Alþýðublaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ 24. október 1963 BreiSholt Framhald af 5. síðu. R'eykjavík en Reykholti. Jón Þorsteinsson (A) sagði, að Framkvæmd byggingaráætlunar, sem hann ætti sæti í, hefði á sínum tím,a verið efins um. að iþað fyrirkomulag að fá erlend leinbýlishús mundi gefast betur en fá innlend. Hins vegar hefði í samkomiilagi ríkisstjórnarinn ar og verkalýðsfélaganna 1965 verið gerí ráð fyrir þessari til högun, og því hefði nefndinni þótt rétt að reyna Þetta. Jón gat þess, að gerð húsanna hefði yerið boðin út á innlendum markaði en innlendir framleið endur hefðu ekki treysíst til að taka það verk að sér. Hann kvaðst vilja taka fram í sam- bandi við ræðu Jónasar, að reynslan hefði sýnt, að gerð löðanna hefði orðið allt of dýr og mun dýrari en gert 'hefði verið ráð fyrir. Gjöld til Reykja víkurborgar vegna gatnagerðar o.fl. hefði t.d. orðið 120.000 pr. hús en kostnaður við lóð og grunn u.þ.b. 400.000,00 pr. hús. Verð húsanna sjálfra uppkom inna þ.e. án grunns hefði hins vegar orðið álíka og húsa þeirra er reist hefðu verið fyrir Kísil iðjuna við Mývatn. Sagði Jón að lokum, að mest væri um vert, að reynsla sú, er fengist af byggingu allra hinna 1250 íbúða, sem áætlað væri að reisa í framkvæmdaráætluninni í heild gæfi sem bezta reynzlu. Ýmsir þeirra þingmanna, er til máls tóku við umræðuna héldu því fram að byggingarn- ,ar í Breiðholti hefðu tekið fé frá hinum almenna húsbyggj- ianda í landinu. Eggert G. Þor- steinsson félagsmálaráðherra, kvað ríkisstjórnina hafa staðið við útvegun fjármags til bygg ingarsjóðsins. þannig að hægt hefði verið að veita Þau 750 ■l'án árlega, sem tilsikilið væri og stundum meira m.a. eitt ár um 900 lán. Ráðherra kvað að vísu rétt, að lánin til fram- kvæmdaráætlunarinnar hefðu að V hluta til gengið út yfir hin al- mennu lán, en af því sem hahn hefði sagt væri ljóst, að ríkis stjórnin hefði staðið við sín lof orð um lánsfjárútvegun. Allur annar og betri háttur væri nú á lánamálum, en þegar ýmsir af þeim möninum, er nú gagnrýndu mest, hefðu Ihiaft með þessi mál að gera, ten það gæti 'hann bezt dæmt um sjálfur, þar sem hann hefði lengi starfað hjá Hús næðismálastjórn. Hefði á þeirn árum biðin eítir lánum orðið allt upp í 5 — 6 ár. Framhald ó 5. síðu. fjrði. Fundarstjóri var Ásgejr Sigurðsson fulltrúi, en fundar ritari Gunnar S gmarsson verzlunarmaður. í upphafi fundar ávarpaði kaupfélags- stjórinn, Halldór Karl Hall- dórsson fundarmenn, en hann er einn af fulltrúaráðsmönn- ium Samvinniutrygginga. Rakti hann sögu klúbbanna í stuttu máli. Þá voru afhent 5 og 10 ára viðurkenningar- merki Samvinnutrygglnga 1967 fyrir öruggan akstur. Síð an flutti Baldvin Þ. Kristjáns- son félagsmálafulltrúi erindi um klúbbhreyfinguna og um- ferðaröryggismál. Að erindi hans loknu urðu allmiklar um ræður, sem marg r tóku þátt í. Fögnuðu menn tilkomu klúbbsins í þessu tiltölulega af skekkta héraði, en hann er ætlaður áhugamönnum bæði í kauptúnum og sveitinni.Að lok um var drukkið kaffi í boðj hins hýstofnaða klúbbs. Kosningu í hina fyrstu stjórn Klúbbs n's ÖRUGGUR AKST- UR í Vopnafirði hlutu þessir menn: Antoníus Jónsson verkstjóri, formaður, Einar Friðbjö'rnsson, bifreiðastjórj, Sigurður Þ. Ól- afsson bóndi, Vatnsdalsgerði. Varastjórn skipa: Þorsteinn Stefánsson hafnar- vörður, Sjgurður Björnsson, vinnuvélastjóri, Gunnsteinn Karlsson, bifreiðastjóri. Meðal þeirra, sem sátu fund fnn og tóku þátt í umræðum, var Ingvar Björnsson umferð arerindreki Slysavarnarfélags íslands, en hann er á ferða- lagi meðal Umferðaröryggis- nefndanna á Austfjorðum sem stendur. Gallyp Framhald af 10. síðu. neytt meðal menntamanna. Spurningu um hvort viðmæl- endur hefðu reykt hash svör- uðu 4—5% játandi, en þá tölu er ekki vel að marka, þar sem ólöglegt er að reykja það. Þá er eftirtektarvert að langflest ir sem kváðust hafa reykt hash voru .undir tvítugu. . Skákmét Framhald af 6. síðu. vinning’a. Gnðmundur tapaði fyrir Belkadi, Bragi gerðj jafn tefli við Bouaziz, skák Jóns og Kcliouk fór í bið, en Björn gerði jafntefli við Alaglia. Önnur úrslit í umferðinni voru þessi: Tékkar —' Singapore 4-0, Búlgarar — Andorramenn 4-0, Kúba — Tyrkir 1-0. Úrslit úr fimmtu umferð: Búlgarar—Tékkar ZV2.IV2, Tyrk ir — Túnismenn ZV2-IV2, Kúba — Singapore 3V2-V2.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.