Alþýðublaðið - 13.11.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.11.1968, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ 13. nóvcmber 1968 mmm Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og Bepedikt Gröndal. Símar- 14900-14903. — Auglýsingastjóri: Sigurjón Ari Sigurjónsson. — Aug- lýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu 8 —10, Evik. ___ Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 130,00. í lausasölu kr. 8.00 eintakið. — Útg;: Nýja útgáfufélagið h.f. HVER ERU ÚRRÆÐI STJÓRNARANDSTÖÐUNNAR ? Það 'var ömurlegt að hlýða á ræður íleiðtoga stjórnarandstöð- unnar um efnahagsmálin á Al- ’þingi í gær. Þeir höfðu engin úr ræði fram að færa til lausnar hin lum miklu efnahagsvandamálum. Hlutskipti þeirria var það eitt að berjast á móti úrræðum ríkis- stjómarinnar. Þetta er því ömur legra, þegar haft er í huga, að nú standa stjómarandstæðihgar jafn vel að vígi og ríkisstjómin til þess 'að meta vandann og leggja fram til’lögur. í viðræðu nefnldl stjómmálaflokkanna fékk stjórnarandstaðan öll hin sömu gögn og stjórnarflokkarnir. Stjórn arandstaðan getur því ókki notað hina sömu afstöðu nú og áður, að hún hafi ekki fengið nægil’egar upplýsingar um vanda efnáhags málanna. Þess hefði mátt vænta, að leið togar stjómarandstöðunnar mundu við umiræður á Alþingi um efnahágsaðgerðir ríkisstjórn- arinnar tjá sig um það, hvaða leið þeir vildu fara til lausnar vand- anum. Eins og fram hefur kom- ið, hefur einkum verið rætt um þrjár leiðir: Gengisbreytingu, uppbótaleið eða nilðurfærs’luleið. Hljóðvarp og sjónvarp skýrðu í gær ítarlega frá ræðum stjórnar andstæðinga um efnahagsmálin. En almenningur var að því loknu engu nær um það, hverja af þess um þremur feiðum stjórnarand- staðan hefði hölzt viljað fara. Framsófcnarmenn og kommúnist ar Jýstu sig að vísu andvíga gengislækkuninni, en þeir gættu þess vel að maela hvorki með upp bótakerfi né niðurfærslu. Hið eina, sem lesa máttil út úr ræð- um stjórnarandstæðinga, var það, áð fcommúnistar vilja taka upp víðtæk innflutninlgshöft og Eysteinn talaði um sterka gjald- eyrisstjórn, sem sennilega hefur átt að þýða það sama. En stjórn arandstöðunni hlýtur að vera það ljóst, áð tekjuvandamál sjávarút- vegsins og ríkissj óðs hefði ekki verið leyst með höftum einum. Það þarf að færa tekjur til í þjóð félagitnu, — yfir til sjávarútvegs ins — og þjóðin á heimtingu á því að fá að vita, hvernig stjórn arantílstaðan vildi, að sú tekjutil færsla ætti sér stað. Hiviergi erlendis, þar sem lýð- ræðihefur þróazt, mundiþað geta gerzt, .að istjórnarandstaðan legði ekki sínar tillögur á borðilð, þeg ar um jafnmikinn vanda er að tefla og hér. En það hefur enn einu sinni sýnt sig, að stjómar- andstaðan hér er óábyrg. Hún er ó móti því, sem ríkisstjórnin ger ir. En hefur sjálf engin úrræði, sem beita megi til lausnar vanda málunum. Þjóðin getur ekki treyst slíkri stjórnarandstöðu. SJÓSÓKN OG AFLI Á VESTFJÖRÐUM Útgerð og sjósókn á Vest- fjörðum í októbermánuði ein- kenndjst mjög af fjárhagserf iðleikum útgerðarinnar og fiskvinnslustjöðvannaj. 1 sex verstöðvum af tólf á þessu svaeði kom enginn bolfiskafli á land í mánuðinum, en í 4 þessara verstöðva var nokkur rækjuvinnsla. Heildaraflinn í mánuðinum var 1190 lestir, sem er sama aflamagn og barst á land í október í fyrra. Af heildaraflamagninu komu röskir % hlutar til vinnslu í Bolungarvík og á ísafirði, rösk ar 400 lestir á hvorum stað. í lok mánaðarins voru 17 bátar byrjaðir róðra með línu, en línuaflinn var sáratregur allan mánuðinn, 3-4 lestir í róðri, þrátt fyrir góðar gseftir. 4 bátar frá Patreksfirði stund uðu ennþá dragnótaveiðar, og fengu þeiy sæmilegan afla, þegar þeir gátu verið að veið um. Sama er að segja um tog- bátana, en 4 bátar stunduðu togveiðar. Sigldu tveir þeirra með afla á erl. markað. Vél- báturinn Vestri frá Patreks- firði stundaði netaveiðar við Kolbeinsey á Patreksfirði í mánuðinum. Aflinn í einstökum verstöðv um: PATREKSFJÖRÐUR: Brimnes dr. 45,5 lestir í 9 róðr um. Jón Þórðarson tr. 44,2 lestir í 3 róðrum. Svanur dr. 31,7 lestir í 10 róðr um. Skúli Hjartarson dr. 18,1 lest: Vestri n. 40,1 lest saltfiskur. TÁLKNAFJÖRÐUR: Enginn afli. BÍLDUDALUR: Enginn afli. ÞINGEYRI: Framnes 13 lestir í 3 róðrum. FLATEYRI; Ásgeir Torfason 39,2 lestir í 13 róðrum. Bragi 37,3 lestir í 14 róðrum. SUÐUREYRI: Enginn afli. BOLUNGARVÍK: Hugrún 76,0 lestir í 20 róðrum. Einar Hálfdáns 71,6 lestir í 20 róðrum. Sólrún 70,40 lest-ir í 18 róðrum. Guðmundur Péturs 48,6 lestir í 12 róðrum. Húni 39,5 lestir í 15 róðrum. Ólafur Friðbertsson 64,2 lestir í 18 róðr.um. Vþborg 15,6 lestir í 5 róðrum. HNÍFSDALUR: Enginn afli. ÍSAFJÖRÐUR; Vfkingur III 70,8 lestir í 20 róðrum. Guðný 55,1 lest í 18 róðrurn. Straumnes 54,4 lestir í 18 róðr um. Víkingur II 53,8 lestir í 17 Víkingur 11170,8 lestir í 20 róðr Gunnhildur 49,2 lestir í 16 róðrum. Hrönn tr. 45,6 lestir í 7 róðr- um, 'Guðrún Jónsdóttir 43,0 lestir í 11 róðrum. Sæfari BA tr. 46,2 lestir í 7 róðrum. SÚÐAVÍK: Hilmir 61,0 lestir í 17 róðrum, Svanur tr. 32,0 lestir í 5 róðr HOLMAVIK: Enginn afli. DRANGSNES: Enginn afli. Rækjuveiðarnar. 8 bátar frá Bíldudal stund- uðu rækjuveiðar í Arnarfirði í mánuðinum, og varð heildar- afli þejrra í mánuðinum 90,7 lestir í 182 róðr.um. Er hejldar- aflinn frá vertíðarbyrjun þá orðinn 121,3 lestir. Aflahæstu bátamir voru: Jörundur Bjarna son með 14,3 lestir, Pétur Guð mundsson 13,7 lestir, Freyja 13,1 lest og Vísir 13,0 lestir. 25 bátar stunduðu rækju- veiðar í ísafjarðardjúpi, og varð heildarafli þeirra 293,9 lestir. Voru flestir bátarnir með 12-14 lestir í mánuðinum, en aflahæstir voru: Örn með 14,5 lestir, Ásdís 14,8 lestir, Þór Frh. á 14. síðu. Erlendar tréttir i stuttu máli LYONS, Frakklandi. 12.11. (ntb.-reuter): Ekkj aðeíns hjartaflutningur 'heldur og nýrnaflutningur úr sama manni fór á mánudag fram á tveimur sjúkrahúsum í borginnf Lyons í Frakk- landi. Ekki er kunnugt, hver veitandinn var, en 34 ára gamall maður, Noel Mois. sonnier, ‘hlaut hjartað; var það þriðja hjartaígræðslan í Frakklandi og hin sjötug- asta og fjórða í heiminum. Nafn þess, er nýrun hlaut, hefur enn ekki verið upp gefið. BEIRUT 12. 11. (ntb- reuter): Líbanski forsætis ráðhea-rann Abdullah Al- yafi afhenti í da£ forseta landsins, Charles Helou, lausnarbeiðni sína og ráðu neytis síns. AI-yafi mynd aði fjögurra manna stjórn hinn 20. október í haust, en leggur nú til að annað hvort verði mönnum bætt í hana eða mynduð ný stjórn. BRUESSEL, 12. 11. (ntb- dpa): Hin 29 ára gamla frá Beate Klarsfeld, sem í síð- ustu viku var dæmd til eins árs fangelsisvistar í Vestur- Berlín, fyrir að reka for- sætisráðherra landsins, dr. Kurt Kiesinger, löðrung á almannafæri, hyggst láta hart mæta hörðu og hefja á- róðursherferð gagnvart naz- istískri for.tíð kanzlarans. Dr.' Kiesinger á að halda fyrir- lestur í Brússel siðdegis á morgun, en á undan fyrir. lestrinum ætlar frú Klars. feld, sem er franskur ríkis borgari af gyðingaættum, að fræða stúdenta lítið eitt um fortíð fyrirlesarans. Ýmsir eru uggandi um að upplýs. ingar frúarinnar kunni að valda óeirðum undir tölu ráðherrans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.