Alþýðublaðið - 13.11.1968, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 13.11.1968, Blaðsíða 8
8 ALÞYÐUBLAÐIÐ 13. nóvember 1968 „Æviferill minn kemur mér lítiö sem ekkert við“ Margir af eldri kynslóðinni þekkja hana Fríðu Einars og manninn hennar, Guðjón Eiríksson húsvörð í pósthús- inu, en þar bjuggu þau í fjölda ára. Hún heitir fullu nafni Málfríður Ein arsdóttir og hefur þýtt ýmsan fróðleik og sögur úr þýzku, frönsku, ensku og dönsku fyrir blöð og útvarp. Svo hef- ur hún líka ort, en lítið hampað ljóð- um sínum. — Hún bauð mér í kaffi einn daginn. Greip ég þá tækifærið og ræddi við hana um það, sem á daga hennar hefur drifið . af í bókum. í stað þess að sefa mig á orgelið, var ég að lesa Raskolnikov eftir Dostoevski (eð'a Dostojevsky). Þá lifði ég mig svo inn 1 bækur, að allt annað týndist á meðan, Það get ég ekki núna. Aage Meyer Benedictsen, þessi íslenzkættaði íslandsvin ur, var hlynntur skólanum og gaf bókasafni háns bækur. Með- al þeirra var Decameron eftir Boccaccio. Sigurður sagðist engum þora að lána þessa bók, nema mér, og tók ég það svo, sem ég væri eftirlæti hans til bóklestrar. En hann bað mig að lesa ekki sex ,,ljótar“ sög ur sem hann tiitók. Ég hlýddi því, en aldrei hef ég getað skil ið að Decameron eigi alla þessa frægð skilda. Ég hafði séð bæk ur heima, sem mér þóttu góð ar. Ég hafði ekki sérlega gam an af henni. Það voru lélegar bókmenntir. Svo átti að setja mig í menntaskóla. Það var Hjörtur Snorraison, skó|astjóri sem vildi að það yrði gert. En það ifórst fyrir, því læknirinn í Stafholtsey, sem þá var Jón Blöndal, sagði að ég væri böl vaður aumingi og mundi ekki lifa lengi. Samt lifi ég enn. Svo átti að setja mig { Kvenna skólann, en ég fékk læknisvott orð um það að ég hefði dauð ans veik lungu, þó að enginn sjúkdómur væri þá finnanleg ur. Svo af þessu varð ekki, og var víst enginn skaði skeður, en ég fór í Kennaraskólann. (Þá gekk mikil sótt og ég yar nærri dauð). Þar þótti ég því líkt viðundur til lífs og sálar, að skólastjórinn, séra Magnús Helgason, sagðist ekki skilja^ að þessi manneskja kæmist upp. En ég komst upp og það vantaði aðeins 3 eða 4 stig til þess að ég næði há- marki, en þá var 6 hæsta eink unn. i !« ! Fædd í munaðarleysi. Viltu ekki segja mér eitt- hvað um sjálfa þig, Fríða? — Ju, jú, ég get sagt ein- hverja vitleysu, sagði hún og leit út í horn. Ég er fædd í munaðarleysi, og í Munaðar nesi, og missti móður mína viku seinna. — Misstirðu föður þinn líka? — Sama sem. Það fyrsta sem ég man eftir að hafa séð, var lík. Það var ungbarn, sem ég sá andað í vöggu, barn Guð mundar stórsmiðs. Hann byggði hús föður míns og þótti vera mesti klambrarj. — Hvar ólst þú svo upp? — Hjá föðurömmu minnj í Þjngnesi og börnum hennar. Mér er vel við þetta fólk. Sumt af því, hafði víst nokkuð gott til brúnns að bera einkum Anna, en naut sín ekki þarna í mýrarsvakkanum yfir ægis- sandi. (Og þó er þetta einn hjnn gróðursælasti sældarreit ur. Það hvíla á hfJRurri álög.) Svo gekk ég í Hvítárbakka- skóla og leiddust kennararnir nema Sigurður Þórólfsson. Hann kunni að koma fyt’ir sig orði. — Hvað varstu lengi í skól anum ? — Mánuð þegar ég var 18 ára. Mér leiddist að vera innan um fullorðna fólkið og hætti. Næsta vetur hékk ég þar all an. En kalt var að brjóta klak ann á pollum alla leiðina milli bæjanna. Ég get sagt þér skrítna sögu af mér frá þeim vetri. Ég kunni nökkuð vel dönsku og átti að skrifa danskan stíl. Piltur nokkur, sém mislukkað ist víst áform sitt síðar, sat hjá mér og ég fann að hann gægðist á blaðið mitt. Ég gerði eina villu og hann skrifaði hana líka. Hermann, dönsku kennarinn minn, skammaði piltinn fyrir villúna, en ég fékk allt hrósið <hafi það ann ars nokkuð verið.) Ég lifi enn. — Hvað tók við eftir Hvítár bakkaskólann? — Ég átti að læra að sþila á orgel; en hafði enga löngun né hæfileika til þess. Ég lá allt — Svo hefurðu farið að kenna? — Já, en það er nú saga, sem ekki er vert að segja. Ég átti að vera heimilskennari bæði á sveitabæ á landi og úti í eyju. Krakkarnir voru í þess.u rétta og slétta meðal lagi sem ýmsir eru, bæði út í eyju og á landi, nema tvö, þau sukku niður fyrir. Ég Vona að þau hafi lagast. Þeim leiddist öllum að vera hjá mér og ég hafði engan áhuga á þeim. Rekin úr átta stöðum. — Hættirðu þá kennslu? — Já, og ég flæktist til Kaupmannahafnar og var rek Rætt við Málfríði Einarsdóttur frá Þingnesi um hitt og þetta OPNAN in úr 8 stöðum. — Hvaða staðir voru það? — Það voru ýmsar sauma- stofur og vistir. Einhvernveg inn tókst mér að lesa einhver býsn, þó að ég ynni myrkr- anna á milli og í myrkrunum. Ég eyddi frítímá mínum mest öllum í það að ganga á söfn þetta ár, sem ég norpaði þarna. Ég var um tíma hjá afleitri kerlingu sem svelti mig svo að ég var næi'ri dauð úr hor. Hún var íslenzk, en ég vil ekki segja hver hún var. Svo bjuggum við líka saman systurnar, Sigríður og ég. Það var ákaflega gestkvæmt hjá okkur stundum, og líklega verið gaman þó að ég muni það ekki. Það komu til okkar Piltar og stúlkur og stúdent arnir komu þar til að líta á sxúlkurnar. — Leit nokkur á þig? — Nei, það er af og frá. Geislastafur þenslu- lögmálsins. — Hvað varstu gömul, þegar þú varst í Danmörku? — Ég var 25 ára. Svo hrökkl- aðist ég heim og var víst rek in úr nokkrum stöðum í við bót, eða ekki hleypt inn neins staðar. Svo fór ég að trúlofast og giftast honum Guðjóni. Ég veiktist skömmu seinna, ' og barnið okkar líka. Maður þessi sem ég giftist var allvel að sér <all=mjög), og kunni m- a. þá göfugu íþi-ótt að slá (með orfi og Ijá). En hann var atvinnulaus með öllu. Mig Dýrlin koma Opnan hefur haft fregnir i þátta muni að vænta í sjó hittum að máli forstöðui deildar, Jón Þórarinsson okkur frá þessum fyrirhu Föstudaginn 15. þ.m. byrjar myndaflokkur úr villta vestrinu. Það eru bai'dagar við indíána o.fl. og fjallar raunar meira um villta vestrið en þátturinn Mav- erick, sem var aðallega um fjár- hættuspilara. Myndirnar verða 18 og þær eru langar, taka á ann- an klt. hver. Hver mynd er sjálf- stæð saga, en sama persónan í þeim öllum, Virginíumaðurinn. — Er eitthvað annað nýtt í vændum? — Já, það er nú sitthvað fleira. í stað Melissu, sem lýk- ur núna á þrjðjudaginn, kemur önnur framhaldsmynd eftir sama höfund hún heitir ,,The World of Tim Frazer”. Við höfum ekki ákveðið endanlega nafn á*hana. Þessi mynd er lengri en Melissa, 18 þættir, Þeir skiptast raunar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.