ið gætt sem skyldi í þjóðfé-
laginu, að það veldur mikl-
um óþæg ndum að allar af-
greiðslur séu opnar á sama
tíma, þannig að fólk verður
að hverfa frá í vinnutíma sín
um þurfi það að reka einhver
erindi.
Verzlanir hafa verið und-
antekningar með lengri föstu
dagsopnu og opnar á laugar-
dágsmorgna fyrir þá, sem
hafa unnið laugardaginn af
sér. Bankarn r hafa einnig
tekjð eftir því, að það geta
verið þægindi fyrir viðskipta
menn þeirra að komast inn
í þær ágætu stofnanir eftir
venjulegan daglegan vinnu
tíma, þó ekki sé ennþá því
að he lsa að öll erindj í banka
verði rekin á þeim tíma-
Ekki er heldur nauðsyn að
hafa opjð allan sólarhringinn
alla daga ársins, eins og radd
ir hafa heyrzt um í sambandi
við verzlanjr, og sunnudags-
lokun mjólkurbúða virðst
t.d. ekki hafa valdið neinum
vandræðum.
í framtíðinni þarf jafnan
að hafa opin augun fyrir því
að ekki er heppilegt að allir
vinnj nákvæmlega á sama
tíma, heldur þurfa starfshóp
ar að hliðra t 1 þannig að
ekki sé þörf á að hlaupa úr
vinnu til að sinna nauðsyn
legustu erindum.
Launþegasamtökin eiga að
hafa samráð um þetta atriði
eins og svo mörg önnur sem
snerta hagsmunj þeirra.
Vöruvöndun — á-
géHahlutl — ákvæö
isvinna — gæöa-
mat.
Er það víða í launakerf-
inu að vönduð vinna sé met-
in sérstaklega til launa? Því
mjður er ekk á reiðum hönd
um svar við þeirri spurn-
ingu. En það er þó Ijóst að
gæðamat á vinnu er ekki
nægilega viðurkennt og not-
að. T.d. væri eðlilegt og raun
ar sjálfsagt að því væri jafn
an beitt, þegar ákvæðisv nnu
kaup er grejtt samkvæmt
uppmælingu. Ákvæðjsvinnu
taxtar eiga ekki að gilda
jafnt, hvort sem vel eða illa
er til vandað um fráganginn.
Nefna má sem dæmj móta-
uppslátt, annarsvegar vandað
an frágang, þar sem mótin
haggast ekki, varla fjnnst
rifa á mllli borða, hinsveg-
ar léleg vinnubrögð, mótin
ganga öll úr skorðum og
steinlímið rennur út milli
allra borða. Á að borga þessa
v nnu jafnt?
Eða múrvinnu, þar sem
enginn veggur er réttur af,
hornin ekki tekin rétt, svo
og svo mjkið af efni fer til
spillis vegna hroðvirkni
o.s.frv. Á að greiða jafnt fyr
ir þessa vinnu og hjna, sem
er fyrsta flokks á allan hátt?
Þó að þessir tveir hópar
iðnaðarmanna séu nefndir,
þá er það aðeins til að nefna
dæm;, en ekki vegna þess að
aðrir hópar þeirra séu und-
anþegnir gagnrýni. En hvað
segja jðnaðarmenn sjálfir?
Er þe'm sama hvernjg orð
fer af vinnu stéttar þeirrar?
Vilja þeir ekki sjálfir gæða-
mat á vinnu sína?
XXX
Ákvæðisvinnutaxtarnir eru
miðaðir vjð fullkominn frá-
gang, fyrsta flokks v:nnu,
þeir sem ekki skila henni
eiga að fá lægri upphæð
greidda. Er þetta ekki sam-
eiginlegt sjónarmið hjns vand
aða verkmanns og neytand-
ans? Hvers vegna ekkj að
taka það atriði til umræðu
innan stéttarfélaganna?
Oft hef r verið á það minnzt
að illa sé farið með ljfibrauð
ið okkar, þegar talað er um
fiskinn sem útflutningsvöru.
Of gamall fiskur sé tekjnn 11
verkunar í ís, ekki sé gætt
nægilega að réttri meðhöndl
an um borð í veiðjskjpunum,
ekki heldur við uppskipun.
Hvað er til varnar?
Samkvæmt kjarasamning-
um Sjómannafélags Reykja-
víkur fer aflahlutur eða afla
verðlaun eftir verðmæt' afl-
ans. Það er því hagsmuna-
mál sjómanna að gæðamat
aflans verði sem hæst.
Er þetta ekki rétt stefna?
Er ekki unnt að koma þessu
víðar við?
Er ekki nauðsynlegt í ung -
um iðnaðj okkar, t d. niður-
suðuiðnaðinum að góð nýt-
ing og vönduð vinna launþeg
anna sé verðlaunuð með á-
góðahlut eða launauppbót?
Fróðlegt væri ef, þe r sem
gerst þekkja til, vildu ræða
þetta hagsmunamál þjóðar-
innar allrar.
Það er þjóðarnauðsyn að
bæta vöruvöndun hvort held
ur sem varan er seld til
neyzlu innanlands eða verð-
ur útflutningsvara.
Breyting dagl. vjnnust. 3. sp.
styðja að því, svo sem í
Samtök launþega eiga að
þeirra valdi stendur, og þess
vegna ber að athuga launa-
greiðslufyrirkomulag ð (launa
kerfið) með það fyrir augum
að ná framleiðsluverðlaun-
um eins og sjómennirnir hafa
samið um, þar sem það hent-
ar.
Það er margt flejra, sem
hagsmunalega þýðingu hefjr
en aðeins krónufjöldinn
gre'ddur fyrir unna klukku-
stund. (Tímavjnnukaupið).
Athugið að fyrir framtíð-
ina eru ýmis atriði lítt og
ekki könnuð, sem eru ómet-
anleg sem fjárhagsleg ,og
mennjngarleg verðmæti.
Oþnara flokksst.
Framhald af 1. síðu.
kvöldfundir ættu æ erfiðara upp-
dráttar. Hins vegar hefðu hádeg-
isverðarfundir öðlazt miklar vin-
sældir og sömuleiðis kaffifundir.
sem ekki væru um of formfastir.
Sagði hann að AlþýðuíloM|ks-
félag Reykjavíkur hefði haldið
nokkra hádegisverðarfundi á
siðastliðnu ári og hefðu þeir
verið mun vinsællj en kvöld-
fundirnir. í vetur hyggðist Al-
þýðuflokksfélagið láta hádegis-
verðarfundina verða aðalþátt í
fundarstarfsemi félagsins. Sömu-
leiðis sagði Björgvin, að hádegis
verðarfundir félagsins í vetur
yrðu ekki eingöngu fyrir Alþýðu-
flokksfélagsfólk heldur yrðu
þeir opnir iöllum almenningi.
Fyrsti hádegisverðarfundur-
inn með þessu nýja sniði verð-
ur að Átthagasal Hótel Sögu
n.k. laugardag kl. 12.15. Dr^Gylfi
Þ. Gíslason, ráðherra, nýkjörinn
formaður Alþýðuflokksins, mun
þar tala um efnahagsmálin og
hugmyndina um þjóðstjórn.
Þá hefur félagið ákveðið að
efna til ráðstefnu dagana 7. og
8. desember n.k. um efnið:
„Stjórnmálaflokkarnir og lýð-
ræðið”. Ráðstefnan verður opin,
þ.e.a.s öllum verður frjálst að
skrá sig til þátttöku í henni.
Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða
ekki aðeins úr röðum Alþýðu-
flokksins, heldur verður einnig
leitað til manna utan flokksins.
Alþýðuflokksfélag Reykjavík-
ur hefur látið prenta sérstaka
starfsáætlun fyrir komandi vet-
ur, en vetrarstarf félagsins nær
til 22 vikna. Er á því tímabili
gert ráð fyrir 29 samkomum á'
vegum félagsins, fundum, ráð-
stefnum, spilakvöldum og
skemmtunum.
Sú nýbreytni var upp tekin á
síðastliðnu ári að bjóða erlend-
um jafnaðarmannaforingja á árs-
hán’ð félagsins. í fyrra var Trygve
Bratteli, formaður norska Alþýðu
flokksins, gestur á hátíðinni. í
vetur hyggst stjórn Alþýðuflokks
félagsins bjóða Palme, mennta-
málaráðherra Svíþjóðar, á árs-
hátíð félagsins.
Eins og áður segir verður nú
í vetur dregið nokkuð úr kvöld-
fundum um stjórnmál á vegum
félagsins, en ekki er ætlunin að
leggja þá niður. Á s.l. vetri
gerði félagið tilraunir með nýtt
form kvöldfunda. Var t.d. hald-
inn fundur með því sniði, að
fengnir voru nokkrir menn til
þess að ræða fundarefnið uppi
á sviði. Á þessum fundi var póli-
tískum andstæðingi Alþýðuflokks
ins boðið til þátttöku í umræðun-,
um. Var það Jóhann Hafstein,
iðnaðarmálaráðherra, en um-
ræðuefnið var einmitt vandamál
íslenzk iðnaðar. Stjórn Alþýðu-
flokksfélags Reykjavíkur mun
áfram fara á þann hátt inn á
nýjar brautir til þess að gera
hina hefðbundnu kvöldfundi líf-
legri.
Að öðru leyti verður vetr-
arstarf Alþýðuflokksfélagsins
með svipuðu móti og undanfarin
ár. T.d. verða spilakvöld annan
hvern. fimmtudag að Hótel Borg
og bridge verður spilað annan
hvern laugardag í Ingólfskaffi.
Spilastarf félagsins hefur ávallt
verið opið öllum, sem viljað hafa
taka þátt í því, og svo verður
áfram.
Björgvin Guðmundsson for-
maður Alþýðuflokksfélags Reykja-
víkur gerði blaðamönnum grein
fyrir því, hvernig kosning full-
trúa félagsins á flokksþing Al-
þýðuflokksins fara fram, en
fulltrúar félagsins eru kosnir í
allsherjaratkvæðagreiðslu.
Aliþýðuflokksfélag Reykja-
víkur kýs einn fulltrúa á
flokksþingið fyrjr hverja 30
skuldlausa félaga. Nú eru í fé
laginu um 1000 manns. Hefur
félagafjöldi aukizt mjög á
tveimur síðastHðnum árum.
Blaðamenn spurðu ýmissa
spurninga um Alþýðuflokksfé
lag Reykjavíkur á blaðamanna
fundinum í gær. Var formað
ur félagsins m.a að því spurð
ur, hvort formlegar v ðræður
hefðu átt sér stað á milli Al-
þýðuflokksmanna og þejrra að
ila, sem nú eru í þann veginn
að slíta sig frá Alþýðubanda-
laginu. Upplýsti formaður, að
engar formlegar viðræður
hefðu farið fram milli aðila úr
Alþýðuflokknum og Alþýðu-
bandalaginu. H ns vegar hefðu
nokkrir aðilar bæð] úr Al-
þýðuflokknum og Alþýðubanda
laginu skipzt á skoðunum á
síðastliðnu ári. Þetta hefðu
verið almenar v^ðræður um
stjórnmál en engan veginn
formlegar viðræður. Þær
hefðu komizt á vegna gagn-
kvæms áhuga þeirra að la, sem
í þejm tóku þátt Vjðræður
þessar hefðu heldur ekki leitt
til neins formlegs samstarfs
og ekkert væri ákveðið um á-
framhald þeirra.
Þá sagði Björgvin Guðmunds
son, að skömmu fyrir kosnjng
ar á síðastl ðnu ári hefði
stjórn Alþýðuflokksfélags
Reykjavíkur ritað Málfunda-
félag'i jafnaðarmanna bréf, en
það var um svipað leyti og A1
freð Gíslason var að hætta af
skiptum sínum af stjórnmál-
um, og boðið þeim félögum í
Málfundafélagi jafnaðarmanna
sem áður hefðu verið í Al-
þýðuflokknum, að ganga aft-
iur í sinn gamla flokk. Sagði
Björigvin, að Allþýðuflokksfé-
laginu hefði síðan borizt ó-
beint svar frá þessu mönnum
í Málfundafélagi jafnaðar-
manna, þar sem hópur fyrri
félagsmanna í Alþýðuflokkn-
um, sem komnir voru í herbúð
ir Alþýðubandalagsins, hefðu
nú gengið í Alþýðuflokksfélag
Reykjavíltur.
Olympíuskákmótið
íslendingum
gekk illa í gær
í gær tefldi íslenzka skáksveit
in á Olympíuskákmótinu í Lug-
ano við sveitina frá Túnis. Lauk
öllum skákunum nema einni,
sem fór í bið. Hefxu: íslenzka
sveitin aðeins einn vínnlng gegn
Túnismönniun. sem hlaut tvo
Framhald á 4. síðu.
in