Alþýðublaðið - 13.11.1968, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 13.11.1968, Blaðsíða 13
13. nóvember 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13 . 'Í’&A i- -i.. V- J— í • *>, . . ■ Frjálsíþrótta- æfingar Ármanns ERHARD KELLER, sem varð olympíumeistari í 500m. skauta hlaupi á Vetrarleikunum í Grenoble í vetur hefur verið gerður að heiðursborgara heimabæjar síns, Inzell. Prjálsíþróttafólk Ármanns ! Æfingar eru hafnar af fullum krafti á eftirtöldum stöðum og tímum : Þriðjudaga kl. 6,50—7,40 fyrir fullorðna í Laugardalshöllinni. Einnig fyrir pilta og stúlkur 12 ára og eldri. Þriðjudaga kl. 5,30—6,30 fyrir drengi 11 ára og yngri f félags- heimili Ármanns (Ármannsfelli) við Sigtún. Miðvifcudaga kl. 6—7 fyrir stúlkur 11 ára og yngri í Ár. mannsfelli. Laugardaga kl. 3—3,50 fyrir fullorðna í Laugardalshöllinni. Piltar og stúlkur 12 ára Bg eldri mæti á þessa æfingu. Laugardaga kl. 4—5 fyrir stúlk- ur 11 ára og yngri og kí. 5,30 — 6,30 fyrir drengi 11 ára og yngri. Þjálfari Ármanns í vetur verð- ur hinn kunni íþróttamaður Val- björn Þorláksson og er allt ungt fólk hvatt til þess að mæta á æfingar. Allir sem stunda vilja frjálsar íþróttir eru hvattir að mæta og taka þátt í æfinguia. Borðtennisæfingar að hefjast Borðtennisæfingar í Laugar- dalshöllinni hefjast í dag. Komið hefur verið fyrir 9 borðtennis. borðum í anddyrinu og myndað- ur salur með skilrúmum. Borð- in verða leigð út daglega kl. 5,00 —9,00 þau kvöld, sem ekki verð- ur keppnj í húsinu. Svigrúm er mismunandi við borðin, nokkur eru með alþjóð- legu athafnarými, 10x3 metrar, en önnur eru ætluð byrjendum. Sett hefur verið aukin lýsing yfir borðin. Leiguverð hvers borðs verður kr. 50,00 á klst. Spaðar verða lánaðir, en knettir verða .til sölii á staðnum. Skilyrði verður að iðkendur leiki á strigaskóm. æ ritstj. ÖRN B EIÐSSON | Þl RW| n n R iþróttafréttir í stuttu máii ♦ VITAÐ er um fjórar borgir, sem sækja um framkvæmd Vetrarolympíuleikana 1976. Þau eru Zörjch, Sviss, Denver, Bandaríkjunum, Vaneouver, Kanada og- Östersund, Svíþjóð. Vetrarolympíuleikanna 1976. í Sapporo, Japan. HG hefur forystu í I. deild dönsku handknattleikskeppn innar eftir 6 umferðir, er me® 12 stig og hefur unnið alla sína leiki. Næst kemurFIF með 10 stiff og síðan koma tvö lið, KI og Helsingör með 8 stig hvort. Um síðustu helgi vann IIG Frederieia KFUM með 23 14. KEPPAISLENDINGARI FRJÁLSÍÞRÓTTUMIHÓFN? 25. norræna þing frjáís- íþróttaleiðfoga um helgina Um síðustu helgi var háð 25. ráðstefna norrænna frjálsíþróttaleiðtoga í Kaupmannahöfn. Frjálsíþrótta sambands Ísíands sendi tvo fulltrúa, þá Björn Vil- mundarson, formann FRÍ og Sigurð Björnsson, for- mann Laganefndar FRÍ. Frjálsíþróttasamband ís lands hefur sent fulltrúa á þessi þing undanfarin ár, en —-— ---------------------< Jafnfefli 2:2 DUBLIN : Austurríki og Eire gerðu jafntefli í knattspyrnu á sunnudag, 2 mörk gegn 2. Aust- urríkismenn skoruðu tvö fyrstu mörkin, en írar jöfnuðu metin á síðustu mínútunum. þar eru rædd mörg sameigin leg mál innbyrðis og fleiri mál. Samkvæmt tillögu Fr j áls íþróttasambands íslands var ákveðið að efna til keppni í Kaupmannahöfn næsta sumar, þar sem þrjú Norðurlöndin senda lið til keppni. Danjr senda A og B— lið, Norðmenn B-lið, Svíar B—C, lið og ís land A—lið. Einn maður kepp ir frá hverjum aðila í hverri grein, nema Danir, sem senda að sjálfsögðu tvo menn í hverja grejn, þar sem þeir senda tvö lið. Þetta er keppni sem hentar íslenzkum frjáls íþróttamönnum sérlega vel, það er of kostnaðarsamt að senda landslið utan, þar sem tveir menn keppa í hverrþ grein og auk þess er lið okkar sterkara, sem aðeins er skip að einum manni í grein. Mörg fleiri mál voru rædd á þinginu, sem skýrt verðúr frá síðar. Júdó-keppni Á FIMMTUDAG, 14. þ. m. fer fram keppni í Judo hjá Judofé- lagí Reykjavíkur, keppt verður í gráðuflokkum. Keppnin fer fram í æfingasal félagsins á Kirkjusandi, og hefst kl. -8,30 síðdegis. é Um síðustu helgi fengum 'Jvið senda þessa mynd frá iDanmörku, en þar voru (i leiknir nokkrir leikir í ('dönsku bikarkeppninni. \ Þessi mynd er frá leik OB (lDg AB. L>eir síða^nefndu þ unnu með 3 mörkum gegn (| 1. Það er Flemming Mads " en, sem er að skora, (hann er á miðri myndinni), en Jan Larsen reynir árangurs laust að verja.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.