Alþýðublaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 12
-12 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 24. október 1968 mmmmmmm íþróttir ritstj. örn EIÐSSON Júgóslavía vann Sovétríkin léku við USA í gær Afrek Steen Schmidt Jensen Eins og skýrt hefur verið frá varð Steen Schmidt Jensen, Danmörku 8. í tugþraut á Olym- píuleikunum í tugþraut. Danir eru yfir sig hrifnir og kalla Steen Schmidt 8. „súpermann” heims- ins. Hvað um það afrek Jensens er ágætt og hér birtum við ár- angur hans í einstökum grein- um: lOOm. hlaup 10,9 sek., lang- stökk: 7,17m., kúluvarp: 13,03 m., hástökk: 1,95., 400m. hlaup: 50,2 sek., llOm. grindahlup: 14,9 sek., kringjukast: 41,07m. stangarstökk: 4,85m.„ spjótkast 46,80m. og 1500m. hlaup: 4:41.3 mínútur. Bandaríkin sigruðu Brasilíu í undanúrslitum körfuknatt- leikskeppninnar í fyrrakvöld með 74 stigum gegn 63. Brasl líumenn léku ágætlega þrátt fyrir tapið og minkuðu 20 stiga mun í leikhléi í 11 stig. Það verða ekki Sovétmenn, sem leika til úrslita við Banda ríkjamenn, eins og verið lief- ur á undanförnum leikjum eða frá leikunum í Hels. 1952, held ur Júgóslavar, en þeir sigruðu Sovétmenn í hörkuleik með 63 st gum gegn 62. Úrslit í öðrúm Leikjum í fyrrakvöld urðu þessi: Mexíkó slgraði Spán með 73 stigum gegn 72, Puero Rico vann Kúbu með 71;65, Búlgaría Pan ama með83:79 Fjlippseyjar Marokko með 86 gegn 57, S- Kórea Senegal með 76:59, loks sigruðu Pólverjar ítali, en okkur er ekki kunnugt um stigatöluna. í gærkvöldi léku Bandaríkja menn og Júgóslavar til úrsljta, einnig léku Sovétríkin og Brasilía um bronzverðlaunin, Mexíkó og Pólland u m5. sæti og Spánn og ítalía um 7. sæti. Úrslit bárust ekki áður en blað ið fór í pressuna. Það olli miklu fjaðrarfoki á Olympíuleikunum, þegar bandarísku hlaupararnir John Carlos ©ít Tommie Smith voru reknir úr banda rísku olympiuliðinu vegna mótmæla, þegar þeim voru afhent verð- laun fyrjr 200 m. hlaup. Hér sézt Carlos yfirgefa Olympíuþorpið xunkringdur blaðamönnxun. Debhie Meyer sigraöi í 200 m. skriösundi S.s/r , 'AV/'9*' 'V'' ■■■■ ■ • -::V Hér er yfirlitsmynd af Olympíuleikvanghnun í Mexíkó. Frábær af rek sem lengi verða í minnum höfð voru unnin á þessum leikvangi^ hvenær skyldi t.d. 8.90 m. í langstökki verffa bætt eða 48.1 sek. í 400 m. grindahlaupi, svo að eitthvað sé nefnt? mm DEBBIE Meyer, Bandaríkjun- um vann gullverðlaun í fyrra- kvöld, er hún sigraði í 200m. skriðsundí á 2 mínútum og 10,5 sek., sem er nýtt olympíumet. Önnur varð Jane Henne, og 3. Jane Barkmann, báðar frá Banda ríkjunum. Gullverðlaun Debbie Meyer voru þau einu, semBanda ríkjamenn unnu í fyrradag. Sundknattleikur Nokkr'r lejkir fóru fram í sundknattleikskeppni í fyrra- kvöld; Bandaríkjamenn sigr- uðu V. Þýzkaland með 7 mörk um gegn 5. Sovétmenn sigruðu Brasilíu með 8 gegn 2 og ítal- ía Gr.kkland með 6:2.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.